Perlur íslenskrar dægurtónlistar í eigu Straums Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. ágúst 2012 18:45 Margar af vinsælustu perlunum í íslenskri dægurtónlist í Hugverkasjóði Íslands eru nú í eigu gamla Straums fjárfestingarbanka. Fyrir hrunið gáfu margir vinsælir tónlistarmenn út skuldabréf gegn því að afborganir af skuldabréfunum yrðu greiddar með STEF-gjöldunum þeirra. Ellefu tónlistarmenn seldu hugverk sín inn í Hugverkasjóð Íslands sem var í eigu Baugs og fleiri aðila árið 2006. Þetta voru Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarson, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Jakob Frímann Magnússon og Helgi Björnsson Í raun er Hugverkasjóður Íslands mjög fínt heiti og frekar einföldu fyrirbæri. Tónlistarmennirnir gáfu út skuldabréf til sjóðsins gegn staðgreiðslu í peningum. Margir þeirra fengu háar fjárhæðir greiddar út í hönd. Skuldabréfin voru útbúin þannig að STEF-gjöld af lögum höfundanna fóru beint í að greiða afborganir af þeim. Hagnaður sjóðsins er því í raun í formi vaxtanna af skuldabréfunum. Hugverkasjóðurinn endaði inn í félaginu Stoðum Invest ehf. eftir hrun, en félagið var eitt af dótturfélögum Baugs og höfundarrétturinn að lögunum var eina eign þess. Straumur Fjárfestingarbanki eignaðist síðan bréfin vegna kröfu á hendur Stoðum Invest. Félag sem stofnað var utan um gamla Straum Fjárfestingarbanka, ALMC, er nú eigandi laganna og fær STEF-greiðslur af mörgum af fallegustu og vinsælustu perlum íslenskrar dægurtónlistar. STEF-greiðslurnar fara í afborganir af skuldabréfum sem tónlistarmennir gáfu út og Hugverkasjóðurinn keypti. Nýi Straumur, dótturfélag ALMC, sér um að reka hugverkasjóðinn. Bubbi Morthens er sá eini sem er búinn að kaupa höfundarréttinn að tónverkum sínum til baka, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, en ekki liggur fyrir hvernig kaupin voru fjármögnuð. Hinir tíu eru enn í sjóðnum en sumir þeirra eru langt komnir með að gera upp skuldabréfin, en að svo búnu eignast þeir höfundarréttinn að lögunum sínum að nýju og þar með réttinn til STEF-gjaldanna af þeim. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Margar af vinsælustu perlunum í íslenskri dægurtónlist í Hugverkasjóði Íslands eru nú í eigu gamla Straums fjárfestingarbanka. Fyrir hrunið gáfu margir vinsælir tónlistarmenn út skuldabréf gegn því að afborganir af skuldabréfunum yrðu greiddar með STEF-gjöldunum þeirra. Ellefu tónlistarmenn seldu hugverk sín inn í Hugverkasjóð Íslands sem var í eigu Baugs og fleiri aðila árið 2006. Þetta voru Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarson, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Jakob Frímann Magnússon og Helgi Björnsson Í raun er Hugverkasjóður Íslands mjög fínt heiti og frekar einföldu fyrirbæri. Tónlistarmennirnir gáfu út skuldabréf til sjóðsins gegn staðgreiðslu í peningum. Margir þeirra fengu háar fjárhæðir greiddar út í hönd. Skuldabréfin voru útbúin þannig að STEF-gjöld af lögum höfundanna fóru beint í að greiða afborganir af þeim. Hagnaður sjóðsins er því í raun í formi vaxtanna af skuldabréfunum. Hugverkasjóðurinn endaði inn í félaginu Stoðum Invest ehf. eftir hrun, en félagið var eitt af dótturfélögum Baugs og höfundarrétturinn að lögunum var eina eign þess. Straumur Fjárfestingarbanki eignaðist síðan bréfin vegna kröfu á hendur Stoðum Invest. Félag sem stofnað var utan um gamla Straum Fjárfestingarbanka, ALMC, er nú eigandi laganna og fær STEF-greiðslur af mörgum af fallegustu og vinsælustu perlum íslenskrar dægurtónlistar. STEF-greiðslurnar fara í afborganir af skuldabréfum sem tónlistarmennir gáfu út og Hugverkasjóðurinn keypti. Nýi Straumur, dótturfélag ALMC, sér um að reka hugverkasjóðinn. Bubbi Morthens er sá eini sem er búinn að kaupa höfundarréttinn að tónverkum sínum til baka, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, en ekki liggur fyrir hvernig kaupin voru fjármögnuð. Hinir tíu eru enn í sjóðnum en sumir þeirra eru langt komnir með að gera upp skuldabréfin, en að svo búnu eignast þeir höfundarréttinn að lögunum sínum að nýju og þar með réttinn til STEF-gjaldanna af þeim. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira