Helgarmaturinn - Föstudagsmatur Freyju Sigurðardóttur 12. október 2012 11:30 Kjúklingur er í miklu uppáhaldi hjá Freyju. „Föstudagsmaturinn hjá okkur fjölskyldunni er oft kjúklingur og sætar kartöflur en kjúklingur er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Ég borða mikið af kjúklingi þegar ég er að búa mig undir fitnessmót. En þá fæ ég ekkert krydd eða sósur með,“ segir Freyja Sigurðardóttir þjálfari. Kjúklingur, sætar kartöflur og sumarsalat (þó það sé komið haust þá er allt í lagi að halda sumarsalatinu inni). Fyrir 5 Kjúklingur:6 kjúklingabringur steiktar á rafmagnspönnunni frá Saladmaster.Ég krydda bringurnar með kjúklingakryddinu frá Pottagöldrum og á algjörum sparidögum vef ég bringurnar með beikoni. Það finnst strákunum mínum algjört æði.Sætar kartöflur:3-4 sætar kartöflur½ rauðlaukur2 cm ferskur engifer1 dl matreiðslurjómi½ piparosturAÐFERÐ Þú skerð kartöflur í teninga og setur í eldfast mót, ofan á það fer niðurskorinn rauðlaukur og mjög smátt skorið engifer. Svo seturðu kartöflur ofan á þetta aftur, engifer og rauðlauk, koll af kolli (eins og þú sért að gera lasanja). Í lokin seturðu 1 dl af matreiðslurjóma og skerð svo piparostinn smátt og setur yfir kartöflurnar. Inn í ofn í 30-40 mínútur við um 200°C.Sumarsalat1 poki spínat½ poki klettasalat (rucola)1 rauð paprika2 tómatar10 cm agúrka, smátt skorin15 jarðarbertvær lúkur af bláberjumsvo finnst okkur gott að hafa smá fetaost með. Allt skorið vel niður í skál. Með þessu drekkum við vatn með lime eða sódavatn. Verði ykkur að góðu og góða helgi. Sumarsalat Freyju. Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Föstudagsmaturinn hjá okkur fjölskyldunni er oft kjúklingur og sætar kartöflur en kjúklingur er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Ég borða mikið af kjúklingi þegar ég er að búa mig undir fitnessmót. En þá fæ ég ekkert krydd eða sósur með,“ segir Freyja Sigurðardóttir þjálfari. Kjúklingur, sætar kartöflur og sumarsalat (þó það sé komið haust þá er allt í lagi að halda sumarsalatinu inni). Fyrir 5 Kjúklingur:6 kjúklingabringur steiktar á rafmagnspönnunni frá Saladmaster.Ég krydda bringurnar með kjúklingakryddinu frá Pottagöldrum og á algjörum sparidögum vef ég bringurnar með beikoni. Það finnst strákunum mínum algjört æði.Sætar kartöflur:3-4 sætar kartöflur½ rauðlaukur2 cm ferskur engifer1 dl matreiðslurjómi½ piparosturAÐFERÐ Þú skerð kartöflur í teninga og setur í eldfast mót, ofan á það fer niðurskorinn rauðlaukur og mjög smátt skorið engifer. Svo seturðu kartöflur ofan á þetta aftur, engifer og rauðlauk, koll af kolli (eins og þú sért að gera lasanja). Í lokin seturðu 1 dl af matreiðslurjóma og skerð svo piparostinn smátt og setur yfir kartöflurnar. Inn í ofn í 30-40 mínútur við um 200°C.Sumarsalat1 poki spínat½ poki klettasalat (rucola)1 rauð paprika2 tómatar10 cm agúrka, smátt skorin15 jarðarbertvær lúkur af bláberjumsvo finnst okkur gott að hafa smá fetaost með. Allt skorið vel niður í skál. Með þessu drekkum við vatn með lime eða sódavatn. Verði ykkur að góðu og góða helgi. Sumarsalat Freyju.
Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira