Fagnar því að „leiða sé leitað“ við að afnema höft Magnús Halldórsson skrifar 28. ágúst 2012 12:00 Seðlabanki Íslands. Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar því að Seðlabanki Íslands skuli leita leiða til þess að afnema höft. Hann segist skilja vel að bankinn vilji setja varrúðarreglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis, þar sem það fari saman við hagsmuni almennings. Seðlabanki Íslands kynnti í gær sérrit um varrúðarreglur eftir gjaldeyrishöft, þar sem til umfjöllunar eru reglur sem bankinn að þurfi að innleiða til þess að takmarka áhættu við afnám gjaldeyrishafta, það er þannig að mikið útflæði á fjármagni, á skömmum tíma, grafi ekki undan efnahag landsins og fjármálakerfinu. Í ritinu er sérstaklega nefnt að bankinn, Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld þurfi að mynda starfshóp, sem vinni í sameiningu að innleiðingu reglna og eftir atvikum laga um þessi mál. Sérstaklega er vikið að því, að takmarka þurfi fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis, þannig að þeir geti ekki flutt mikið fjármagn úr landi á skömmum tíma. Seðlabankinn segir að þetta megi gera með þrennum hætti: i. Setja þak á kaup lífeyrissjóðanna á erlendum eignum í hverjum mánuði eða ársfjórðungi. ii. Setja þak á hlutfall iðgjalda umfram útgreiðslur sem heimilt væri að ráðstafa til fjárfestingar erlendis. iii. Lágmarka tímabundið leyfilegt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða. Gunnar Baldvinsson, formaður Landsamtaka lífeyrissjóðanna og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segist fagna því að bankinn vinni að því hörðum höndum að skapa umhverfi fyrir afnám hafta, og segist jafnframt hafa skilning á því að horft sé til fjárfestinga lífeyrissjóðanna erlendis í því samhengi. „Mér finnst það fagnaðarefni að Seðlabanki Íslands sé að leita leiða til þess að afnema höftin. Ég hef fullan skilning á því að horft sé til þess að takmarka áhættu af fjárfestingu erlendis, þegar kemur að lífeyrissjóðunum. Þeir eru langtímafjárfestar og fjárfesting í erlendum eignum þarf að taka mið af þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi hér, þannig að hún þjóni sem tilgangi sínum sem áhættudreifing, og þar með okkar hagsmunir," segir Gunnar. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar því að Seðlabanki Íslands skuli leita leiða til þess að afnema höft. Hann segist skilja vel að bankinn vilji setja varrúðarreglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis, þar sem það fari saman við hagsmuni almennings. Seðlabanki Íslands kynnti í gær sérrit um varrúðarreglur eftir gjaldeyrishöft, þar sem til umfjöllunar eru reglur sem bankinn að þurfi að innleiða til þess að takmarka áhættu við afnám gjaldeyrishafta, það er þannig að mikið útflæði á fjármagni, á skömmum tíma, grafi ekki undan efnahag landsins og fjármálakerfinu. Í ritinu er sérstaklega nefnt að bankinn, Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld þurfi að mynda starfshóp, sem vinni í sameiningu að innleiðingu reglna og eftir atvikum laga um þessi mál. Sérstaklega er vikið að því, að takmarka þurfi fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis, þannig að þeir geti ekki flutt mikið fjármagn úr landi á skömmum tíma. Seðlabankinn segir að þetta megi gera með þrennum hætti: i. Setja þak á kaup lífeyrissjóðanna á erlendum eignum í hverjum mánuði eða ársfjórðungi. ii. Setja þak á hlutfall iðgjalda umfram útgreiðslur sem heimilt væri að ráðstafa til fjárfestingar erlendis. iii. Lágmarka tímabundið leyfilegt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða. Gunnar Baldvinsson, formaður Landsamtaka lífeyrissjóðanna og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segist fagna því að bankinn vinni að því hörðum höndum að skapa umhverfi fyrir afnám hafta, og segist jafnframt hafa skilning á því að horft sé til fjárfestinga lífeyrissjóðanna erlendis í því samhengi. „Mér finnst það fagnaðarefni að Seðlabanki Íslands sé að leita leiða til þess að afnema höftin. Ég hef fullan skilning á því að horft sé til þess að takmarka áhættu af fjárfestingu erlendis, þegar kemur að lífeyrissjóðunum. Þeir eru langtímafjárfestar og fjárfesting í erlendum eignum þarf að taka mið af þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi hér, þannig að hún þjóni sem tilgangi sínum sem áhættudreifing, og þar með okkar hagsmunir," segir Gunnar.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira