Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. september 2012 21:58 Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira