FME endurskoðar reglur um hæfismat stjórnenda 30. ágúst 2012 07:45 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur, í kjölfar nýfallins úrskurðar Persónuverndar, hafið endurskoðun á reglum eftirlitsins um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Einnig verður endurskoðað það eyðublað sem Fjármálaeftirlitið notast við til að afla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði viðkomandi aðila. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. Eins og fram hefur komið í fréttum gerði Persónuvernd nýlega athugasemdir við hæfismatið hjá Fjármálaeftirlitinu og taldi það brjóta í bága við lög um persónuvernd. Á vefsíðunni segir að þegar Fjármálaeftirlitið metur hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja skal það meðal annars leggja mat á fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Var þessu hæfisskilyrði bætt við með lögum... sem breyttu lögum um fjármálafyrirtæki og með lögum... um vátryggingastarfsemi. Persónuvernd tók upplýsingaöflun Fjármálaeftirlitsins í þessu sambandi til skoðunar. Mat Persónuverndar var að Fjármálaeftirlitinu væri heimilt að fá og varðveita þær persónuupplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sem því væru nauðsynlegar til að leggja mat á fjárhagslegt sjálfstæði viðkomandi. Fjármálaeftirlitið hefði því svigrúm um það hve langt væri gengið við slíka upplýsingaöflun og hversu víðtæk slík athugun þyrfti að vera, en hún yrði að fara að grunnkröfum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Fjármálaeftirlitinu bæri því að gæta hófs í upplýsingasöfnun sinni, afla ekki ónauðsynlegra upplýsinga og aðeins þeirra sem gætu haft áhrif á niðurstöðu mats á fjárhagslegu sjálfstæði. Þá skyldi gæta sjónarmiða um sanngirni og vandaða vinnsluhætti en til þess þarf m.a. að tryggja gagnsæi svo menn viti fyrirfram áður en þeir taki við starfi hvaða upplýsingum Fjármálaeftirlitið muni kalla eftir," segir á vefsíðunni. Niðurstaða Persónuverndar var sú að til þess að vinnsla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði samrýmdist þessum grunnreglum... laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þyrfti Fjármálaeftirlitið að afmarka með mun skýrari hætti en nú er gert hvaða persónuupplýsingar væru nauðsynlegar vegna mats á fjárhagslegu sjálfstæði framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Leggur Persónuvernd til að reglur Fjármálaeftirlitsins verði endurskoðaðar með hliðsjón af framangreindu. Þessi endurskoðun er nú hafin eins og frá er greint hér að framan, að því er segir á vefsíðu FME. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur, í kjölfar nýfallins úrskurðar Persónuverndar, hafið endurskoðun á reglum eftirlitsins um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Einnig verður endurskoðað það eyðublað sem Fjármálaeftirlitið notast við til að afla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði viðkomandi aðila. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. Eins og fram hefur komið í fréttum gerði Persónuvernd nýlega athugasemdir við hæfismatið hjá Fjármálaeftirlitinu og taldi það brjóta í bága við lög um persónuvernd. Á vefsíðunni segir að þegar Fjármálaeftirlitið metur hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja skal það meðal annars leggja mat á fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Var þessu hæfisskilyrði bætt við með lögum... sem breyttu lögum um fjármálafyrirtæki og með lögum... um vátryggingastarfsemi. Persónuvernd tók upplýsingaöflun Fjármálaeftirlitsins í þessu sambandi til skoðunar. Mat Persónuverndar var að Fjármálaeftirlitinu væri heimilt að fá og varðveita þær persónuupplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sem því væru nauðsynlegar til að leggja mat á fjárhagslegt sjálfstæði viðkomandi. Fjármálaeftirlitið hefði því svigrúm um það hve langt væri gengið við slíka upplýsingaöflun og hversu víðtæk slík athugun þyrfti að vera, en hún yrði að fara að grunnkröfum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Fjármálaeftirlitinu bæri því að gæta hófs í upplýsingasöfnun sinni, afla ekki ónauðsynlegra upplýsinga og aðeins þeirra sem gætu haft áhrif á niðurstöðu mats á fjárhagslegu sjálfstæði. Þá skyldi gæta sjónarmiða um sanngirni og vandaða vinnsluhætti en til þess þarf m.a. að tryggja gagnsæi svo menn viti fyrirfram áður en þeir taki við starfi hvaða upplýsingum Fjármálaeftirlitið muni kalla eftir," segir á vefsíðunni. Niðurstaða Persónuverndar var sú að til þess að vinnsla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði samrýmdist þessum grunnreglum... laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þyrfti Fjármálaeftirlitið að afmarka með mun skýrari hætti en nú er gert hvaða persónuupplýsingar væru nauðsynlegar vegna mats á fjárhagslegu sjálfstæði framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Leggur Persónuvernd til að reglur Fjármálaeftirlitsins verði endurskoðaðar með hliðsjón af framangreindu. Þessi endurskoðun er nú hafin eins og frá er greint hér að framan, að því er segir á vefsíðu FME.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira