Krónan styrkist Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2012 13:00 Gengi krónunnar hefur styrkst um hátt í 11% á síðustu fimm mánuðum og hefur ekki verið sterkara síðan í byrjun síðasta árs. Mikil árstíðarsveifla er í gengi krónunnar og því líklegt að hún muni veikjast aftur með haustinu. Þetta kemur fram í morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar fór hæst í rúm 229 stig undir lok mars en var klukkan níu í morgun rúm 207 stig sem er hátt í ellefu prósenta styrking á tæpum fimm mánuðum. Mest hefur styrkingin orðið síðustu vikurnar en frá því í byrjun júlí hefur hún styrkst um sjö prósent. Lægri gengisvísitala gerir það að verkum að gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum landsins lækkar gagnvart Íslendingum, þannig kostar evran nú tæpar 148 krónur en var á rúmar 159 krónur í byrjun júlí og sömuleiðis kostar Bandaríkjadalur nú tæpar 120 krónur en var á 129 krónur um miðjan júlí. Gengi krónunnar er nú fimm prósentum hærra en það var á sama tíma í fyrra en greiningardeild Íslandsbanka telur ekki útilokað að krónan muni styrkjast enn frekar á næstu vikum en í fyrra styrktist krónan fram í lok október. Mikil árstíðarbundin sveifla er því í gengi krónunnar okkar og það má helst rekja til gjaldeyrisflæði vegna vöru- og þjónustuskipta innan haftanna og þar hefur straumur erlendra ferðamanna til landsins mikið að segja. Það er hins vegar líklegt að krónan gefi eftir að nýju yfir vetrartímann í takti við óhagstæðari vöru- og þjónustujöfnuð. Þá telur greiningardeildin líklegt að þar sem sveiflan er svona sterk þá sé líklegt að fyrirtæki í vöru og þjónustuviðskiptum reyni í auknum mæli að verja sig fyrir henni til dæmis með gerð framvirkra gjaldeyrissamninga sem eru leyfilegir innan haftanna svo lengi sem þeir tengjast viðskiptum með vöru og þjónustu. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Gengi krónunnar hefur styrkst um hátt í 11% á síðustu fimm mánuðum og hefur ekki verið sterkara síðan í byrjun síðasta árs. Mikil árstíðarsveifla er í gengi krónunnar og því líklegt að hún muni veikjast aftur með haustinu. Þetta kemur fram í morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar fór hæst í rúm 229 stig undir lok mars en var klukkan níu í morgun rúm 207 stig sem er hátt í ellefu prósenta styrking á tæpum fimm mánuðum. Mest hefur styrkingin orðið síðustu vikurnar en frá því í byrjun júlí hefur hún styrkst um sjö prósent. Lægri gengisvísitala gerir það að verkum að gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum landsins lækkar gagnvart Íslendingum, þannig kostar evran nú tæpar 148 krónur en var á rúmar 159 krónur í byrjun júlí og sömuleiðis kostar Bandaríkjadalur nú tæpar 120 krónur en var á 129 krónur um miðjan júlí. Gengi krónunnar er nú fimm prósentum hærra en það var á sama tíma í fyrra en greiningardeild Íslandsbanka telur ekki útilokað að krónan muni styrkjast enn frekar á næstu vikum en í fyrra styrktist krónan fram í lok október. Mikil árstíðarbundin sveifla er því í gengi krónunnar okkar og það má helst rekja til gjaldeyrisflæði vegna vöru- og þjónustuskipta innan haftanna og þar hefur straumur erlendra ferðamanna til landsins mikið að segja. Það er hins vegar líklegt að krónan gefi eftir að nýju yfir vetrartímann í takti við óhagstæðari vöru- og þjónustujöfnuð. Þá telur greiningardeildin líklegt að þar sem sveiflan er svona sterk þá sé líklegt að fyrirtæki í vöru og þjónustuviðskiptum reyni í auknum mæli að verja sig fyrir henni til dæmis með gerð framvirkra gjaldeyrissamninga sem eru leyfilegir innan haftanna svo lengi sem þeir tengjast viðskiptum með vöru og þjónustu.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira