Ást og klækjabrögð Elísabet Brekkan skrifar 17. október 2012 10:31 „Svo sannarlega hægt að lofa þó nokkrum góðum hlátursgusum,“ segir gagnrýnandinn. Tveggja þjónn, Þjóðleikhúsið Höfundur: Richard Bean.Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistarflutningur: KK-band.Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Misskilningur á misskilning ofan. Það er ekki góður siður að sitja beggja megin borðsins, hvað þá að þjóna tveimur herrum. Tveggja þjónn er farsi og sem slíkur með grafalvarlegan undirtón. Hinn frábæri Carlo Goldoni (1707-1793) skrifar upphaflega verkið sem Bretinn Richard Bean umskrifar og færir til nútímans með Tónlist eftir Grant Olding. Verkið var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Þar var öllu til tjaldað, en engu að síður var eins og vélin þyrfti meiri smurningu. Stílfærður leikurinn kom á köflum út eins og skrykkjóttir kækir. Gervin voru þó hvert um sig skondin og skemmtileg. Gamla verk Goldonis er byggt á commedia dell´arte hefðinni þar sem unnið er út frá vissum ramma en spunnið inn á milli. Þessi aðferð er hér brúkuð og áhorfendur komnir í ýmis hlutverk og ætlaði salurinn alveg að sturlast úr hlátri þegar blásaklaus kona af fremsta bekk var fengin í það að burðast með súputarínu fram og aftur á sviðinu. Jóhannes Haukur var sakleysislegur og elskulegur í túlkun sinni á hinum stressaða svanga þjóni sem var í vinnu hjá tveimur herrum sem þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson túlkuðu með miklum kippum. Eggert Þorleifsson fer með hlutverk hins aldna hjartsjúka þjóns Alfie sem hangir uppi með hjálp gangráðs sem er með mismunandi stillingar og þó þetta örvasa gamalmenni væri dálítið endurtekningarsamt voru hláturgusurnar eins og foss engu að síður. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur hina daðrandi Dollý og geislar hún eins og sólin í þessu vel skrifaða hlutverki og eins voru búningar hennar einkar skemmtilegir. Lögfræðingurinn Harríet Swift, sem Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir ljáir líf, hefur ekki úr eins miklu að moða og gervi hennar minnti á sjónvarpsfígúruna Dame Edna. Örn Árnason leikur Kalla en hluti verksins gerist á heimili hans, þegar verið er að undirbúa trúlofunarveislu dóttur hans. Kalli er eins og teiknimyndapersóna og skemmtilegur sem slíkur á glansandi silkibrók. Dóttirin er blondínubimbó sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir túlkar ágætlega. Hún er yfir sig ástfangin af syni Harríetar, Alan, sem Snorri Engilbertsson, nýútskrifaður úr námi, túlkar af mikilli fimi og færni hins ýkta yfirleikara. Baldur Trausti Hreinsson í hlutverki vinar Kalla er líka einn af þeim sem sér til þess að hlutirnir gangi upp.Tónlistaratriði voru heillandi og orðaleikir gengu vel upp. Leikmynd Jósefs Halldórssonar þjónaði verkinu vel, einkum veitingastaðurinn. Á heildina litið var þó eins og eitthvað vantaði á í hraða farsans og þessi stílfærði leikur leiddi til svolítillar kyrrstöðu. Engu að síður er svo sannarlega hægt að lofa þó nokkrum góðum hláturgusum. Niðurstaða: Fyndinn farsi en höktir á köflum. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tveggja þjónn, Þjóðleikhúsið Höfundur: Richard Bean.Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistarflutningur: KK-band.Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Misskilningur á misskilning ofan. Það er ekki góður siður að sitja beggja megin borðsins, hvað þá að þjóna tveimur herrum. Tveggja þjónn er farsi og sem slíkur með grafalvarlegan undirtón. Hinn frábæri Carlo Goldoni (1707-1793) skrifar upphaflega verkið sem Bretinn Richard Bean umskrifar og færir til nútímans með Tónlist eftir Grant Olding. Verkið var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Þar var öllu til tjaldað, en engu að síður var eins og vélin þyrfti meiri smurningu. Stílfærður leikurinn kom á köflum út eins og skrykkjóttir kækir. Gervin voru þó hvert um sig skondin og skemmtileg. Gamla verk Goldonis er byggt á commedia dell´arte hefðinni þar sem unnið er út frá vissum ramma en spunnið inn á milli. Þessi aðferð er hér brúkuð og áhorfendur komnir í ýmis hlutverk og ætlaði salurinn alveg að sturlast úr hlátri þegar blásaklaus kona af fremsta bekk var fengin í það að burðast með súputarínu fram og aftur á sviðinu. Jóhannes Haukur var sakleysislegur og elskulegur í túlkun sinni á hinum stressaða svanga þjóni sem var í vinnu hjá tveimur herrum sem þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson túlkuðu með miklum kippum. Eggert Þorleifsson fer með hlutverk hins aldna hjartsjúka þjóns Alfie sem hangir uppi með hjálp gangráðs sem er með mismunandi stillingar og þó þetta örvasa gamalmenni væri dálítið endurtekningarsamt voru hláturgusurnar eins og foss engu að síður. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur hina daðrandi Dollý og geislar hún eins og sólin í þessu vel skrifaða hlutverki og eins voru búningar hennar einkar skemmtilegir. Lögfræðingurinn Harríet Swift, sem Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir ljáir líf, hefur ekki úr eins miklu að moða og gervi hennar minnti á sjónvarpsfígúruna Dame Edna. Örn Árnason leikur Kalla en hluti verksins gerist á heimili hans, þegar verið er að undirbúa trúlofunarveislu dóttur hans. Kalli er eins og teiknimyndapersóna og skemmtilegur sem slíkur á glansandi silkibrók. Dóttirin er blondínubimbó sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir túlkar ágætlega. Hún er yfir sig ástfangin af syni Harríetar, Alan, sem Snorri Engilbertsson, nýútskrifaður úr námi, túlkar af mikilli fimi og færni hins ýkta yfirleikara. Baldur Trausti Hreinsson í hlutverki vinar Kalla er líka einn af þeim sem sér til þess að hlutirnir gangi upp.Tónlistaratriði voru heillandi og orðaleikir gengu vel upp. Leikmynd Jósefs Halldórssonar þjónaði verkinu vel, einkum veitingastaðurinn. Á heildina litið var þó eins og eitthvað vantaði á í hraða farsans og þessi stílfærði leikur leiddi til svolítillar kyrrstöðu. Engu að síður er svo sannarlega hægt að lofa þó nokkrum góðum hláturgusum. Niðurstaða: Fyndinn farsi en höktir á köflum.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira