Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 11. október 2012 19:30 Mynd/HAG Valur og Fram skildu jöfn 23-23 í einvígi Reykjavíkurliðanna að Hlíðarenda í kvöld í spennandi og jöfnun leik. Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 13-10 en þriggja mínútna leik kafli í seinni hálfleik þar sem Fram mest þremur leikmönnum fleiri á vellinum kom Fram aftur inn í leikinn. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að fyrri hálfleikur var hálfnaður náði Valur þriggja marka forystu 9-6. Fram náði að minnka muninn í eitt mark en Valur náði aftur þriggja marka forskoti fyrir hálfleik, 13-10. Varnarleikur Vals var mjög sterkur í fyrri hálfleik og lagði grunninn að forystunni. Valur náði fjögurra marka forystu snemma í seinni hálfleik, 15-11, en fékk þrjár brottvísanir á 50 sekúndum. Það nýttu Framarar sér vel og jöfnuðu leikinn 15-15 og eftir það var leikurinn í járnum. Öfugt við fyrri hálfleik þá var það varnarleikur Fram sem var mun sterkari í seinni hálfleik en leikmenn liðsins voru klaufar að ná ekki tveggja marka forystu í leiknum. Liðin skiptust á að skora en Fram komst í 23-22 þegar enn voru þrjár mínútur eftir af leiknum. Vörn Vals var að mestu leyti góð allan seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri auk þess sem markverðir liðsins vörðu oft vel. Sóknarleikur Vals var aftur á móti ekki góður og þá sérstaklega er leið á leikinn. Liðið átti í stökustu vandræðum í uppstilltri sókn. Jöfnunarmarkið kom eftir að Róbert Aron Hostert seldi sig í vörninni, hann reyndi að stela boltanum og við það opnaðist hægra hornið og Finnur Ingi skoraði það sem reyndar síðasta mark leiksins. Algjör óþarfi hjá Róberti og dýrkeypt mistök. Bæði lið fengu sóknir til að skora sigurmark en áttu í vandræðum að finna sér góð færi. Róbert Aron átti fínt skot þegar mínúta var eftir sem Hlynur Morthens varði í slána og þaðan fór boltinn í báðar stangirnar. Hressileg dramatík en jafntefli líklega sanngjörn úrslit. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fjóra leiki. Patrekur: Brottvísanir sem áttu ekki að vera„Ég er ánægður með strákana. Við mættum einbeittir til leiks eftir að hafa unnið vel alla vikuna. Þetta spilaðist eins og ég bjóst við. Það var hart barist,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals í leikslok. „3-2-1 vörnin var mjög góð. Við vorum hægir til að byrja með í sókninni en er leið á leikinn þá losnaði um menn sem fóru að hreyfa sig vel án bolta og við áttum ágætis sóknir. Við náðum líka nokkrum hraðaupphlaupum og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) kom sterkur inn og Bubbi (Hlynur Morthens) aftur í lokin. Fram er með gott lið, með fullt af góðum leikmönnum eins og við. „Ég hefði viljað fá tvö stig en þetta var sanngjarnt þegar á heildina er litið,“ sagði Patrekur sem var ekki sáttur við brottrekstrana sem Valur fékk í stöðunni 15-11. „Þú færð mig ekki til að tala illa um hann Gísla, hann er búinn að dæma í 20 ár. Auðvitað var þetta krítískt. Þessir dómar voru alveg út úr kortinu. Ég held að ef hann sé heiðarlegur við sjálfan sig þá kíkir hann á það. Hann dæmdi ekki í fyrstu umferðunum og ætli hann þurfi ekki að koma sér í gang. Hann átti ekki góðan dag í dag. „Þetta er upp á líf og dauða fyrir okkur, þetta er svo jöfn deild og auðvitað telur það þegar við erum 15-11 yfir og það koma tvær brottvísanir sem eiga ekkert að vera. Það er alltaf hægt að tína eitthvað. „Við börðumst vel og erum með fullt af efnilegum strákum og svo með menn sem hafa verið lengi frá eins og Valdimar og Finnur Ingi. Það er góður andi í liðinu og ég vissi að það tæki langan tíma að byggja liðið upp frá grunni og að við höfum spilað vel í síðustu þremur leikjum tel ég nokkuð gott. „Við erum komnir með þrjú stig og nú er bara að halda áfram að búa til gott lið og góða handboltamenn. Það er markmiðið. „Mig grunaði að Fram myndi reyna að stela boltanum og ég vildi fá eitt skot í lokin. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt. Framarar áttu góða spretti eins og við enda með gott lið,“ sagði Patrekur um síðustu sókn Vals í leiknum. Einar: Heilt á litið sanngjarnt„Miðað við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik þá held ég að maður verði að vera sáttur við stigið. Mér fannst við vera klaufar í lokin að fara ekki með þetta upp í tvö mörk. Vörnin stóð fínt og þeir voru í vandræðum fannst mér eftir að við breyttum aftur í 3-2-1. Við spiluðum okkur í færi en klúðruðum þeim og tókum óskynsamar ákvarðanir, bæði í vörn og sókn, sérstaklega á síðustu 10 mínútunum þegar mér fannst við vera með leikinn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Heilt á litið var þetta sanngjarnt. Þeim fannst þeir eflaust líka hafa verið klaufar og því er örugglega ekki sanngjarnt að segja að þetta hafi verið ósanngjarnt. „Við vorum hægir, staðir og einbeitingarlausir í fyrri hálfleik. Við vorum sjálfum okkur verstir en ég er ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og rifu sig upp af rassgatinu. „Við lékum mikið betur í seinni hálfleik og það var meiri andi í liðinu. Menn voru einbeittari og meiri kraftur í þessu. „Þeir voru í basli með okkur og við náðum að skapa okkur ákjósanlegri færi. Við fengum líka mikið upp úr hraðaupphlaupum, seinna tempóinu, og þá þurftum við bara að standa í vörninni. Hann (Róbert Aron) er ungur og graður og hefði verið hetja ef hann hefði stolið boltanum. Stundum er gott að hafa svona menn. Stundum græðir maður á því og stundum tapar maður á því og því miður þá töpuðum við á því í dag,“ sagði Einar um síðasta mark Vals í leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira
Valur og Fram skildu jöfn 23-23 í einvígi Reykjavíkurliðanna að Hlíðarenda í kvöld í spennandi og jöfnun leik. Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 13-10 en þriggja mínútna leik kafli í seinni hálfleik þar sem Fram mest þremur leikmönnum fleiri á vellinum kom Fram aftur inn í leikinn. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að fyrri hálfleikur var hálfnaður náði Valur þriggja marka forystu 9-6. Fram náði að minnka muninn í eitt mark en Valur náði aftur þriggja marka forskoti fyrir hálfleik, 13-10. Varnarleikur Vals var mjög sterkur í fyrri hálfleik og lagði grunninn að forystunni. Valur náði fjögurra marka forystu snemma í seinni hálfleik, 15-11, en fékk þrjár brottvísanir á 50 sekúndum. Það nýttu Framarar sér vel og jöfnuðu leikinn 15-15 og eftir það var leikurinn í járnum. Öfugt við fyrri hálfleik þá var það varnarleikur Fram sem var mun sterkari í seinni hálfleik en leikmenn liðsins voru klaufar að ná ekki tveggja marka forystu í leiknum. Liðin skiptust á að skora en Fram komst í 23-22 þegar enn voru þrjár mínútur eftir af leiknum. Vörn Vals var að mestu leyti góð allan seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri auk þess sem markverðir liðsins vörðu oft vel. Sóknarleikur Vals var aftur á móti ekki góður og þá sérstaklega er leið á leikinn. Liðið átti í stökustu vandræðum í uppstilltri sókn. Jöfnunarmarkið kom eftir að Róbert Aron Hostert seldi sig í vörninni, hann reyndi að stela boltanum og við það opnaðist hægra hornið og Finnur Ingi skoraði það sem reyndar síðasta mark leiksins. Algjör óþarfi hjá Róberti og dýrkeypt mistök. Bæði lið fengu sóknir til að skora sigurmark en áttu í vandræðum að finna sér góð færi. Róbert Aron átti fínt skot þegar mínúta var eftir sem Hlynur Morthens varði í slána og þaðan fór boltinn í báðar stangirnar. Hressileg dramatík en jafntefli líklega sanngjörn úrslit. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fjóra leiki. Patrekur: Brottvísanir sem áttu ekki að vera„Ég er ánægður með strákana. Við mættum einbeittir til leiks eftir að hafa unnið vel alla vikuna. Þetta spilaðist eins og ég bjóst við. Það var hart barist,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals í leikslok. „3-2-1 vörnin var mjög góð. Við vorum hægir til að byrja með í sókninni en er leið á leikinn þá losnaði um menn sem fóru að hreyfa sig vel án bolta og við áttum ágætis sóknir. Við náðum líka nokkrum hraðaupphlaupum og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) kom sterkur inn og Bubbi (Hlynur Morthens) aftur í lokin. Fram er með gott lið, með fullt af góðum leikmönnum eins og við. „Ég hefði viljað fá tvö stig en þetta var sanngjarnt þegar á heildina er litið,“ sagði Patrekur sem var ekki sáttur við brottrekstrana sem Valur fékk í stöðunni 15-11. „Þú færð mig ekki til að tala illa um hann Gísla, hann er búinn að dæma í 20 ár. Auðvitað var þetta krítískt. Þessir dómar voru alveg út úr kortinu. Ég held að ef hann sé heiðarlegur við sjálfan sig þá kíkir hann á það. Hann dæmdi ekki í fyrstu umferðunum og ætli hann þurfi ekki að koma sér í gang. Hann átti ekki góðan dag í dag. „Þetta er upp á líf og dauða fyrir okkur, þetta er svo jöfn deild og auðvitað telur það þegar við erum 15-11 yfir og það koma tvær brottvísanir sem eiga ekkert að vera. Það er alltaf hægt að tína eitthvað. „Við börðumst vel og erum með fullt af efnilegum strákum og svo með menn sem hafa verið lengi frá eins og Valdimar og Finnur Ingi. Það er góður andi í liðinu og ég vissi að það tæki langan tíma að byggja liðið upp frá grunni og að við höfum spilað vel í síðustu þremur leikjum tel ég nokkuð gott. „Við erum komnir með þrjú stig og nú er bara að halda áfram að búa til gott lið og góða handboltamenn. Það er markmiðið. „Mig grunaði að Fram myndi reyna að stela boltanum og ég vildi fá eitt skot í lokin. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt. Framarar áttu góða spretti eins og við enda með gott lið,“ sagði Patrekur um síðustu sókn Vals í leiknum. Einar: Heilt á litið sanngjarnt„Miðað við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik þá held ég að maður verði að vera sáttur við stigið. Mér fannst við vera klaufar í lokin að fara ekki með þetta upp í tvö mörk. Vörnin stóð fínt og þeir voru í vandræðum fannst mér eftir að við breyttum aftur í 3-2-1. Við spiluðum okkur í færi en klúðruðum þeim og tókum óskynsamar ákvarðanir, bæði í vörn og sókn, sérstaklega á síðustu 10 mínútunum þegar mér fannst við vera með leikinn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Heilt á litið var þetta sanngjarnt. Þeim fannst þeir eflaust líka hafa verið klaufar og því er örugglega ekki sanngjarnt að segja að þetta hafi verið ósanngjarnt. „Við vorum hægir, staðir og einbeitingarlausir í fyrri hálfleik. Við vorum sjálfum okkur verstir en ég er ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og rifu sig upp af rassgatinu. „Við lékum mikið betur í seinni hálfleik og það var meiri andi í liðinu. Menn voru einbeittari og meiri kraftur í þessu. „Þeir voru í basli með okkur og við náðum að skapa okkur ákjósanlegri færi. Við fengum líka mikið upp úr hraðaupphlaupum, seinna tempóinu, og þá þurftum við bara að standa í vörninni. Hann (Róbert Aron) er ungur og graður og hefði verið hetja ef hann hefði stolið boltanum. Stundum er gott að hafa svona menn. Stundum græðir maður á því og stundum tapar maður á því og því miður þá töpuðum við á því í dag,“ sagði Einar um síðasta mark Vals í leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira