Seðlabankinn birtir sérrit um varúðarreglur eftir fjármagnshöft 27. ágúst 2012 17:11 Seðlabankinn hefur birt á heimasíðu sinni sérritið Varúðarreglur eftir fjármagnshöft; Skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra. Í áætlun um losun gjaldeyrishafta sem birt var 25. mars 2011 var boðað að áður en fjármagnshöft yrðu losuð gagnvart innlendum aðilum þyrfti að setja varúðarreglur sem miðuðu að því að verja fjármálakerfið gegn þeirri áhættu sem fylgt gæti óheftum fjármagnshreyfingum, þ.m.t. lausafjáráhættu í gjaldeyrisbundnum efnahagsreikningum fjármálastofnana og áhættu sem felst í lánveitingum í erlendri mynt til innlendra aðila sem ekki hafa tekjur eða undirliggjandi eignir sem fylgja erlendum myntum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um að setja tímabundnar hömlur á hversu hratt lífeyrissjóðir geta byggt upp erlendar eignir sínar eftir að höft hafa verið losuð. Þá fjallar skýrslan um hugsanlegar reglur eða stjórntæki sem nota mætti til að bregðast við óhóflegu fjármagnsinnstreymi af því tagi sem varð hér á landi í aðdraganda fjármálakreppunnar. Í framhaldi af útgáfu skýrslunnar mun hefjast vinna af hálfu viðeigandi ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við að móta reglur af þessu tagi í endanlegu formi, þ.m.t. að gera tillögur að lagabreytingum þar sem við á. Í fyrri hluta skýrslunnar er nánar lýst í hverju sú vinna felst. Fjármagnshreyfingar milli landa auka að jafnaði verðmætasköpun og velferð, en fjármagnsflæðinu getur einnig fylgt áhætta. Þær varúðarreglur sem rætt er um í ritinu eiga að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig mun samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Hefðu þær verið í gildi fyrir hrun má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Seðlabankinn hefur birt á heimasíðu sinni sérritið Varúðarreglur eftir fjármagnshöft; Skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra. Í áætlun um losun gjaldeyrishafta sem birt var 25. mars 2011 var boðað að áður en fjármagnshöft yrðu losuð gagnvart innlendum aðilum þyrfti að setja varúðarreglur sem miðuðu að því að verja fjármálakerfið gegn þeirri áhættu sem fylgt gæti óheftum fjármagnshreyfingum, þ.m.t. lausafjáráhættu í gjaldeyrisbundnum efnahagsreikningum fjármálastofnana og áhættu sem felst í lánveitingum í erlendri mynt til innlendra aðila sem ekki hafa tekjur eða undirliggjandi eignir sem fylgja erlendum myntum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um að setja tímabundnar hömlur á hversu hratt lífeyrissjóðir geta byggt upp erlendar eignir sínar eftir að höft hafa verið losuð. Þá fjallar skýrslan um hugsanlegar reglur eða stjórntæki sem nota mætti til að bregðast við óhóflegu fjármagnsinnstreymi af því tagi sem varð hér á landi í aðdraganda fjármálakreppunnar. Í framhaldi af útgáfu skýrslunnar mun hefjast vinna af hálfu viðeigandi ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við að móta reglur af þessu tagi í endanlegu formi, þ.m.t. að gera tillögur að lagabreytingum þar sem við á. Í fyrri hluta skýrslunnar er nánar lýst í hverju sú vinna felst. Fjármagnshreyfingar milli landa auka að jafnaði verðmætasköpun og velferð, en fjármagnsflæðinu getur einnig fylgt áhætta. Þær varúðarreglur sem rætt er um í ritinu eiga að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig mun samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Hefðu þær verið í gildi fyrir hrun má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira