Sport

Jón Margeir bætti tíma sinn | Komst ekki í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson bætti sinn besta árangur um eina og hálfa sekúndu í undanrásum í 100 metra baksundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í morgun.

Jón Margeir kom í mark á tímanum 1:10.72 mínútum sem var þó lakasti tíminn í undanrásunum. Besti tími Jóns Margeirs í greininni var 1:12,47 mínútur frá því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári.

Baksundið er þó ekki grein sem Jón Margeir leggur áherslu á svo ekki var reiknað með því að hann yrði í baráttunni um sæti í úrslitum.

Jón Margeir keppir næst á sunnudaginn í sinni sterkustu grein, 200 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×