Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH - 22-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2012 12:28 FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira