Jonas Blixt fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni 15. október 2012 11:00 Jonas Blixt fékk 110 milljónir kr. fyrir sigurinn á frys.com meistaramótinu. AP Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn. Tim Petrovic gerði atlögu efsta sætinu á lokahringnum en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum og endaði á 15 höggum undir par i líkt og landi hans Jason Kokrak. Blixt var að leika á sínu 19. PGA móti á ferlinum en hann endaði í þriðja sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Las Vegas og var það besti árangur hans þart til í gær. Blixt hefur „önglað" saman um 230 milljónum kr. í verðlaunafé á þessu tímabili og er hann í 35. sæti á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Það eru aðeins tvö mót eftir á tímabilinu á PGA mótaröðinni og á þeim mótum ræðst hvaða 125 kylfingar ná að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. ´Staðan á peningalistanum: Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn. Tim Petrovic gerði atlögu efsta sætinu á lokahringnum en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum og endaði á 15 höggum undir par i líkt og landi hans Jason Kokrak. Blixt var að leika á sínu 19. PGA móti á ferlinum en hann endaði í þriðja sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Las Vegas og var það besti árangur hans þart til í gær. Blixt hefur „önglað" saman um 230 milljónum kr. í verðlaunafé á þessu tímabili og er hann í 35. sæti á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Það eru aðeins tvö mót eftir á tímabilinu á PGA mótaröðinni og á þeim mótum ræðst hvaða 125 kylfingar ná að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. ´Staðan á peningalistanum:
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira