Áfrýjunarnefnd staðfestir 390 milljón króna sekt Símans 24. ágúst 2012 16:32 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að sekta Símann um alls 440 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins. Þá komst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn 19. grein samkeppnislaga um villandi upplýsingagjöf og er því fimmtíu milljón króna sekt felld niður. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Málið hófst með kæru frá símafyrirtækinu Nova en vatt upp á sig og við rannsókn málsins kom í ljós að Síminn hafði brotið lögin frá árinu 2001 allt til ársins 2007. Niðurstaðan er sú að Síminn beitti keppinauta sína verðþrýstingi til að gera þeim erfiðara fyrir að ná fótfestu á farsímamarkaði. Í þessu tilfelli er Síminn talinn hafa tekið óeðlilega hátt gjald fyrir að hleypa öðrum símfyrirtækjum inn á kerfi sitt, og mun hærra en gjaldið á símtöl innan kerfis Símans. Þetta leiddi til þess að til að vera samkeppnishæft þurfti Nova að bjóða viðskiptavinum sínum ókeypis símtöl innan eigin kerfis, sem leiddi til þess að félagið var rekið með miklu tapi fyrstu árin, að því er segir í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Ljóst sé að á brotatímabilinu hafi fyrirtæki hætt við að hefja hér starfsemi vegna þessa og önnur hrökklast af markaði. Í tilkynningu frá Símanum er úrskurðinum mótmælt en þar kemur fram að Síminn ætli að áfrýja málinu til dómstóla. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að sekta Símann um alls 440 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins. Þá komst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn 19. grein samkeppnislaga um villandi upplýsingagjöf og er því fimmtíu milljón króna sekt felld niður. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Málið hófst með kæru frá símafyrirtækinu Nova en vatt upp á sig og við rannsókn málsins kom í ljós að Síminn hafði brotið lögin frá árinu 2001 allt til ársins 2007. Niðurstaðan er sú að Síminn beitti keppinauta sína verðþrýstingi til að gera þeim erfiðara fyrir að ná fótfestu á farsímamarkaði. Í þessu tilfelli er Síminn talinn hafa tekið óeðlilega hátt gjald fyrir að hleypa öðrum símfyrirtækjum inn á kerfi sitt, og mun hærra en gjaldið á símtöl innan kerfis Símans. Þetta leiddi til þess að til að vera samkeppnishæft þurfti Nova að bjóða viðskiptavinum sínum ókeypis símtöl innan eigin kerfis, sem leiddi til þess að félagið var rekið með miklu tapi fyrstu árin, að því er segir í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Ljóst sé að á brotatímabilinu hafi fyrirtæki hætt við að hefja hér starfsemi vegna þessa og önnur hrökklast af markaði. Í tilkynningu frá Símanum er úrskurðinum mótmælt en þar kemur fram að Síminn ætli að áfrýja málinu til dómstóla.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira