Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikaraparið Brad Pitt, 48 ára, og Angelinu Jolie, 37 ára, ásamt börnunum Zahara, Shiloh, Vivienne, og Knox yfirgefa veitingahús í Frakklandi eftir að hafa snætt hádegisverð. Fjölskyldan snæddi fimm pizzur saman að sögn sjónarvotta.
Eins og sjá má í myndbrotinu sem er greinilega tekið upp á síma klöppuðu veitingahúsagestir fyrir fjölskyldunni sem gekk hröðum skrefum í bifreið sem beið þeirra.
Orðrómur um leynilegt brúðkaup hefur ekki enn orðið að veruleika hjá Brad og Angelinu en heimurinn bíður spenntur eftir að stjörnurnar pússi sig saman.
Lífið