Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 16:57 Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. Jón Margeir kom í mark á nýju heimsmeti og Ólympíumeti, 1:59,62 mínútum, og var 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox sem varð annar. Cho Wonsang frá Suður-Kóreu varð þriðji á 1:59.93 mínútum. Um er að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga á Ólympíumóti fatlaðra frá því í Aþenu árið 2004. Frábær árangur hjá þessum nítján ára afreksmanni sem náði forystunni þegar sundið var um það bil hálfnað og lét hana aldrei af hendi. Jón Margeir setti Íslandsmet og reyndar einnig Ólympíumet í undanúrslitunum í morgun þegar hann kom í mark á tímanum 2:00,32 mínútur. Ólympíumetið lifði reyndar aðeins í stutta stund því Daniel Fox bætti það skömmu síðar. Jón Margeir náði því heldur betur á nýjan leik í úrslitasundinu og setti um leið heimsmet. Gríðarleg spenna ríkti fyrir úrslitasundið. Aðeins 36/100 skildu að Daniel Fox sem var með besta tímann og Kóreumanninn Wonsang Cho sem átti þann þriðja besta. Auk þeirra voru tveir Bretar meðal þeirra átta sem syntu og því mikil stemmning í stúkunni. Sund Tengdar fréttir Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 22:11 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. Jón Margeir kom í mark á nýju heimsmeti og Ólympíumeti, 1:59,62 mínútum, og var 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox sem varð annar. Cho Wonsang frá Suður-Kóreu varð þriðji á 1:59.93 mínútum. Um er að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga á Ólympíumóti fatlaðra frá því í Aþenu árið 2004. Frábær árangur hjá þessum nítján ára afreksmanni sem náði forystunni þegar sundið var um það bil hálfnað og lét hana aldrei af hendi. Jón Margeir setti Íslandsmet og reyndar einnig Ólympíumet í undanúrslitunum í morgun þegar hann kom í mark á tímanum 2:00,32 mínútur. Ólympíumetið lifði reyndar aðeins í stutta stund því Daniel Fox bætti það skömmu síðar. Jón Margeir náði því heldur betur á nýjan leik í úrslitasundinu og setti um leið heimsmet. Gríðarleg spenna ríkti fyrir úrslitasundið. Aðeins 36/100 skildu að Daniel Fox sem var með besta tímann og Kóreumanninn Wonsang Cho sem átti þann þriðja besta. Auk þeirra voru tveir Bretar meðal þeirra átta sem syntu og því mikil stemmning í stúkunni.
Sund Tengdar fréttir Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 22:11 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira
Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 22:11