Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2012 11:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Stefán Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Lars Lagerbäck var meðal annars spurður út í muninn á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars Lars Lagerbäck. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður," sagði Lagerbäck. Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun heimasíðu KSÍ um fundinn: Á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu sátu þjálfarinn Lars Lagerbäck og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum albanskra blaðamanna. Þjálfarinn sænski var fyrst spurður við hverju hann byggist af landsliði Albaníu. „Albanía er með gott lið, og við sýnum Albönum virðingu sem knattspyrnuþjóð. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn, og liðið hefur verið óheppið að ná ekki betri árangri í gegnum tíðina, því hér hafa margar stórar knattspyrnuþjóðir lent í vandræðum. Albanarnir eru vel skipulagðir undir stjórn nýs þjálfara og leika agaðan og grimman varnarleik sem er stýrt af reynslumiklum leikmönnum eins og Lorik Cana, sem er leiðtogi liðsins og hefur flestar sóknirnar hjá þeim. Þó hann leiki jafnan sem miðvörður með landsliðinu er hann afar mikilvægur í spili þeirra. Leikmenn héðan eru líka þekktir fyrir að vera duglegir og grimmir í návígjum. Svo spila áhorfendur auðvitað inn í, þeir eru mjög öflugir hérna, afar ástríðufullir og styðja sitt lið af miklum krafti". Aron Einar tók undir orð þjálfarans. „Við vitum af hverju við erum hér og vitum hvað við viljum gera. Þetta verður örugglega jafn leikur, mikið um líkamleg átök og hörkutæklingar". Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars aðspurður. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður." Á Ísland möguleika í riðlinum? „Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars. Þessi riðill gæti orðið mjög jafn og ég tel að þetta sé svona riðill þar sem allir geta unnið alla. Við erum með ungt lið, unga leikmenn sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og framtíðin er björt, eftir 2-3 ár verðum við vonandi með mjög sterkt lið." Er Aron Einar sammála? „Liðið er að vaxa með hverjum leik, þetta er allt á réttri leið hjá okkur og við erum alltaf að læra, og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Við viljum ná eins mörgum stigum og við getum í þessum riðli. Sviss virðist vera með sterkasta liðið, en annars held ég að allir geti unnið alla" sagði fyrirliði Íslands og tók þar með undir fyrri orð þjálfarans. Sem ungur fyrirliði svona ungs liðs, þá hlýturðu að vonast til að komast í lokakeppni stórmóts á komandi árum. Telurðu Ísland eiga möguleika á því? „Það er draumur okkar allra og allra Íslendinga, en það er langur vegur að þeim draumi og það þarf margt að gerast áður en hann getur orðið að veruleika. Það eru til dæmis nokkrir leikir eftir í þessum riðli." Sagði Aron og voru það lokaorðin á þessum blaðamannafundi, áður en liðið hélt á æfingu á Qemal Stafa leikvanginum, sem er í göngufæri frá hóteli liðsins. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Lars Lagerbäck var meðal annars spurður út í muninn á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars Lars Lagerbäck. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður," sagði Lagerbäck. Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun heimasíðu KSÍ um fundinn: Á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu sátu þjálfarinn Lars Lagerbäck og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum albanskra blaðamanna. Þjálfarinn sænski var fyrst spurður við hverju hann byggist af landsliði Albaníu. „Albanía er með gott lið, og við sýnum Albönum virðingu sem knattspyrnuþjóð. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn, og liðið hefur verið óheppið að ná ekki betri árangri í gegnum tíðina, því hér hafa margar stórar knattspyrnuþjóðir lent í vandræðum. Albanarnir eru vel skipulagðir undir stjórn nýs þjálfara og leika agaðan og grimman varnarleik sem er stýrt af reynslumiklum leikmönnum eins og Lorik Cana, sem er leiðtogi liðsins og hefur flestar sóknirnar hjá þeim. Þó hann leiki jafnan sem miðvörður með landsliðinu er hann afar mikilvægur í spili þeirra. Leikmenn héðan eru líka þekktir fyrir að vera duglegir og grimmir í návígjum. Svo spila áhorfendur auðvitað inn í, þeir eru mjög öflugir hérna, afar ástríðufullir og styðja sitt lið af miklum krafti". Aron Einar tók undir orð þjálfarans. „Við vitum af hverju við erum hér og vitum hvað við viljum gera. Þetta verður örugglega jafn leikur, mikið um líkamleg átök og hörkutæklingar". Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars aðspurður. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður." Á Ísland möguleika í riðlinum? „Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars. Þessi riðill gæti orðið mjög jafn og ég tel að þetta sé svona riðill þar sem allir geta unnið alla. Við erum með ungt lið, unga leikmenn sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og framtíðin er björt, eftir 2-3 ár verðum við vonandi með mjög sterkt lið." Er Aron Einar sammála? „Liðið er að vaxa með hverjum leik, þetta er allt á réttri leið hjá okkur og við erum alltaf að læra, og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Við viljum ná eins mörgum stigum og við getum í þessum riðli. Sviss virðist vera með sterkasta liðið, en annars held ég að allir geti unnið alla" sagði fyrirliði Íslands og tók þar með undir fyrri orð þjálfarans. Sem ungur fyrirliði svona ungs liðs, þá hlýturðu að vonast til að komast í lokakeppni stórmóts á komandi árum. Telurðu Ísland eiga möguleika á því? „Það er draumur okkar allra og allra Íslendinga, en það er langur vegur að þeim draumi og það þarf margt að gerast áður en hann getur orðið að veruleika. Það eru til dæmis nokkrir leikir eftir í þessum riðli." Sagði Aron og voru það lokaorðin á þessum blaðamannafundi, áður en liðið hélt á æfingu á Qemal Stafa leikvanginum, sem er í göngufæri frá hóteli liðsins.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira