Saga til næsta bæjar á enda 12. október 2012 10:57 Meðal verka íslenskra vöruhönnuða sem sjá má á sýningunni Saga til næsta bæjar er Merkikerti Hildigunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar Þorsteins sem sést hér fremst á myndinni. Sýningu Hönnunarsafns Íslands á íslenskri vöruhönnun síðustu ára, Saga til næsta bæjar, lýkur um helgina. Á henni er dregin upp mynd af verkefnum vöruhönnuða, stórum og smáum sem hafa staðið yfir á síðustu árum. Verkin á sýningunni varpa enn fremur ljósi á hvernig vöruhönnuðir á Íslandi hafa nálgast fag sem víðast hvar annars staðar byggir á langri hefð vöruframleiðslu og iðnaðar. "Mikil breyting hefur orðið á vettvangi íslenskrar hönnunar á síðasta áratug og almenn vakning á gildi hönnunar fyrir samfélög og mikilvægi samstarfs þvert á greinar og jafnvel menningarheima," segir í fréttatilkynningu frá safninu. Þar er líka vakin athygli á því að á síðasta sýningardegi, næstkomandi sunnudag, verður sýningarstjórinn, Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður, með leiðsögn um sýninguna klukkan þrjú. Klukkan fjögur verða umræður í sýningarsal þar sem gefst gullið tækifæri til að spjalla um veg vöruhönnunar á Íslandi í dag með sýningarstjóra og vöruhönnuðum. Léttar veitingar í boði. Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Sýningu Hönnunarsafns Íslands á íslenskri vöruhönnun síðustu ára, Saga til næsta bæjar, lýkur um helgina. Á henni er dregin upp mynd af verkefnum vöruhönnuða, stórum og smáum sem hafa staðið yfir á síðustu árum. Verkin á sýningunni varpa enn fremur ljósi á hvernig vöruhönnuðir á Íslandi hafa nálgast fag sem víðast hvar annars staðar byggir á langri hefð vöruframleiðslu og iðnaðar. "Mikil breyting hefur orðið á vettvangi íslenskrar hönnunar á síðasta áratug og almenn vakning á gildi hönnunar fyrir samfélög og mikilvægi samstarfs þvert á greinar og jafnvel menningarheima," segir í fréttatilkynningu frá safninu. Þar er líka vakin athygli á því að á síðasta sýningardegi, næstkomandi sunnudag, verður sýningarstjórinn, Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður, með leiðsögn um sýninguna klukkan þrjú. Klukkan fjögur verða umræður í sýningarsal þar sem gefst gullið tækifæri til að spjalla um veg vöruhönnunar á Íslandi í dag með sýningarstjóra og vöruhönnuðum. Léttar veitingar í boði.
Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira