Hannar á lítil höfuð 10. ágúst 2012 09:29 Thelma byrjaði að hanna hárböndin fyrir dóttur sína, Lilju Margréti. Mikil föndurkona Thelma Þorsteinsdóttir hannar hárbönd og húfur á litlar stelpur undir merkinu Líla Liríó sem er til komið á skemmtilegan hátt. Hún hefur haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri. Thelma Þorsteinsdóttir hefur undanfarið ár hannað falleg hárbönd á litlar stelpur. "Þegar ég eignaðist dóttur fyrir um ári síðan fann ég ekki neitt sem mig langaði að punta hana með þannig að ég ákvað að gera þetta bara sjálf," segir Thelma aðspurð um tilkomu hönnunarinnar. Hún byrjaði að gera hárbönd og hárskraut fyrir Lilju Margréti, dóttur sína, en svo fóru mömmurnar í mömmuklúbbnum hennar Thelmu að biðja hana að gera skraut fyrir sínar dætur, þannig vatt þetta allt upp á sig. "Þetta varð strax vinsælt þannig að fleiri hafa líklega lent í því að finna ekkert hárskraut á litlu stelpurnar sínar. Ég nota aðallega satín og skraut sem ég kaupi sérstaklega fyrir þetta." Thelma stundaði nám í fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn þar til hún varð barnshafandi. "Ég kláraði námið ekki alveg en stefni á að gera það fljótlega. Ég veit bara ekki hvar í heiminum ég ætla að gera það en mér finnst best að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég hef alltaf verið ævintýramanneskja og þegar ég var yngri fór ég til dæmis alein í knattspyrnuskóla í Englandi og í þrjá mánuði til Miami í enskuskóla. Það verður bara enn meiri áskorun að fara á einhvern spennandi stað nú þegar ég á barn,"segir hún. Hönnun Thelmu kallast Líla Liríó en nafnið er vísun í nafn dótturinnar. "Litli frændi okkar kallaði Lilju alltaf Lílu og svo er spænska útgáfan af Lilja Liríó þannig að nafnið þýðir í raun LiljaLilja''. Ég ætlaði alltaf að breyta nafninu en það er orðið svolítið seint að gera það núna þegar þetta er orðið svolítið þekkt." Þegar Thelma var tíu ára saumaði hún sér náttbuxur sem hún gekk í meirihlutann af grunnskólaárum sínum. "Ég hef haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri og ég hef alltaf verið að hanna og smíða eitthvað. Í dag sauma ég kjóla á sjálfa mig og geri hárskrautið en ég væri til í að leggja þetta fyrir mig og gera þetta að fullu starfi en hafa þetta ekki aðeins sem áhugamál eins og þetta er í dag." Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Mikil föndurkona Thelma Þorsteinsdóttir hannar hárbönd og húfur á litlar stelpur undir merkinu Líla Liríó sem er til komið á skemmtilegan hátt. Hún hefur haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri. Thelma Þorsteinsdóttir hefur undanfarið ár hannað falleg hárbönd á litlar stelpur. "Þegar ég eignaðist dóttur fyrir um ári síðan fann ég ekki neitt sem mig langaði að punta hana með þannig að ég ákvað að gera þetta bara sjálf," segir Thelma aðspurð um tilkomu hönnunarinnar. Hún byrjaði að gera hárbönd og hárskraut fyrir Lilju Margréti, dóttur sína, en svo fóru mömmurnar í mömmuklúbbnum hennar Thelmu að biðja hana að gera skraut fyrir sínar dætur, þannig vatt þetta allt upp á sig. "Þetta varð strax vinsælt þannig að fleiri hafa líklega lent í því að finna ekkert hárskraut á litlu stelpurnar sínar. Ég nota aðallega satín og skraut sem ég kaupi sérstaklega fyrir þetta." Thelma stundaði nám í fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn þar til hún varð barnshafandi. "Ég kláraði námið ekki alveg en stefni á að gera það fljótlega. Ég veit bara ekki hvar í heiminum ég ætla að gera það en mér finnst best að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég hef alltaf verið ævintýramanneskja og þegar ég var yngri fór ég til dæmis alein í knattspyrnuskóla í Englandi og í þrjá mánuði til Miami í enskuskóla. Það verður bara enn meiri áskorun að fara á einhvern spennandi stað nú þegar ég á barn,"segir hún. Hönnun Thelmu kallast Líla Liríó en nafnið er vísun í nafn dótturinnar. "Litli frændi okkar kallaði Lilju alltaf Lílu og svo er spænska útgáfan af Lilja Liríó þannig að nafnið þýðir í raun LiljaLilja''. Ég ætlaði alltaf að breyta nafninu en það er orðið svolítið seint að gera það núna þegar þetta er orðið svolítið þekkt." Þegar Thelma var tíu ára saumaði hún sér náttbuxur sem hún gekk í meirihlutann af grunnskólaárum sínum. "Ég hef haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri og ég hef alltaf verið að hanna og smíða eitthvað. Í dag sauma ég kjóla á sjálfa mig og geri hárskrautið en ég væri til í að leggja þetta fyrir mig og gera þetta að fullu starfi en hafa þetta ekki aðeins sem áhugamál eins og þetta er í dag."
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira