Því hann er svo meiriháttar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. október 2012 12:11 Hadley Richardson, fyrsta eiginkona Nóbelsverðlaunarithöfundarins Ernests Hemingway, hefur ekki verið áberandi í allri þeirri umræðu sem geisað hefur um hann síðustu hálfa öldina eða svo. Hún er ekki einu sinni tiltakanlega áberandi í minningum Hemingways frá Parísarárum þeirra, sem Halldór Laxness þýddi á íslensku og kallaði Veislu í farangrinum. Þó voru þau saman í sex ár og að því er sagan segir afskaplega ástfangin og lukkuleg meirihluta þess tíma. Kannski einmitt þess vegna hefur það hjónaband hlotið minni athygli en önnur og stormasamari ástarsambönd rithöfundarins. Nokkrar ævisögur um Hadley hafa þó litið dagsins ljós og sú nýjasta, sem Paula McLain skrifaði, er nú komin út í prýðilegri þýðingu Herdísar Magneu Hübner. McLain kallar söguna þó skáldsögu, enda er hún sögð í fyrstu persónu út frá sjónarhorni Hadley og skáldað í þær eyður sem sagnfræðin hefur skilið eftir. Bókin hefst við fyrstu kynni þeirra Hadley og Ernests og henni lýkur við skilnað þeirra. Auðvitað er stiklað í stuttu máli á sögu þeirra fyrir þann tíma en fókusinn er allur á samband þeirra og hvernig Hadley upplifir það. Nær væri reyndar að segja að fókusinn sé allur á Hemingway enda liggur við að Hadley sé aukapersóna í eigin sögu; allar hennar hugsanir og tilfinningar snúast um hinn mikla mann. Mann grunar eiginlega að McLain hafi mun meiri áhuga á honum en eiginkonu hans en hafi séð sér leik á borði að láta rödd sína heyrast í Hemingway-skvaldrinu með því að skrifa sögu Hadley. Bókin er ágætlega skrifuð og virðist halda sig nokkuð staðfastlega við staðreyndir úr lífi þeirra hjóna, þótt samtöl og dagleg samskipti séu auðvitað uppdiktuð. Þrátt fyrir ágæta spretti tekst höfundi ekki að gera Hadley að áhugaverðri persónu og þar af leiðandi missir lesandinn fljótt áhugann á örlögum hennar. Hún er afskaplega litlaus karakter, gamaldags eiginkona og móðir og á sér vart nokkurt líf utan ramma hjónabandsins. Það virkar því dálítið á skjön þegar aðrar persónur sögunnar tönnlast á því hve hún sé nú skemmtileg og áhugaverð kona. Hví skilar það sér ekki í sögu hennar sjálfrar? Hemingway, sem ekki hefur fengið þann dóm sögunnar að hafa verið sérstaklega viðkunnanleg manneskja, fær hér hins vegar silkihanskameðferð. Sagan er mun fremur málsvörn fyrir hann en sársaukasaga hinnar sviknu konu hans. Sögusviðið er mestan part París, auk ýmissa staða í Evrópu sem þau hjón heimsækja í styttri ferðum, en ekki einu sinni hin dulmagnaða ára sem París hafði á þessum árum týndu kynslóðarinnar skilar sér til lesandans. Samanburðurinn við Veislu í farangrinum er óhjákvæmilegur og þar stenst Parísarkonan engan samanburð, hvorki hvað varðar stíl né efnistök. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Hadley Richardson, fyrsta eiginkona Nóbelsverðlaunarithöfundarins Ernests Hemingway, hefur ekki verið áberandi í allri þeirri umræðu sem geisað hefur um hann síðustu hálfa öldina eða svo. Hún er ekki einu sinni tiltakanlega áberandi í minningum Hemingways frá Parísarárum þeirra, sem Halldór Laxness þýddi á íslensku og kallaði Veislu í farangrinum. Þó voru þau saman í sex ár og að því er sagan segir afskaplega ástfangin og lukkuleg meirihluta þess tíma. Kannski einmitt þess vegna hefur það hjónaband hlotið minni athygli en önnur og stormasamari ástarsambönd rithöfundarins. Nokkrar ævisögur um Hadley hafa þó litið dagsins ljós og sú nýjasta, sem Paula McLain skrifaði, er nú komin út í prýðilegri þýðingu Herdísar Magneu Hübner. McLain kallar söguna þó skáldsögu, enda er hún sögð í fyrstu persónu út frá sjónarhorni Hadley og skáldað í þær eyður sem sagnfræðin hefur skilið eftir. Bókin hefst við fyrstu kynni þeirra Hadley og Ernests og henni lýkur við skilnað þeirra. Auðvitað er stiklað í stuttu máli á sögu þeirra fyrir þann tíma en fókusinn er allur á samband þeirra og hvernig Hadley upplifir það. Nær væri reyndar að segja að fókusinn sé allur á Hemingway enda liggur við að Hadley sé aukapersóna í eigin sögu; allar hennar hugsanir og tilfinningar snúast um hinn mikla mann. Mann grunar eiginlega að McLain hafi mun meiri áhuga á honum en eiginkonu hans en hafi séð sér leik á borði að láta rödd sína heyrast í Hemingway-skvaldrinu með því að skrifa sögu Hadley. Bókin er ágætlega skrifuð og virðist halda sig nokkuð staðfastlega við staðreyndir úr lífi þeirra hjóna, þótt samtöl og dagleg samskipti séu auðvitað uppdiktuð. Þrátt fyrir ágæta spretti tekst höfundi ekki að gera Hadley að áhugaverðri persónu og þar af leiðandi missir lesandinn fljótt áhugann á örlögum hennar. Hún er afskaplega litlaus karakter, gamaldags eiginkona og móðir og á sér vart nokkurt líf utan ramma hjónabandsins. Það virkar því dálítið á skjön þegar aðrar persónur sögunnar tönnlast á því hve hún sé nú skemmtileg og áhugaverð kona. Hví skilar það sér ekki í sögu hennar sjálfrar? Hemingway, sem ekki hefur fengið þann dóm sögunnar að hafa verið sérstaklega viðkunnanleg manneskja, fær hér hins vegar silkihanskameðferð. Sagan er mun fremur málsvörn fyrir hann en sársaukasaga hinnar sviknu konu hans. Sögusviðið er mestan part París, auk ýmissa staða í Evrópu sem þau hjón heimsækja í styttri ferðum, en ekki einu sinni hin dulmagnaða ára sem París hafði á þessum árum týndu kynslóðarinnar skilar sér til lesandans. Samanburðurinn við Veislu í farangrinum er óhjákvæmilegur og þar stenst Parísarkonan engan samanburð, hvorki hvað varðar stíl né efnistök.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira