Helgaruppskriftin - Rabarbarapæ með kaffinu 14. september 2012 13:45 Svava Gunnarsdóttir gefur ljúffenga uppskrift fyrir helgina. "Ég hef verið svo heppin að fá rabarbara frá vinkonu minni síðustu ár. Ég hef skorið hann niður og fryst í litlum pokum og get því unað mér rabarbarapæ yfir veturinn. Mér þykir þetta rabarbarapæ best heitt með góðum vanilluís og baka það oft þegar mig langar að bjóða upp á góðan eftirrétt eða til að hafa með kaffinu," segir Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com og á Facebook, facebook.com/ljufmeti, en þar deilir hún einföldum og skemmtilegum uppskriftum.Rabarbarapæ500 gr rabarbari2 msk kartöflumjöl0,5 - 0,75 dl kanilsykurDeig3,5 dl hveiti1 dl kókosmjöl1 dl sykur150 gr smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200°. Skerið rabarbarann í 1/2 cm þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir. Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur. Dögurður Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
"Ég hef verið svo heppin að fá rabarbara frá vinkonu minni síðustu ár. Ég hef skorið hann niður og fryst í litlum pokum og get því unað mér rabarbarapæ yfir veturinn. Mér þykir þetta rabarbarapæ best heitt með góðum vanilluís og baka það oft þegar mig langar að bjóða upp á góðan eftirrétt eða til að hafa með kaffinu," segir Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com og á Facebook, facebook.com/ljufmeti, en þar deilir hún einföldum og skemmtilegum uppskriftum.Rabarbarapæ500 gr rabarbari2 msk kartöflumjöl0,5 - 0,75 dl kanilsykurDeig3,5 dl hveiti1 dl kókosmjöl1 dl sykur150 gr smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200°. Skerið rabarbarann í 1/2 cm þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir. Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur.
Dögurður Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira