Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þór/KA 1-1 | Titillinn þarf að bíða Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 29. ágúst 2012 13:29 Mynd/Valli Þór/KA náði ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þar sem að liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Þór/KA þurfti að vinna leikinn og treysta á að Stjarnan myndi tapa stigum gegn Aftureldingu á sama tíma. Stjarnan vann hins vegar öruggan sigur í sínum leik en Þór/KA getur tryggt sér titilinn með sigur á Selfossi á þriðjudaginn næstkomandi. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir með laglegu skoti á 36. mínútu en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fyrir gestina í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ekkert mark var svo skorað í síðari hálfleik. ÍBV byrjaði leikinn betur og átti hættulegri færi. Gestirnir áttu í erfiðleikum með sólina í fyrri hálfleik og misreiknuðu boltann nokkrum sinnum á meðan ÍBV nýtti sér þau mistök til þess að skapa sér fjölda marktækifæra. Shaneka Gordon var dugleg í því að skapa sér færi og nýtti sér hraðann sinn til þess. Fyrsta alvöru færi leiksins fékk Gordon þegar hún skallaði boltann inn fyrir vörnina á sjálfa sig og skaut boltanum rétt framhjá í sannkölluðu dauðafæri. Fyrsta mark leiksins kom svo á 36. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk boltann við vítateigslínuna og lagði boltann fallega í hornið framhjá Chantel sem kom engum vörnum við. Eftir mark Kristínar sóttu gestirnir aðeins meira og skutu meira á markið. Þær náðu jöfnunarmarkinu á 45. mínútu þegar Katrín Ásbjörnsdóttir fékk boltann í miðjum vítateignum og skaut föstu skoti niðri í hægra hornið, algjörlega óverjandi fyrir Bryndísi í markinu sem átti annars nokkuð góðan leik. Seinni hálfleikur var eign ÍBV. Á 77. mínútu kom frábær sending á Vesnu Smiljkovic sem setti boltann á undan sér en var svo tekin niður af Örnu Sif rétt fyrir utan vítateiginn. Stuðningsmenn og þjálfarar ÍBV vildu fá rautt spjald en Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, gaf Örnu gult. Shaneka Gordon fékk svo síðasta færi leiksins á 89. mínútu þegar hún slapp í gegn eftir mistök í vörn gestanna en skaut í stöngina úr dauðafæri. Jafntefli 1-1 varð því niðurstaðan. Með því styrkir Þór/KA stöðu sína á toppi deildarinnar á meðan ÍBV situr sem fastast í þriðja sætinu.Jón Ólafur: Sköpuðum urmul af færum „Við spiluðum eins og við lögðum upp alveg frá A-Ö. Það er mjög erfitt að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks en við létum það alls ekki slá okkur út af laginu," sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV. „Mér fannst við ráða leiknum allan leikinn, bæði í fyrri og seinni hálfleik og sköpuðum okkur urmul af færum. Við náðum bara ekki að nýta þau," sagði Jón um leikinn. „Ég treysti varamönnunum mínum fullkomlega en í þessum leik vorum við að skapa okkur helling af færum. Við vorum alltaf mjög líklegar til að setja annað mark, þess vegna vildi ég halda leikmönnunum sem byrjuðu leikinn inn á vellinum," sagði Jón Ólafur en hann notaði ekki neina skiptingu í leiknum í dag.Jóhann Kristinn: Frábært stig í Eyjum „Á móti góðum liðum er mjög erfitt að gera nákvæmlega það sem mann langar að gera. Við lögðum upp með að vera þéttar og gefa fá tækifæri á okkur, mér fannst við gefa aðeins of mikið af plássi á köflum í fyrri hálfleik," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA í leikslok. „Gamla klisjan að skora rétt fyrir hálfleik - ef að það er einhver frábær tímasetning á marki þá er það jöfnunarmark alveg í blálokin á fyrri hálfleik. Við áttum það algjörlega skilið þannig að það var bara gott," sagði Jóhann en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að taka þessi seinustu skref núna, stig í Vestmannaeyjum er frábært. Þetta þýðir það að við eigum ennþá möguleika á að klára mótið taplausar á útivelli og við stefnum að því," sagði Jóhann en Þór/KA tryggir sér titilinn sigri þær í næsta leik.Arna Sif: Skref í rétta átt „Já þetta er stórt skref í rétta átt. Við ætluðum að liggja til baka og reyna að loka á sóknarmenn þeirra og það gekk nokkuð vel fannst mér," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA. „Það var mjög kærkomið að skora fyrir hálfleik, það gerir seinni hálfleikinn auðveldari," sagði Arna glöð í leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Þór/KA náði ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þar sem að liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Þór/KA þurfti að vinna leikinn og treysta á að Stjarnan myndi tapa stigum gegn Aftureldingu á sama tíma. Stjarnan vann hins vegar öruggan sigur í sínum leik en Þór/KA getur tryggt sér titilinn með sigur á Selfossi á þriðjudaginn næstkomandi. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir með laglegu skoti á 36. mínútu en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fyrir gestina í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ekkert mark var svo skorað í síðari hálfleik. ÍBV byrjaði leikinn betur og átti hættulegri færi. Gestirnir áttu í erfiðleikum með sólina í fyrri hálfleik og misreiknuðu boltann nokkrum sinnum á meðan ÍBV nýtti sér þau mistök til þess að skapa sér fjölda marktækifæra. Shaneka Gordon var dugleg í því að skapa sér færi og nýtti sér hraðann sinn til þess. Fyrsta alvöru færi leiksins fékk Gordon þegar hún skallaði boltann inn fyrir vörnina á sjálfa sig og skaut boltanum rétt framhjá í sannkölluðu dauðafæri. Fyrsta mark leiksins kom svo á 36. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk boltann við vítateigslínuna og lagði boltann fallega í hornið framhjá Chantel sem kom engum vörnum við. Eftir mark Kristínar sóttu gestirnir aðeins meira og skutu meira á markið. Þær náðu jöfnunarmarkinu á 45. mínútu þegar Katrín Ásbjörnsdóttir fékk boltann í miðjum vítateignum og skaut föstu skoti niðri í hægra hornið, algjörlega óverjandi fyrir Bryndísi í markinu sem átti annars nokkuð góðan leik. Seinni hálfleikur var eign ÍBV. Á 77. mínútu kom frábær sending á Vesnu Smiljkovic sem setti boltann á undan sér en var svo tekin niður af Örnu Sif rétt fyrir utan vítateiginn. Stuðningsmenn og þjálfarar ÍBV vildu fá rautt spjald en Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, gaf Örnu gult. Shaneka Gordon fékk svo síðasta færi leiksins á 89. mínútu þegar hún slapp í gegn eftir mistök í vörn gestanna en skaut í stöngina úr dauðafæri. Jafntefli 1-1 varð því niðurstaðan. Með því styrkir Þór/KA stöðu sína á toppi deildarinnar á meðan ÍBV situr sem fastast í þriðja sætinu.Jón Ólafur: Sköpuðum urmul af færum „Við spiluðum eins og við lögðum upp alveg frá A-Ö. Það er mjög erfitt að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks en við létum það alls ekki slá okkur út af laginu," sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV. „Mér fannst við ráða leiknum allan leikinn, bæði í fyrri og seinni hálfleik og sköpuðum okkur urmul af færum. Við náðum bara ekki að nýta þau," sagði Jón um leikinn. „Ég treysti varamönnunum mínum fullkomlega en í þessum leik vorum við að skapa okkur helling af færum. Við vorum alltaf mjög líklegar til að setja annað mark, þess vegna vildi ég halda leikmönnunum sem byrjuðu leikinn inn á vellinum," sagði Jón Ólafur en hann notaði ekki neina skiptingu í leiknum í dag.Jóhann Kristinn: Frábært stig í Eyjum „Á móti góðum liðum er mjög erfitt að gera nákvæmlega það sem mann langar að gera. Við lögðum upp með að vera þéttar og gefa fá tækifæri á okkur, mér fannst við gefa aðeins of mikið af plássi á köflum í fyrri hálfleik," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA í leikslok. „Gamla klisjan að skora rétt fyrir hálfleik - ef að það er einhver frábær tímasetning á marki þá er það jöfnunarmark alveg í blálokin á fyrri hálfleik. Við áttum það algjörlega skilið þannig að það var bara gott," sagði Jóhann en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að taka þessi seinustu skref núna, stig í Vestmannaeyjum er frábært. Þetta þýðir það að við eigum ennþá möguleika á að klára mótið taplausar á útivelli og við stefnum að því," sagði Jóhann en Þór/KA tryggir sér titilinn sigri þær í næsta leik.Arna Sif: Skref í rétta átt „Já þetta er stórt skref í rétta átt. Við ætluðum að liggja til baka og reyna að loka á sóknarmenn þeirra og það gekk nokkuð vel fannst mér," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA. „Það var mjög kærkomið að skora fyrir hálfleik, það gerir seinni hálfleikinn auðveldari," sagði Arna glöð í leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira