Lífið

Allir með tölu hjá CCP

Tölvuleikjafyrirtækið CCP styrkti Kvennaathvarfið með kaupum á 150 marglitum tölum fyrir starfsmenn fyrirtækisins en Kvennaathvarfið stendur þessa dagana fyrir fjáröflunarátakinu Öll með tölu. Starfsfólk fyrirtækisins bætti um betur og sýndi áhuga sinn á verki með frekari tölukaupum og kynningum á átakinu í samfélagsmiðlum. Að þessu tilefni kom starfsfólkið í Reykjavík saman í gær og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.

Fjáröflunarátakið stendur yfir til 23. september en tölurnar, sem kosta 1000 krónur, fást um allt land í verslunum Krónunar, Nóatúns, Kjarval, í verslunum Samkaupa úrvals, Nettó, hjá Póstinum, á Kaffistofum Félagsstofnunar stúdenta, í Hámu, í Bóksölu stúdenta, á kaffihúsum Kaffitár, Babalú, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Versluninni Blómsturvöllum, í versluninni Móðir, kona, meyja á Laugarvegi 86-94 og í Fiskbúðinni Freyjugötu 1.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×