Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn 31. júlí 2012 10:29 Höfuðhylur er einn þeirra veiðistaða í efri hluta Elliðaánna sem gaf lax í gær, en flugusvæðið kemur sterkt inn í veiðina í byrjun ágúst. Mynd/Svavar Hávarðsson Þokkaleg veiði er í Elliðaánum þessa dagana þótt nokkuð hafi dregið úr veiði upp á síðkastið eftir frábæra byrjun. Árnar halda þó vel sínum hlut í samanburði við aðrar ár og dýrari. Þannig eru nú komnir 655 laxar á land sem er meiri veiði en margar aðrar ár geta státað af, segir í frétt á vef SVFR. Á morgunvaktinni í gær veiddust 9 laxar. Þar af voru tveir grálúsugir úr Sjávarfossi sem fengust strax um morguninn. Þá veiddist fiskur í Móhylsstrengjum skammt ofan veiðihússins. Sá lax var einnig nýgenginn. Samkvæmt teljaranum eru nú gengnir ríflega 1.000 laxar í árnar og enn gengur nokkuð af fiski um teljarann á hverjum sólarhring. Nú er hins vegar að ganga í garð sá tími sumars þegar flugusvæðið á efri hluta Elliðaánna fer að koma sterkt inn, enda kom það í ljós á morgunvaktinni. Þá gáfu Höfuðhylur, Símastrengur, Hraunið, Hundasteinar og Árbæjarhylur allir laxa. Sterkustu flugurnar eru Frances í rauðu og svörtu, Green Butt, Sunray Shadow o.fl. Algengar stærðir eru 14 til 16, ef Sunray Shadow er undanskilin, en ½" túbur af þeirri gerð eru fengsælar. Þá eru „hitch" smátúburnar einnig skæðar. Í frétt SVFR segir að í þurrkatíðinni í sumar hefur mörgum gengið erfiðlega að útvega sér maðk, en hann er sterkt agn í neðri hluta Elliðaánna, eins og margir vita. Því hefur verið boðið upp á þá þjónustu í veiðihúsinu í sumar að selja þeim sem þurfandi eru maðk og hefur það mælst vel fyrir. Verður framhald á þessari þjónustu svo lengi sem eitthvað er til af maðki. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Þokkaleg veiði er í Elliðaánum þessa dagana þótt nokkuð hafi dregið úr veiði upp á síðkastið eftir frábæra byrjun. Árnar halda þó vel sínum hlut í samanburði við aðrar ár og dýrari. Þannig eru nú komnir 655 laxar á land sem er meiri veiði en margar aðrar ár geta státað af, segir í frétt á vef SVFR. Á morgunvaktinni í gær veiddust 9 laxar. Þar af voru tveir grálúsugir úr Sjávarfossi sem fengust strax um morguninn. Þá veiddist fiskur í Móhylsstrengjum skammt ofan veiðihússins. Sá lax var einnig nýgenginn. Samkvæmt teljaranum eru nú gengnir ríflega 1.000 laxar í árnar og enn gengur nokkuð af fiski um teljarann á hverjum sólarhring. Nú er hins vegar að ganga í garð sá tími sumars þegar flugusvæðið á efri hluta Elliðaánna fer að koma sterkt inn, enda kom það í ljós á morgunvaktinni. Þá gáfu Höfuðhylur, Símastrengur, Hraunið, Hundasteinar og Árbæjarhylur allir laxa. Sterkustu flugurnar eru Frances í rauðu og svörtu, Green Butt, Sunray Shadow o.fl. Algengar stærðir eru 14 til 16, ef Sunray Shadow er undanskilin, en ½" túbur af þeirri gerð eru fengsælar. Þá eru „hitch" smátúburnar einnig skæðar. Í frétt SVFR segir að í þurrkatíðinni í sumar hefur mörgum gengið erfiðlega að útvega sér maðk, en hann er sterkt agn í neðri hluta Elliðaánna, eins og margir vita. Því hefur verið boðið upp á þá þjónustu í veiðihúsinu í sumar að selja þeim sem þurfandi eru maðk og hefur það mælst vel fyrir. Verður framhald á þessari þjónustu svo lengi sem eitthvað er til af maðki. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði