HB Grandi segist tapa yfir þremur milljörðum á veiðileyfagjaldinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. ágúst 2012 16:40 Tekjur af rekstri HB Granda námu 93,3 milljónum evra, eða rúmum 14 milljörðum króna, á fyrri hluta ársins en voru 76,3 milljónir evra árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, eða EBITDA, var 28,7 milljónir evra, eða um 4,4 milljarðar króna, en var 25,2 milljónir árið áður. Bættur árangur er fyrst og fremst skýrður með góðri afkomu loðnuvertíðar. Tap tímabilsins nemur hins vegar 1,5 milljónum evra. Tapið skýrist einkum af gjaldfærslu vegna virðisrýrnunar aflaheimilda upp á 21,6 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna. Árið áður var hagnaður 15,7 milljónir evra, eða 2,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni er bent á að Alþingi samþykkti í lok júní síðastliðnum ný lög um veiðigjöld sem fela í sér að veiðigjöld HB Granda hf. rúmlega fjórfaldast frá síðasta fiskveiðiári. Miðað við forsendur laganna nema áætluð veiðigjöld til greiðslu vegna fiskveiðiársins 2012/2013 2,0 milljörðum króna. Eftir það er gert ráð fyrir stighækkandi sérstöku veiðigjaldi þar til veiðigjöldin á fiskveiðiárinu 2016/2017 ná 65% af sérstaklega reiknaðri rentu allra sjávarútvegsfyrirtækja samanlagt byggt á almanaksárinu 2014. Segir að veruleg hækkun á veiðigjöldum félagsins lækki rekstrarvirði þess. HB Grandi segir að virðisrýrnunarpróf hafi verið framkvæmt á aflaheimildum í lok júní síðastliðins með því að reikna endurheimtanlegt virði þeirra. Niðurstaða virðisrýrnunarprófs sýnir að rekstrarvirði félagsins lækki um 136 milljón evrur ( eða um 22,3 milljarða króna). Það er úr 397 milljón evrum í 260 milljónir evra á fyrri hluta ársins sem skýrist af hækkun á veiðigjaldi. Í árslok 2011 var reiknað virði eigna félagsins talsvert umfram bókfært verð þeirra eða sem nemur 143 milljón evrum. HB Grandi segir að eingöngu keyptar aflaheimildir félagsins séu færðar til eignar. Bókfærðar aflaheimildir í uppsjávarfiski hafi ekki rýrnað í virði, en bókfærðar aflaheimildir botnfisks hafa orðið fyrir 3,5 milljarða króna virðisrýrnun. Tilkynning HB Granda til Kauphallarinnar. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Tekjur af rekstri HB Granda námu 93,3 milljónum evra, eða rúmum 14 milljörðum króna, á fyrri hluta ársins en voru 76,3 milljónir evra árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, eða EBITDA, var 28,7 milljónir evra, eða um 4,4 milljarðar króna, en var 25,2 milljónir árið áður. Bættur árangur er fyrst og fremst skýrður með góðri afkomu loðnuvertíðar. Tap tímabilsins nemur hins vegar 1,5 milljónum evra. Tapið skýrist einkum af gjaldfærslu vegna virðisrýrnunar aflaheimilda upp á 21,6 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna. Árið áður var hagnaður 15,7 milljónir evra, eða 2,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni er bent á að Alþingi samþykkti í lok júní síðastliðnum ný lög um veiðigjöld sem fela í sér að veiðigjöld HB Granda hf. rúmlega fjórfaldast frá síðasta fiskveiðiári. Miðað við forsendur laganna nema áætluð veiðigjöld til greiðslu vegna fiskveiðiársins 2012/2013 2,0 milljörðum króna. Eftir það er gert ráð fyrir stighækkandi sérstöku veiðigjaldi þar til veiðigjöldin á fiskveiðiárinu 2016/2017 ná 65% af sérstaklega reiknaðri rentu allra sjávarútvegsfyrirtækja samanlagt byggt á almanaksárinu 2014. Segir að veruleg hækkun á veiðigjöldum félagsins lækki rekstrarvirði þess. HB Grandi segir að virðisrýrnunarpróf hafi verið framkvæmt á aflaheimildum í lok júní síðastliðins með því að reikna endurheimtanlegt virði þeirra. Niðurstaða virðisrýrnunarprófs sýnir að rekstrarvirði félagsins lækki um 136 milljón evrur ( eða um 22,3 milljarða króna). Það er úr 397 milljón evrum í 260 milljónir evra á fyrri hluta ársins sem skýrist af hækkun á veiðigjaldi. Í árslok 2011 var reiknað virði eigna félagsins talsvert umfram bókfært verð þeirra eða sem nemur 143 milljón evrum. HB Grandi segir að eingöngu keyptar aflaheimildir félagsins séu færðar til eignar. Bókfærðar aflaheimildir í uppsjávarfiski hafi ekki rýrnað í virði, en bókfærðar aflaheimildir botnfisks hafa orðið fyrir 3,5 milljarða króna virðisrýrnun. Tilkynning HB Granda til Kauphallarinnar.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira