Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 16:57 Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. Jón Margeir kom í mark á nýju heimsmeti og Ólympíumeti, 1:59,62 mínútum, og var 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox sem varð annar. Cho Wonsang frá Suður-Kóreu varð þriðji á 1:59.93 mínútum. Um er að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga á Ólympíumóti fatlaðra frá því í Aþenu árið 2004. Frábær árangur hjá þessum nítján ára afreksmanni sem náði forystunni þegar sundið var um það bil hálfnað og lét hana aldrei af hendi. Jón Margeir setti Íslandsmet og reyndar einnig Ólympíumet í undanúrslitunum í morgun þegar hann kom í mark á tímanum 2:00,32 mínútur. Ólympíumetið lifði reyndar aðeins í stutta stund því Daniel Fox bætti það skömmu síðar. Jón Margeir náði því heldur betur á nýjan leik í úrslitasundinu og setti um leið heimsmet. Gríðarleg spenna ríkti fyrir úrslitasundið. Aðeins 36/100 skildu að Daniel Fox sem var með besta tímann og Kóreumanninn Wonsang Cho sem átti þann þriðja besta. Auk þeirra voru tveir Bretar meðal þeirra átta sem syntu og því mikil stemmning í stúkunni. Sund Tengdar fréttir Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 22:11 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. Jón Margeir kom í mark á nýju heimsmeti og Ólympíumeti, 1:59,62 mínútum, og var 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox sem varð annar. Cho Wonsang frá Suður-Kóreu varð þriðji á 1:59.93 mínútum. Um er að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga á Ólympíumóti fatlaðra frá því í Aþenu árið 2004. Frábær árangur hjá þessum nítján ára afreksmanni sem náði forystunni þegar sundið var um það bil hálfnað og lét hana aldrei af hendi. Jón Margeir setti Íslandsmet og reyndar einnig Ólympíumet í undanúrslitunum í morgun þegar hann kom í mark á tímanum 2:00,32 mínútur. Ólympíumetið lifði reyndar aðeins í stutta stund því Daniel Fox bætti það skömmu síðar. Jón Margeir náði því heldur betur á nýjan leik í úrslitasundinu og setti um leið heimsmet. Gríðarleg spenna ríkti fyrir úrslitasundið. Aðeins 36/100 skildu að Daniel Fox sem var með besta tímann og Kóreumanninn Wonsang Cho sem átti þann þriðja besta. Auk þeirra voru tveir Bretar meðal þeirra átta sem syntu og því mikil stemmning í stúkunni.
Sund Tengdar fréttir Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 22:11 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 22:11