Hótelhamingja í hverfulum heimi Elísabet Brekkan skrifar 1. október 2012 11:11 Að hittast árlega elskast og tala um allt hið persónulega eina helgi er inntakið í leikritinu Á sama tíma að ári, sem frumsýnt var á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið. Ungur maður og ung kona sem bæði eru í hjónabandi, hittast fyrir tilviljun og eiga síðan stefnumót á þessum sama stað á hverju ári. Bernhard Slade skrifaði verkið sem varð mjög vinsælt en Alan Alda og Ellen Burstyn léku hjúin í bíómynd sem vafalaust margir hafa séð. Margir muna eflaust líka eftir þeim Bessa Bjarnasyni og Margréti Guðmundsdóttur í þessum hlutverkum og eins er ekki mjög langt síðan leikstjórinn Sigurður Sigurjónsson lék Georg og Tinna Gunnlaugsdóttir fór með hlutverk Dorisar. Sú spurning vaknar óneitanlega af hverju er verið að setja þetta verk upp aftur? Svarið er líklega að finna í því að það er svolítið fyndið, frekar ódýrt í uppfærslu og ætti líklega að geta skemmt fólki núna eins og þá. Í þessari uppfærslu fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Guðjón Davíð Karlsson með hlutverk skötuhjúanna. Við fylgjumst með þeim á sama hótelherberginu af og til frá 1951 til 1975. Tímarnir breytast og persónurnar með, sem er undirstrikað með búningum og hárgreiðslum auk þess sem þjónustufólk dansar milli atriða í takt við tónlist hvers tíðaranda. Símtólum er skipt út eftir því sem við á og tungumálið breytist einnig þó það sé í sjálfu sér ekki mjög áberandi í þessari nýju þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar nema í blálokin. Þetta á að vera frásögn um ástríðu en einhvern veginn er erfitt að ímynda sér að Georg og Doris séu í raun og veru jafn tryllingslega hrifin hvort af öðru og þau eru sífellt að tala um. Neistinn var víðs fjarri. Nína Dögg var mjög trúverðug og þróast vel í sínu hlutverki meðan Guðjón Davíð var einhvern veginn fastur í "Nei, ráðherra„ eða öðru svipuðu sprelli. Sem slíkur var hann fyndinn og fantagóður á píanóinu. Vitaskuld er þetta gamanleikur en engu að síður leynist nú þarna grafalvarlegur undirtónn, fyrir svo utan að þetta er þróunarsaga fólks á miklum umbreytingatímum í henni veröld. Þegar Doris mætir í hippaklæðum og hann í pinnstífum jakkafötum fáum við að sjá þó nokkrar andstæður. Þetta er í eina skiptið sem þau tala um eitthvað annað en sjálf sig, börnin sín og makana. Þau tala mjög mikið um maka hvors annars, þannig að þetta verður líka eins konar hjónameðferð. Búningar Stefaníu Adolfsdóttur voru skemmtilegir og gáfu vel til kynna hvar persónurnar voru staddar í lífinu, einkum búningar Dorisar. Hver man ekki eftir óléttukjólunum sem voru víst kallaðir tækifæriskjólar? Í einum slíkum mætir Doris til leiks eitt árið enda rétt komin að því að fæða sem hún svo gerir með Georg sem ljósmóður. Það var hraði og sprell í sýningunni sem féll áhorfendum vel í geð en það verður því miður að segjast að verkið eldist ekki vel. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Að hittast árlega elskast og tala um allt hið persónulega eina helgi er inntakið í leikritinu Á sama tíma að ári, sem frumsýnt var á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið. Ungur maður og ung kona sem bæði eru í hjónabandi, hittast fyrir tilviljun og eiga síðan stefnumót á þessum sama stað á hverju ári. Bernhard Slade skrifaði verkið sem varð mjög vinsælt en Alan Alda og Ellen Burstyn léku hjúin í bíómynd sem vafalaust margir hafa séð. Margir muna eflaust líka eftir þeim Bessa Bjarnasyni og Margréti Guðmundsdóttur í þessum hlutverkum og eins er ekki mjög langt síðan leikstjórinn Sigurður Sigurjónsson lék Georg og Tinna Gunnlaugsdóttir fór með hlutverk Dorisar. Sú spurning vaknar óneitanlega af hverju er verið að setja þetta verk upp aftur? Svarið er líklega að finna í því að það er svolítið fyndið, frekar ódýrt í uppfærslu og ætti líklega að geta skemmt fólki núna eins og þá. Í þessari uppfærslu fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Guðjón Davíð Karlsson með hlutverk skötuhjúanna. Við fylgjumst með þeim á sama hótelherberginu af og til frá 1951 til 1975. Tímarnir breytast og persónurnar með, sem er undirstrikað með búningum og hárgreiðslum auk þess sem þjónustufólk dansar milli atriða í takt við tónlist hvers tíðaranda. Símtólum er skipt út eftir því sem við á og tungumálið breytist einnig þó það sé í sjálfu sér ekki mjög áberandi í þessari nýju þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar nema í blálokin. Þetta á að vera frásögn um ástríðu en einhvern veginn er erfitt að ímynda sér að Georg og Doris séu í raun og veru jafn tryllingslega hrifin hvort af öðru og þau eru sífellt að tala um. Neistinn var víðs fjarri. Nína Dögg var mjög trúverðug og þróast vel í sínu hlutverki meðan Guðjón Davíð var einhvern veginn fastur í "Nei, ráðherra„ eða öðru svipuðu sprelli. Sem slíkur var hann fyndinn og fantagóður á píanóinu. Vitaskuld er þetta gamanleikur en engu að síður leynist nú þarna grafalvarlegur undirtónn, fyrir svo utan að þetta er þróunarsaga fólks á miklum umbreytingatímum í henni veröld. Þegar Doris mætir í hippaklæðum og hann í pinnstífum jakkafötum fáum við að sjá þó nokkrar andstæður. Þetta er í eina skiptið sem þau tala um eitthvað annað en sjálf sig, börnin sín og makana. Þau tala mjög mikið um maka hvors annars, þannig að þetta verður líka eins konar hjónameðferð. Búningar Stefaníu Adolfsdóttur voru skemmtilegir og gáfu vel til kynna hvar persónurnar voru staddar í lífinu, einkum búningar Dorisar. Hver man ekki eftir óléttukjólunum sem voru víst kallaðir tækifæriskjólar? Í einum slíkum mætir Doris til leiks eitt árið enda rétt komin að því að fæða sem hún svo gerir með Georg sem ljósmóður. Það var hraði og sprell í sýningunni sem féll áhorfendum vel í geð en það verður því miður að segjast að verkið eldist ekki vel.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira