Skattlagning á gistingu skilar hátt í 3,4 milljörðum króna 4. september 2012 16:32 Ferðmenn. Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikill og stöðugur vöxtur hefur verið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. Langtímavöxtur er 7,7% en í fyrra sóttu Ísland heim um 565.000 erlendir ferðamenn. Það er 16% aukning frá árinu á undan. Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári og er aukningin fyrstu sjö mánuðina 17,2%. Svo segir í tilkynningunni: „Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna áratuga gefur til kynna, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar segir að gera megi ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur. Í skýrslunni er farið yfir að hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) var 5,9% árið 2009. Til samanburðar var áætlað að vægi fiskveiða væri 5,8% og vægi fiskvinnslu 4,3%. Hlutur ferðaþjónustu í ríkisbúskapnum er hærri hér en í nágrannalöndunum, en árið 2009 voru um 5% starfa í ferðaþjónustu."Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar er eftirfarandi:- Skattbyrði á gistiþjónustu, þegar bæði er litið til virðisaukaskatts og tekjuskatts á fyrirtæki er lægri hér á landi en í Noregi og Danmörku.- Eingöngu í Bretlandi, Danmörku, Litháen og Slóvakíu er skattur á gistingu í hæsta virðisaukaskattsþrepi, annars staðar er gistiþjónusta yfirleitt minna skattlögð.- Árið 2007 lækkaði virðisaukaskattur á gistingu úr 14% í 7%. Mestur hluti þeirrar lækkunar virðist hafa fallið gistihúsum í skaut, en verð á gistingu lítt lækkað. Því má líta á lækkunina sem niðurgreiðslur eða styrk til atvinnugreinarinnar.- Umfang og vöxtur í greininni er með þeim hætti að hún getur vart talist sprotagrein sem þurfi á opinberum stuðningi að halda.- Mikill fjöldi ferðamanna eykur álag á náttúru landsins. Ferðaþjónusta byggist á nýtingu náttúruauðlindar, líkt og sjávarútvegur og orkuvinnsla. Af þessum ástæðum má færa rök fyrri meiri skattlagningu í ferðaþjónustu en í flestum öðrum greinum.- Erlendar rannsóknir gefa til kynna að hækkun á verði á gistingu leiði ekki til þess að eftirspurn dragist saman um samsvarandi hlutfall.- Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna ára hefur verið, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu.- Hækki gistikostnaður í kjölfar hærri virðisaukaskatts um 17,3% en annað breytist ekki, má gera ráð fyrir að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við breytinguna.- Ekki hefur verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skattur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn.- Gera má ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikill og stöðugur vöxtur hefur verið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. Langtímavöxtur er 7,7% en í fyrra sóttu Ísland heim um 565.000 erlendir ferðamenn. Það er 16% aukning frá árinu á undan. Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári og er aukningin fyrstu sjö mánuðina 17,2%. Svo segir í tilkynningunni: „Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna áratuga gefur til kynna, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar segir að gera megi ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur. Í skýrslunni er farið yfir að hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) var 5,9% árið 2009. Til samanburðar var áætlað að vægi fiskveiða væri 5,8% og vægi fiskvinnslu 4,3%. Hlutur ferðaþjónustu í ríkisbúskapnum er hærri hér en í nágrannalöndunum, en árið 2009 voru um 5% starfa í ferðaþjónustu."Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar er eftirfarandi:- Skattbyrði á gistiþjónustu, þegar bæði er litið til virðisaukaskatts og tekjuskatts á fyrirtæki er lægri hér á landi en í Noregi og Danmörku.- Eingöngu í Bretlandi, Danmörku, Litháen og Slóvakíu er skattur á gistingu í hæsta virðisaukaskattsþrepi, annars staðar er gistiþjónusta yfirleitt minna skattlögð.- Árið 2007 lækkaði virðisaukaskattur á gistingu úr 14% í 7%. Mestur hluti þeirrar lækkunar virðist hafa fallið gistihúsum í skaut, en verð á gistingu lítt lækkað. Því má líta á lækkunina sem niðurgreiðslur eða styrk til atvinnugreinarinnar.- Umfang og vöxtur í greininni er með þeim hætti að hún getur vart talist sprotagrein sem þurfi á opinberum stuðningi að halda.- Mikill fjöldi ferðamanna eykur álag á náttúru landsins. Ferðaþjónusta byggist á nýtingu náttúruauðlindar, líkt og sjávarútvegur og orkuvinnsla. Af þessum ástæðum má færa rök fyrri meiri skattlagningu í ferðaþjónustu en í flestum öðrum greinum.- Erlendar rannsóknir gefa til kynna að hækkun á verði á gistingu leiði ekki til þess að eftirspurn dragist saman um samsvarandi hlutfall.- Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna ára hefur verið, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu.- Hækki gistikostnaður í kjölfar hærri virðisaukaskatts um 17,3% en annað breytist ekki, má gera ráð fyrir að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við breytinguna.- Ekki hefur verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skattur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn.- Gera má ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira