Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 19:35 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Phelps hefur unnið alls 15 gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á þeim þremur Ólympíuleikum sem hann hefur tekið þátt. Hann bætir met sovésku fimleikakonunnar Larisu Latyninu sem vann átján verðlaun samanlagt á leikunum í Melbourne (1956), Róm (1960) og Tókíó (1964). Hin 77 ára Latynina, sem vann alls níu gullverðlaun, var í áhorfendastúkunni og fylgdist með Phelps í dag. Fyrir leikana sagðist hún í samtali við Reuters að hún væri pottþétt á því að Phelps myndi bæta met sitt. Sú er orðin raunin. Fyrr í dag var Phelps fingurbroddi frá því að verða fyrsti sundkarlmaðurinn til þess að vinna sömu greinina þrjá leika í röð í 200 metra flugsundinu. Phelps hafði forystu þegar aðeins nokkrir metrar lifðu af sundinu. Hann virtist hins vegar örmagnast í lokin og missti Suður-Afríkumanninn Chad Le Clos fram úr sér í blálokin. Silfurverðlaunin voru hans önnur á leikunum en hann hafnaði einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi. Phelps hætti sundiðkun að loknum Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum þar sem hann vann til átta gullverðlauna sem er einstakt afrek. Eftir gott hlé hóf Phelps æfingar að nýju og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. Sund Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Phelps hefur unnið alls 15 gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á þeim þremur Ólympíuleikum sem hann hefur tekið þátt. Hann bætir met sovésku fimleikakonunnar Larisu Latyninu sem vann átján verðlaun samanlagt á leikunum í Melbourne (1956), Róm (1960) og Tókíó (1964). Hin 77 ára Latynina, sem vann alls níu gullverðlaun, var í áhorfendastúkunni og fylgdist með Phelps í dag. Fyrir leikana sagðist hún í samtali við Reuters að hún væri pottþétt á því að Phelps myndi bæta met sitt. Sú er orðin raunin. Fyrr í dag var Phelps fingurbroddi frá því að verða fyrsti sundkarlmaðurinn til þess að vinna sömu greinina þrjá leika í röð í 200 metra flugsundinu. Phelps hafði forystu þegar aðeins nokkrir metrar lifðu af sundinu. Hann virtist hins vegar örmagnast í lokin og missti Suður-Afríkumanninn Chad Le Clos fram úr sér í blálokin. Silfurverðlaunin voru hans önnur á leikunum en hann hafnaði einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi. Phelps hætti sundiðkun að loknum Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum þar sem hann vann til átta gullverðlauna sem er einstakt afrek. Eftir gott hlé hóf Phelps æfingar að nýju og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn.
Sund Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira