Fernando Alonso vann í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júlí 2012 13:54 Fernando Alonso vann kappaksturinn með frábærum akstri. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira