„Hvað ef þetta hefði verið Anders Breivik á upptökunni í Eyjum?" Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. ágúst 2012 12:16 Frá Herjólfsdal. Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira