Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 24-29 Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 4. október 2012 12:38 Fram unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N1-deild karla með sterkum 5 marka sigri í Kaplakrika, 24-29. Jafnræði var með liðunum lengst af en góðar lokamínútur gerðu útslagið í sigri gestanna. Gestirnir úr Safamýrinni hafa byrjað tímabilið illa, eftir 7 marka tap gegn Haukum fylgdi tap gegn Akureyringum í næstu umferð og var spilamennskan döpur í báðum leikjum. FH höfðu hinsvegar sótt 4 stig í tvo útileiki, jafntefli gegn Akureyri í fyrstu umferð og unnu svo Valsmenn á Hlíðarenda í síðustu umferð. Liðin skiptust á mörkunum fyrstu mínúturnar og var jafnt með liðunum. Á 21. mínútu hefðu gestirnir hinsvegar getað byggt upp gott forskot í stöðunni 8-9 fyrir Fram. Þá fengu leikmenn FH þrjár brottvísanir á stuttum kafla og voru um tíma aðeins þrír í vörninni. Þeir náðu hinsvegar að halda stöðunni 1-1 á þessum kafla og náðu að jafna leikinn 13-13 rétt fyrir leikhlé. Heimamenn virtust ætla að nýta sér kæruleysi Frammara og komust í þriggja marka forystu fljótlega í seinni hálfleik. Framarar hinsvegar gáfust ekki upp og náðu þeir forskotinu á 51. mínútu. Þeir héldu áfram og náðu fimm marka forskoti þegar fjórar mínútur voru eftir og gerðu út af við leikinn. Þrátt fyrir tilraunir FH á lokamínútunum til að brúa bilið náðu þeir aldrei að ógna forskoti Fram verulega og unnu gestirnir að lokum verðskuldaðann sigur. Allt annað var að sjá til gestanna í þessum leik miðað við spilamennsku þeirra framan af móti. Þeir misstu báða leikina fljótlega fram úr sér eftir að lenda undir en í kvöld sýndu þeir hvað í þeim býr og innbyrtu gríðarlega mikilvægann sigur. Ljóst er að róðurinn hefði orðið þungur hefðu þeir setið stigalausir eftir þrjár umferðir. Jóhann Gunnar Einarsson átti stórleik með 11 mörk fyrir Fram, næstir voru Róbert Aron Hostert og Sigurður Eggertsson með sex mörk hvor. Í liði FH var Ragnar Jóhannsson markahæstur með 7 mörk en besti leikmaður liðsins í kvöld var Daníel Freyr Andrésson sem varði 22 skot. Einar: Átti von á erfiðri byrjun„Við unnum vel í okkar málum í vikunni, hver einasta æfing og fundur í vikunni var frábær. Einbeitingin skein úr augum strákanna í vikunni og það skilaði sér í kvöld," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vildum bara alls ekkert í fyrstu tveimur leikjunum, við spiluðum einfaldlega mjög illa." „Ég átti svosem von á því að byrjunin yrði erfið, við vorum ennþá að tjasla mönnum saman og menn að týnast inn. Þetta eru vandamál sem flest lið kannast við og við komum einfaldlega bara illa undirbúnir í leikina." „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun móts og það lagðist misþungt á menn. Frammistaðan var einfaldlega léleg, það er alltaf leiðinlegt að tapa en við einfaldlega gátum ekkert tekið gott úr þessum leikjum." Jafnræði var með liðunum lengst af en Framarar stigu upp rétt fyrir lokin og tryggðu sér að lokum öruggan sigur. „Við erum að spila á móti frábæru liði sem er vel þjálfað. Að vinna þá á heimavelli er frábært, mér fannst við vera betri allann tímann í kvöld. Við vorum að skapa okkur nóg af færum en Danni var að verja vel í markinu hjá þeim. Svo ver Maggi nokkra bolta í röð og þá skiljast liðin að." „Við spiluðum heilt yfir mjög vel í sextíu mínútur og það er jákvætt. Þeir fá kannski örlítið lengri fótbolta á morgun í verðlaun," sagði Einar brosmildur eftir leikinn. Einar Andri: Vonbrigði að vinna ekki fyrsta heimaleikinn„Þetta eru mikil vonbrigði að ná ekki að vinna fyrsta heimaleikinn. Framarar spiluðu mjög vel og voru mjög grimmir eins og við bjuggumst við," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Lykilaugnablikið er þegar við missum mann af velli þegar sex mínútur eru eftir, þá missum við þá fram úr okkur. Við vorum inn í leiknum allt fram að því." Leikmenn FH fengu á sig fimm brottvísanir, þar af þrjár á stuttum tíma og voru FH aðeins með þrjá leikmenn inná um tíma. „Það er mjög erfitt að fá á sig svona margar brottvísanir, það gerir manni erfitt fyrir og er alls ekki nægilega gott. Við héldum þó sjó þar og náðum að halda jöfnu inn í hálfleikinn." Þetta var fyrsti leikur tímabilsins bæði á heimavelli FH sem og að Ólafur Gústafsson sneri aftur í lið FH. „Það er oft erfitt þegar leikmenn koma aftur inn sem hafa verið frá. Þá veit maður ekki hvaða áhrif það hefur og við hikstuðum svolítið í kvöld, núna þurfum við að fara yfir leikinn og hvað er hægt að bæta," sagði Einar. „Fyrstu tveir leikirnir voru ásættanlegir en þessi leikur var mikil vonbrigði og það má margt laga. Þetta er langt mót og við þurfum einfaldlega að læra af þessum skell," sagði Einar Andri. Jóhann Gunnar: Þetta var do-or-die leikur„Við peppuðum okkur upp eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Þetta var do-or-die leikur, að lenda sex stigum eftir á strax í byrjun er gríðarlega erfitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Vikan er búin að vera frábær, við tókum langann fund eftir tapið gegn Akureyri. Það var ekki það að við töpuðum þessum leikjum heldur hvernig við töpuðum þeim, frammistaðan var döpur.“ Allt annað var að sjá til liðsins ef miðað er við síðasta leik. „Við vitum hvað við getum í handbolta en í síðustu leikjum brotnum við um leið og við lendum undir. Í kvöld lendum við undir í seinni hálfleik en í staðinn fyrir að skamma hvorn annan héldum við einfaldlega áfram og unnum að lokum glæsilegann sigur.“ Leikurinn var jafn allt fram að síðustu tíu mínútum leiksins. „Þetta var jafnt allann seinni hálfleikinn, tvö mörk til og frá. Þetta var spurning um hvor næði að slíta sig frá fyrr og við náðum því. Þeir eru búnir að eiga fína leiki og við ömurlega og við vildum þetta mun meira held ég.“ Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir að FH hafi aðeins haft þrjá útileikmenn inná um tíma í fyrri hálfleik. „Mér finnst ömurlegt að spila á 4 eða 3, maður vill ekki klúðra og ef fyrsta skotið klikkar þá verður næsta sókn léleg. Við ákváðum að sökkva okkur ekkert í það heldur halda áfram okkar leik.“ „Það er alltaf verið að tala um að deildin sé svo jöfn og við þurftum að taka þátt í því. Mér fannst við vera flottir hér í kvöld og áttum sigurinn skilið,“ Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira
Fram unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N1-deild karla með sterkum 5 marka sigri í Kaplakrika, 24-29. Jafnræði var með liðunum lengst af en góðar lokamínútur gerðu útslagið í sigri gestanna. Gestirnir úr Safamýrinni hafa byrjað tímabilið illa, eftir 7 marka tap gegn Haukum fylgdi tap gegn Akureyringum í næstu umferð og var spilamennskan döpur í báðum leikjum. FH höfðu hinsvegar sótt 4 stig í tvo útileiki, jafntefli gegn Akureyri í fyrstu umferð og unnu svo Valsmenn á Hlíðarenda í síðustu umferð. Liðin skiptust á mörkunum fyrstu mínúturnar og var jafnt með liðunum. Á 21. mínútu hefðu gestirnir hinsvegar getað byggt upp gott forskot í stöðunni 8-9 fyrir Fram. Þá fengu leikmenn FH þrjár brottvísanir á stuttum kafla og voru um tíma aðeins þrír í vörninni. Þeir náðu hinsvegar að halda stöðunni 1-1 á þessum kafla og náðu að jafna leikinn 13-13 rétt fyrir leikhlé. Heimamenn virtust ætla að nýta sér kæruleysi Frammara og komust í þriggja marka forystu fljótlega í seinni hálfleik. Framarar hinsvegar gáfust ekki upp og náðu þeir forskotinu á 51. mínútu. Þeir héldu áfram og náðu fimm marka forskoti þegar fjórar mínútur voru eftir og gerðu út af við leikinn. Þrátt fyrir tilraunir FH á lokamínútunum til að brúa bilið náðu þeir aldrei að ógna forskoti Fram verulega og unnu gestirnir að lokum verðskuldaðann sigur. Allt annað var að sjá til gestanna í þessum leik miðað við spilamennsku þeirra framan af móti. Þeir misstu báða leikina fljótlega fram úr sér eftir að lenda undir en í kvöld sýndu þeir hvað í þeim býr og innbyrtu gríðarlega mikilvægann sigur. Ljóst er að róðurinn hefði orðið þungur hefðu þeir setið stigalausir eftir þrjár umferðir. Jóhann Gunnar Einarsson átti stórleik með 11 mörk fyrir Fram, næstir voru Róbert Aron Hostert og Sigurður Eggertsson með sex mörk hvor. Í liði FH var Ragnar Jóhannsson markahæstur með 7 mörk en besti leikmaður liðsins í kvöld var Daníel Freyr Andrésson sem varði 22 skot. Einar: Átti von á erfiðri byrjun„Við unnum vel í okkar málum í vikunni, hver einasta æfing og fundur í vikunni var frábær. Einbeitingin skein úr augum strákanna í vikunni og það skilaði sér í kvöld," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vildum bara alls ekkert í fyrstu tveimur leikjunum, við spiluðum einfaldlega mjög illa." „Ég átti svosem von á því að byrjunin yrði erfið, við vorum ennþá að tjasla mönnum saman og menn að týnast inn. Þetta eru vandamál sem flest lið kannast við og við komum einfaldlega bara illa undirbúnir í leikina." „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun móts og það lagðist misþungt á menn. Frammistaðan var einfaldlega léleg, það er alltaf leiðinlegt að tapa en við einfaldlega gátum ekkert tekið gott úr þessum leikjum." Jafnræði var með liðunum lengst af en Framarar stigu upp rétt fyrir lokin og tryggðu sér að lokum öruggan sigur. „Við erum að spila á móti frábæru liði sem er vel þjálfað. Að vinna þá á heimavelli er frábært, mér fannst við vera betri allann tímann í kvöld. Við vorum að skapa okkur nóg af færum en Danni var að verja vel í markinu hjá þeim. Svo ver Maggi nokkra bolta í röð og þá skiljast liðin að." „Við spiluðum heilt yfir mjög vel í sextíu mínútur og það er jákvætt. Þeir fá kannski örlítið lengri fótbolta á morgun í verðlaun," sagði Einar brosmildur eftir leikinn. Einar Andri: Vonbrigði að vinna ekki fyrsta heimaleikinn„Þetta eru mikil vonbrigði að ná ekki að vinna fyrsta heimaleikinn. Framarar spiluðu mjög vel og voru mjög grimmir eins og við bjuggumst við," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Lykilaugnablikið er þegar við missum mann af velli þegar sex mínútur eru eftir, þá missum við þá fram úr okkur. Við vorum inn í leiknum allt fram að því." Leikmenn FH fengu á sig fimm brottvísanir, þar af þrjár á stuttum tíma og voru FH aðeins með þrjá leikmenn inná um tíma. „Það er mjög erfitt að fá á sig svona margar brottvísanir, það gerir manni erfitt fyrir og er alls ekki nægilega gott. Við héldum þó sjó þar og náðum að halda jöfnu inn í hálfleikinn." Þetta var fyrsti leikur tímabilsins bæði á heimavelli FH sem og að Ólafur Gústafsson sneri aftur í lið FH. „Það er oft erfitt þegar leikmenn koma aftur inn sem hafa verið frá. Þá veit maður ekki hvaða áhrif það hefur og við hikstuðum svolítið í kvöld, núna þurfum við að fara yfir leikinn og hvað er hægt að bæta," sagði Einar. „Fyrstu tveir leikirnir voru ásættanlegir en þessi leikur var mikil vonbrigði og það má margt laga. Þetta er langt mót og við þurfum einfaldlega að læra af þessum skell," sagði Einar Andri. Jóhann Gunnar: Þetta var do-or-die leikur„Við peppuðum okkur upp eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Þetta var do-or-die leikur, að lenda sex stigum eftir á strax í byrjun er gríðarlega erfitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Vikan er búin að vera frábær, við tókum langann fund eftir tapið gegn Akureyri. Það var ekki það að við töpuðum þessum leikjum heldur hvernig við töpuðum þeim, frammistaðan var döpur.“ Allt annað var að sjá til liðsins ef miðað er við síðasta leik. „Við vitum hvað við getum í handbolta en í síðustu leikjum brotnum við um leið og við lendum undir. Í kvöld lendum við undir í seinni hálfleik en í staðinn fyrir að skamma hvorn annan héldum við einfaldlega áfram og unnum að lokum glæsilegann sigur.“ Leikurinn var jafn allt fram að síðustu tíu mínútum leiksins. „Þetta var jafnt allann seinni hálfleikinn, tvö mörk til og frá. Þetta var spurning um hvor næði að slíta sig frá fyrr og við náðum því. Þeir eru búnir að eiga fína leiki og við ömurlega og við vildum þetta mun meira held ég.“ Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir að FH hafi aðeins haft þrjá útileikmenn inná um tíma í fyrri hálfleik. „Mér finnst ömurlegt að spila á 4 eða 3, maður vill ekki klúðra og ef fyrsta skotið klikkar þá verður næsta sókn léleg. Við ákváðum að sökkva okkur ekkert í það heldur halda áfram okkar leik.“ „Það er alltaf verið að tala um að deildin sé svo jöfn og við þurftum að taka þátt í því. Mér fannst við vera flottir hér í kvöld og áttum sigurinn skilið,“
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira