Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 19:35 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Phelps hefur unnið alls 15 gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á þeim þremur Ólympíuleikum sem hann hefur tekið þátt. Hann bætir met sovésku fimleikakonunnar Larisu Latyninu sem vann átján verðlaun samanlagt á leikunum í Melbourne (1956), Róm (1960) og Tókíó (1964). Hin 77 ára Latynina, sem vann alls níu gullverðlaun, var í áhorfendastúkunni og fylgdist með Phelps í dag. Fyrir leikana sagðist hún í samtali við Reuters að hún væri pottþétt á því að Phelps myndi bæta met sitt. Sú er orðin raunin. Fyrr í dag var Phelps fingurbroddi frá því að verða fyrsti sundkarlmaðurinn til þess að vinna sömu greinina þrjá leika í röð í 200 metra flugsundinu. Phelps hafði forystu þegar aðeins nokkrir metrar lifðu af sundinu. Hann virtist hins vegar örmagnast í lokin og missti Suður-Afríkumanninn Chad Le Clos fram úr sér í blálokin. Silfurverðlaunin voru hans önnur á leikunum en hann hafnaði einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi. Phelps hætti sundiðkun að loknum Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum þar sem hann vann til átta gullverðlauna sem er einstakt afrek. Eftir gott hlé hóf Phelps æfingar að nýju og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. Sund Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Phelps hefur unnið alls 15 gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á þeim þremur Ólympíuleikum sem hann hefur tekið þátt. Hann bætir met sovésku fimleikakonunnar Larisu Latyninu sem vann átján verðlaun samanlagt á leikunum í Melbourne (1956), Róm (1960) og Tókíó (1964). Hin 77 ára Latynina, sem vann alls níu gullverðlaun, var í áhorfendastúkunni og fylgdist með Phelps í dag. Fyrir leikana sagðist hún í samtali við Reuters að hún væri pottþétt á því að Phelps myndi bæta met sitt. Sú er orðin raunin. Fyrr í dag var Phelps fingurbroddi frá því að verða fyrsti sundkarlmaðurinn til þess að vinna sömu greinina þrjá leika í röð í 200 metra flugsundinu. Phelps hafði forystu þegar aðeins nokkrir metrar lifðu af sundinu. Hann virtist hins vegar örmagnast í lokin og missti Suður-Afríkumanninn Chad Le Clos fram úr sér í blálokin. Silfurverðlaunin voru hans önnur á leikunum en hann hafnaði einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi. Phelps hætti sundiðkun að loknum Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum þar sem hann vann til átta gullverðlauna sem er einstakt afrek. Eftir gott hlé hóf Phelps æfingar að nýju og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn.
Sund Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira