Framlegð Landsvirkjunar 110 milljónir króna á dag 24. ágúst 2012 17:45 Hörður Arnarson forstjóri segir mjög mikilvægt að halda áfram að lækka skuldir Landsvirkjunar. Framlegð Landsvirkjunar, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, svokölluð EBITDA, nam 80,4% prósentum af tekjum á fyrri helmingi ársins, samkvæmt sex mánaða uppgjöri sem birt var í dag. EBITDA nam 163,2 milljónum bandaríkjadala, eða 19,9 milljörðum íslenskra króna þetta hálfa ár. Afgangur Landsvirkjunar eftir venjulega rekstrarliði var þannig um 3,3 milljarðar króna á mánuði eða um 110 milljónir króna að jafnaði hvern einasta dag. Fyrir tveimur árum notaði þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, orðið „gullkvörn" á haustfundi Landsvirkjunar til að lýsa framtíðararðsemi fyrirtækisins og sagði að stækka þyrfti ríkiskassann til að rúma allan gróðann. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 46,9 milljónum bandaríkjadala, eða 5,7 milljörðum króna, en var um 6 milljarðar króna á sama tímabili árið áður. Heildareignir Landsvirkjunar nema nú um 548 milljörðum króna. Félagið skuldar hins vegar 348 milljarða króna. Eftir situr hrein eign upp á 200 milljarða króna og hefur eiginfjárhlutfall hækkað. Það var 36,5% í lok júní 2012 en 35,9% í lok árs 2011. Í fréttatilkynningu segir Landsvirkjun að sex mánaða uppgjörið sýni viðunandi afkomu í ljósi alþjóðlegs efnahagsástands og að skuldir fyrirtækisins fari áfram lækkandi. „Rekstur Landsvirkjunar á fyrri hluta ársins hefur gengið vel, skrifað var undir raforkusamninga við tvo nýja viðskiptavini, raforkuvinnslan gekk vel og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að mestu leyti á áætlun," segir Hörður Arnarson forstjóri í yfirýsingu vegna uppgjörsins. „Afkoma fyrri hluta ársins er vel viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum. Tekjur dragast saman um 6,9% sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs og áhrifa þess á samningsbundið raforkuverð. Innleystar áhættuvarnir tengdar álverði höfðu jákvæð áhrif á tímabilið og við þessar aðstæður njótum við góðs af því að endursamið var við Rio Tinto Alcan um hærra raforkuverð sem ekki var tengt álverði. Nettó skuldir fyrirtækisins halda áfram að lækka, nú um 74 milljónir USD þrátt fyrir að fyrirtækið hafi bæði greitt arð og aukið fjárfestingar frá fyrra ári. Mjög mikilvægt er að áfram verði lögð áhersla á lækkun skulda vegna mikillar skuldsetningar fyrirtækisins," segir Hörður. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Framlegð Landsvirkjunar, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, svokölluð EBITDA, nam 80,4% prósentum af tekjum á fyrri helmingi ársins, samkvæmt sex mánaða uppgjöri sem birt var í dag. EBITDA nam 163,2 milljónum bandaríkjadala, eða 19,9 milljörðum íslenskra króna þetta hálfa ár. Afgangur Landsvirkjunar eftir venjulega rekstrarliði var þannig um 3,3 milljarðar króna á mánuði eða um 110 milljónir króna að jafnaði hvern einasta dag. Fyrir tveimur árum notaði þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, orðið „gullkvörn" á haustfundi Landsvirkjunar til að lýsa framtíðararðsemi fyrirtækisins og sagði að stækka þyrfti ríkiskassann til að rúma allan gróðann. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 46,9 milljónum bandaríkjadala, eða 5,7 milljörðum króna, en var um 6 milljarðar króna á sama tímabili árið áður. Heildareignir Landsvirkjunar nema nú um 548 milljörðum króna. Félagið skuldar hins vegar 348 milljarða króna. Eftir situr hrein eign upp á 200 milljarða króna og hefur eiginfjárhlutfall hækkað. Það var 36,5% í lok júní 2012 en 35,9% í lok árs 2011. Í fréttatilkynningu segir Landsvirkjun að sex mánaða uppgjörið sýni viðunandi afkomu í ljósi alþjóðlegs efnahagsástands og að skuldir fyrirtækisins fari áfram lækkandi. „Rekstur Landsvirkjunar á fyrri hluta ársins hefur gengið vel, skrifað var undir raforkusamninga við tvo nýja viðskiptavini, raforkuvinnslan gekk vel og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að mestu leyti á áætlun," segir Hörður Arnarson forstjóri í yfirýsingu vegna uppgjörsins. „Afkoma fyrri hluta ársins er vel viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum. Tekjur dragast saman um 6,9% sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs og áhrifa þess á samningsbundið raforkuverð. Innleystar áhættuvarnir tengdar álverði höfðu jákvæð áhrif á tímabilið og við þessar aðstæður njótum við góðs af því að endursamið var við Rio Tinto Alcan um hærra raforkuverð sem ekki var tengt álverði. Nettó skuldir fyrirtækisins halda áfram að lækka, nú um 74 milljónir USD þrátt fyrir að fyrirtækið hafi bæði greitt arð og aukið fjárfestingar frá fyrra ári. Mjög mikilvægt er að áfram verði lögð áhersla á lækkun skulda vegna mikillar skuldsetningar fyrirtækisins," segir Hörður.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira