Hömlur verði settar á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. ágúst 2012 17:35 Seðlabankinn telur nauðsynlegt að settar verði varúðarreglur um erlenda fjárfestingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þetta yrði gert í ljósi mikils mögulegs útflæðis af eignum lífeyrissjóðanna við afnám gjaldeyrishafta. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um varúðarráðstafanir eftir fjármagnshöft kemur fram að hlutfallslega séu eignir íslensku lífeyrissjóðanna með því hæsta sem gerist í löndunum sem við berum okkur helst saman við. Eignir þeirra eru um þessa mundir um 140% af vergri landsframleiðslu eða um 40% af skuldum einkageirans á Íslandi. Seðlabankinn segir að áhættudreifing á svo stóru eignasafni sé mikilvæg. Vegna stærðar sinnar fari hagsmunir lífeyrissjóðanna og hagkerfisins í heild saman. Fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna megi ekki ógna fjármálastöðugleika. Í ljósi mikils mögulegs útflæðis af eignum lífeyrissjóðanna við afnám fjármagnshafta telur Seðlabankinn nauðsynlegt að setja varúðarreglur um erlenda fjárfestingu þeirra fyrst um sinn, til að koma í veg fyrir mikinn þrýsting á gengi krónunnar af þeirra sökum. Seðlabankinn segir að með tímabundnum takmörkum á hversu mikið erlendar eignir lífeyrissjóðanna geti aukist á gefnu tímabili í hlutfalli við heildareignir, yrði reynt að takmarka möguleg neikvæð áhrif af erlendri fjárfestingu sjóðanna. Hafa beri í huga þó að erlend fjárfesting er sjóðunum til lengri tíma litið nauðsynleg til að tryggja viðunandi áhættudreifingu í eignasöfnum sínum. Seðlabankinn segir að þetta megi gera með þrennum hætti: i. Setja þak á kaup lífeyrissjóðanna á erlendum eignum í hverjum mánuði eða ársfjórðungi. ii. Setja þak á hlutfall iðgjalda umfram útgreiðslur sem heimilt væri að ráðstafa til fjárfestingar erlendis. iii. Lágmarka tímabundið leyfilegt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Seðlabankinn telur nauðsynlegt að settar verði varúðarreglur um erlenda fjárfestingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þetta yrði gert í ljósi mikils mögulegs útflæðis af eignum lífeyrissjóðanna við afnám gjaldeyrishafta. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um varúðarráðstafanir eftir fjármagnshöft kemur fram að hlutfallslega séu eignir íslensku lífeyrissjóðanna með því hæsta sem gerist í löndunum sem við berum okkur helst saman við. Eignir þeirra eru um þessa mundir um 140% af vergri landsframleiðslu eða um 40% af skuldum einkageirans á Íslandi. Seðlabankinn segir að áhættudreifing á svo stóru eignasafni sé mikilvæg. Vegna stærðar sinnar fari hagsmunir lífeyrissjóðanna og hagkerfisins í heild saman. Fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna megi ekki ógna fjármálastöðugleika. Í ljósi mikils mögulegs útflæðis af eignum lífeyrissjóðanna við afnám fjármagnshafta telur Seðlabankinn nauðsynlegt að setja varúðarreglur um erlenda fjárfestingu þeirra fyrst um sinn, til að koma í veg fyrir mikinn þrýsting á gengi krónunnar af þeirra sökum. Seðlabankinn segir að með tímabundnum takmörkum á hversu mikið erlendar eignir lífeyrissjóðanna geti aukist á gefnu tímabili í hlutfalli við heildareignir, yrði reynt að takmarka möguleg neikvæð áhrif af erlendri fjárfestingu sjóðanna. Hafa beri í huga þó að erlend fjárfesting er sjóðunum til lengri tíma litið nauðsynleg til að tryggja viðunandi áhættudreifingu í eignasöfnum sínum. Seðlabankinn segir að þetta megi gera með þrennum hætti: i. Setja þak á kaup lífeyrissjóðanna á erlendum eignum í hverjum mánuði eða ársfjórðungi. ii. Setja þak á hlutfall iðgjalda umfram útgreiðslur sem heimilt væri að ráðstafa til fjárfestingar erlendis. iii. Lágmarka tímabundið leyfilegt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira