Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 13:56 Mynd/Auðunn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. Þór/KA er með sjö stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Stjörnunnar og lið ÍBV þegar aðeins ein umferð er eftir af Pepsi-deildinni. Þór/KA er búið að vinna 13 af 17 leikjum sínum í sumar og aðeins einn leikur liðsins hefur tapast. Fullyrða má að afar fáir ef nokkur hafi reiknað með því að norðankonur myndu standa uppi sem Íslandsmeistarar. Liðið gekk í gegnum töluverðar mannabreytingar og var spá fimmta sætinu í deildinni af fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í vor. Ótrúlegur en verðskuldaður árangur Jóhanns Kristins Gunnarssonar, þjálfara liðsins, á hans fyrsta tímabili með liðið. Ekki síður hlýtur gjöfin á 150 ára afmæli Akureyrarbæjarað vera sæt. Hin 17 ára Sandra María Jessen skoraði eins og áður sagði þrjú mörk fyrir Þór/KA í leiknum og er því búin að skora sautján mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Katrín er komin með tólf mörk í deildinni eftir mörkin sín þrjú í kvöld. Kayle Grimsley og Sandra María Jessen hjá Þór/KA fengu færi á upphafsmínútunum en framan af leik voru bæði lið að skapa sér fín færi. Sandra María og Grimsley klikkuðu á dauðafærum áður en Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir átti skalla í stöngina eftir laglega sókn á 26. mínútu. Kayle Grimsley fór illa með enn eitt dauðafærið á 27. mínútu en tveimur mínútur síðar bjó hún til fyrsta markið fyrir Tahnai Annis og norðanstúlkum létt enda höfðu mörg flott færi þegar farið forgörðum. Sandra María skoraði síðan tvö mörk með þriggja mínútna millibili og gerði nánast út um leikinn. Hún skoraði fyrst á 36. mínútu eftir stungusendingu frá Rebeccu Johnson og bætti svo við öðru marki á 39. mínútu með frábærri vippu eftir stungusendingu frá Kayle Grimsley. Selfyssingurinn Eva Lind Elíasdóttir bjó til tvö færi á lokamínútum fyrri hálfleiks, fyrst fyrir sig sjálfa og svo fyrir Melanie Adelman sem skaut í markvinkilinn. Hvorugt skotanna rataði rétta leið og Þór/KA var 3-0 yfir í hálfleik. Þór/KA var ekki lengi að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum. Rebecca Johnson skoraði á 49. mínútu eftir að hafa fengið laglega sendingu inn í teiginn frá Katrínu Ásbjörnsdóttur. Hafi verið einhver vafi á því að Íslandsbikarinn væri að fara á loft í kvöld þá varð hann að engu með þessu góða marki hjá þeirri sænsku. Kayle Grimsley lagði upp sitt þriðja mark í leiknum á 61. mínútu þegar Þóra Margrét Ólafsdóttir, fyrirliði Selfossliðsins, varð fyrir því óláni að setja aukaspyrnu Grimsley í sitt eigið markið. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sjötta markið á 68. mínútu með flottu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Kayle Grimsley sem komst upp að endamörkum og lagði boltann út í teiginn. Katrín var búin að bæta við öðru marki sínu þremur mínútum síðar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Gígju Harðardóttur. Þór/KA hélt áfram að sækja og skora. Sandra María innsiglaði þrennuna á 78. mínútu þegar hún fékk sendingu frá Grimsley og skoraði auðveldlega af stuttu færi. Grimsley var þar með búin að leggja upp fimm mörk í leiknum. Katrín skoraði sitt þriðja mark á 83. mínútu eftir skelfileg varnarmistök hjá Selfossliðinu. Hún slapp þá í gegn eftir misheppnaðan skalla varnarmanns aftur til markvarðar síns. Fleiri urðu mörkin ekki en Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með stæl. Karen Nóadóttir: Tilfinningin er ólýsanlegmynd/auðunn„Tilfinningin er ólýsanleg. Ég skelf ennþá. Þetta er dásamlegt," sagði Karen Nóadóttir uppaldur miðjumaður Þór/KA í leikslok. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára man Karen tímana tvenna með meistaraflokki félagsins. „Ég man þegar við töpuðum leikjum 10-0 og 12-1. Það hefur mikið breyst síðan þá," sagði Karen sem þakkaði kvennaráði félagsins óeigingjarnt og ótrúlegt starf undanfarin ár. „Uppbyggingin er þeim að rosalegu miklu leyti að þakka. Svo erum við með flottustu stelpurnar á landinu og risastór hópur af æðislegum vinkonum," sagði Karen sem á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Faðir hennar, Nói Björnsson, er næstleikjahæsti leikmaðurinn í sögu meistaraflokks karla hjá Þór. Hann vann þó aldrei titil af þeirri stærð sem kvennaliðið landaði í kvöld og því Karen komin með 1-0 forystu í einvígi þeirra feðgina. „Ég á líka helling af leikjum inni þannig að ég get nælt í fleiri titla," sagði Karen og hló. Hún er afar þakklát föður sínum. „Ég hef þetta beint frá honum og allt sem ég hef lært og gert er honum að þakka," sagði Karen. Sandra María: Frábært lið og engin skarað fram úrmynd/auðunnSandra María Jessen skoraði þrennu í kvöld og er á ný orðin markahæst í deildinni með sautján mörk. Hún vildi alls ekki beina kastljósinu að sjálfri sér í leikslok en hún hefur hlotið mikið lof í sumar. „Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað gert þetta án stelpnanna. Við höfum spilað frábærlega sem lið og mér finnst engin í liðinu skara fram úr. Samheldnin hefur skilað þessum árangri," sagði Sandra María ánægð með Akureyringa sem fylltu stúkuna á Þórsvelli. „Ég fagna fólkinu sem mætti og studdi okkur í dag. Það var tólfti maðurinn inni á vellinum og skilaði 9-0 sigri," segir Sandra María sem sagði ótrúlegt að horfa upp í troðfulla stúkuna. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá allt þetta fólk í stúkunni. Það skilaði sér í leikinn og ég er mjög þakklát fólkinu sem kom og studdi svo vel við bakið á okkur," sagði Sandra María. Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinleg skordýrmynd/auðunn„Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið liðsins hefðu verið fyrir sumarið. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar, eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna, þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn „stærri liðum“. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leikjunum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum í íslenskum fótbolta. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. Þór/KA er með sjö stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Stjörnunnar og lið ÍBV þegar aðeins ein umferð er eftir af Pepsi-deildinni. Þór/KA er búið að vinna 13 af 17 leikjum sínum í sumar og aðeins einn leikur liðsins hefur tapast. Fullyrða má að afar fáir ef nokkur hafi reiknað með því að norðankonur myndu standa uppi sem Íslandsmeistarar. Liðið gekk í gegnum töluverðar mannabreytingar og var spá fimmta sætinu í deildinni af fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í vor. Ótrúlegur en verðskuldaður árangur Jóhanns Kristins Gunnarssonar, þjálfara liðsins, á hans fyrsta tímabili með liðið. Ekki síður hlýtur gjöfin á 150 ára afmæli Akureyrarbæjarað vera sæt. Hin 17 ára Sandra María Jessen skoraði eins og áður sagði þrjú mörk fyrir Þór/KA í leiknum og er því búin að skora sautján mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Katrín er komin með tólf mörk í deildinni eftir mörkin sín þrjú í kvöld. Kayle Grimsley og Sandra María Jessen hjá Þór/KA fengu færi á upphafsmínútunum en framan af leik voru bæði lið að skapa sér fín færi. Sandra María og Grimsley klikkuðu á dauðafærum áður en Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir átti skalla í stöngina eftir laglega sókn á 26. mínútu. Kayle Grimsley fór illa með enn eitt dauðafærið á 27. mínútu en tveimur mínútur síðar bjó hún til fyrsta markið fyrir Tahnai Annis og norðanstúlkum létt enda höfðu mörg flott færi þegar farið forgörðum. Sandra María skoraði síðan tvö mörk með þriggja mínútna millibili og gerði nánast út um leikinn. Hún skoraði fyrst á 36. mínútu eftir stungusendingu frá Rebeccu Johnson og bætti svo við öðru marki á 39. mínútu með frábærri vippu eftir stungusendingu frá Kayle Grimsley. Selfyssingurinn Eva Lind Elíasdóttir bjó til tvö færi á lokamínútum fyrri hálfleiks, fyrst fyrir sig sjálfa og svo fyrir Melanie Adelman sem skaut í markvinkilinn. Hvorugt skotanna rataði rétta leið og Þór/KA var 3-0 yfir í hálfleik. Þór/KA var ekki lengi að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum. Rebecca Johnson skoraði á 49. mínútu eftir að hafa fengið laglega sendingu inn í teiginn frá Katrínu Ásbjörnsdóttur. Hafi verið einhver vafi á því að Íslandsbikarinn væri að fara á loft í kvöld þá varð hann að engu með þessu góða marki hjá þeirri sænsku. Kayle Grimsley lagði upp sitt þriðja mark í leiknum á 61. mínútu þegar Þóra Margrét Ólafsdóttir, fyrirliði Selfossliðsins, varð fyrir því óláni að setja aukaspyrnu Grimsley í sitt eigið markið. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sjötta markið á 68. mínútu með flottu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Kayle Grimsley sem komst upp að endamörkum og lagði boltann út í teiginn. Katrín var búin að bæta við öðru marki sínu þremur mínútum síðar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Gígju Harðardóttur. Þór/KA hélt áfram að sækja og skora. Sandra María innsiglaði þrennuna á 78. mínútu þegar hún fékk sendingu frá Grimsley og skoraði auðveldlega af stuttu færi. Grimsley var þar með búin að leggja upp fimm mörk í leiknum. Katrín skoraði sitt þriðja mark á 83. mínútu eftir skelfileg varnarmistök hjá Selfossliðinu. Hún slapp þá í gegn eftir misheppnaðan skalla varnarmanns aftur til markvarðar síns. Fleiri urðu mörkin ekki en Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með stæl. Karen Nóadóttir: Tilfinningin er ólýsanlegmynd/auðunn„Tilfinningin er ólýsanleg. Ég skelf ennþá. Þetta er dásamlegt," sagði Karen Nóadóttir uppaldur miðjumaður Þór/KA í leikslok. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára man Karen tímana tvenna með meistaraflokki félagsins. „Ég man þegar við töpuðum leikjum 10-0 og 12-1. Það hefur mikið breyst síðan þá," sagði Karen sem þakkaði kvennaráði félagsins óeigingjarnt og ótrúlegt starf undanfarin ár. „Uppbyggingin er þeim að rosalegu miklu leyti að þakka. Svo erum við með flottustu stelpurnar á landinu og risastór hópur af æðislegum vinkonum," sagði Karen sem á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Faðir hennar, Nói Björnsson, er næstleikjahæsti leikmaðurinn í sögu meistaraflokks karla hjá Þór. Hann vann þó aldrei titil af þeirri stærð sem kvennaliðið landaði í kvöld og því Karen komin með 1-0 forystu í einvígi þeirra feðgina. „Ég á líka helling af leikjum inni þannig að ég get nælt í fleiri titla," sagði Karen og hló. Hún er afar þakklát föður sínum. „Ég hef þetta beint frá honum og allt sem ég hef lært og gert er honum að þakka," sagði Karen. Sandra María: Frábært lið og engin skarað fram úrmynd/auðunnSandra María Jessen skoraði þrennu í kvöld og er á ný orðin markahæst í deildinni með sautján mörk. Hún vildi alls ekki beina kastljósinu að sjálfri sér í leikslok en hún hefur hlotið mikið lof í sumar. „Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað gert þetta án stelpnanna. Við höfum spilað frábærlega sem lið og mér finnst engin í liðinu skara fram úr. Samheldnin hefur skilað þessum árangri," sagði Sandra María ánægð með Akureyringa sem fylltu stúkuna á Þórsvelli. „Ég fagna fólkinu sem mætti og studdi okkur í dag. Það var tólfti maðurinn inni á vellinum og skilaði 9-0 sigri," segir Sandra María sem sagði ótrúlegt að horfa upp í troðfulla stúkuna. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá allt þetta fólk í stúkunni. Það skilaði sér í leikinn og ég er mjög þakklát fólkinu sem kom og studdi svo vel við bakið á okkur," sagði Sandra María. Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinleg skordýrmynd/auðunn„Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið liðsins hefðu verið fyrir sumarið. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar, eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna, þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn „stærri liðum“. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leikjunum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum í íslenskum fótbolta. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira