Umfangsmesta lyfjasvindl sögunnar | Armstrong gjörspilltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2012 17:13 Nordic Photos / Getty Images Lyfjaeftirlitssamtök Bandaríkjanna, USADA, hafa sent frá sér risavaxna skýrslu um Lance Armstrong hjólreiðakappa og keppnislið hans. Armstrong fagnaði sigri í Tour de France sjö sinnum á ferlinum en nú er hann sakaður um að lyfjasvindl hans sé það umfangsmesta sem íþróttaheimurinn hafi kynnst. Í skýrslunni, sem er meira en þúsund blaðsíður, er sagt frá vitnisburði 26 manna, þar af fimmtán hjólreiðakappa. Hún hefur nú verið send Alþjóðahjólreiðasambandinu sem og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Framkvæmdarstjóri USADA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fullyrðir að skýrslan sanni með öllu að US Postal Service-hjólreiðaliðið (USPS) hafi starfrækt umfangsmesta, faglegasta og árangursríkasta lyfjasvindl sem nokkur íþrótt hafi áður kynnst. Enn fremur sanni skýrslan að Lance Armstrong hafi notað ólögleg lyf, haft þau í fórum sínum og dreift til annarra. Nefnir hann meðal annars peningagreiðslur, tölvupósta og niðurstöður lyfjarannsókna sem styðji fyllilega við það. „Hin sorglegi sannleikur um blekkingarleik íþróttamannanna er að USPS-liðið fjármagnaði starfssemi sína með tugmilljónum dollara frá bandarískum skattborgurum." USADA setti Armstrong í lífstíðarbann í ágúst eftir að hann tilkynnti að hann myndi ekki svara fyrir kærur sem honum hafði verið birtar. Armstrong hefur ávallt neitað sök og þrætt fyrir hvers konar lyfjamisnotkun af sinni hálfu. Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Lyfjaeftirlitssamtök Bandaríkjanna, USADA, hafa sent frá sér risavaxna skýrslu um Lance Armstrong hjólreiðakappa og keppnislið hans. Armstrong fagnaði sigri í Tour de France sjö sinnum á ferlinum en nú er hann sakaður um að lyfjasvindl hans sé það umfangsmesta sem íþróttaheimurinn hafi kynnst. Í skýrslunni, sem er meira en þúsund blaðsíður, er sagt frá vitnisburði 26 manna, þar af fimmtán hjólreiðakappa. Hún hefur nú verið send Alþjóðahjólreiðasambandinu sem og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Framkvæmdarstjóri USADA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fullyrðir að skýrslan sanni með öllu að US Postal Service-hjólreiðaliðið (USPS) hafi starfrækt umfangsmesta, faglegasta og árangursríkasta lyfjasvindl sem nokkur íþrótt hafi áður kynnst. Enn fremur sanni skýrslan að Lance Armstrong hafi notað ólögleg lyf, haft þau í fórum sínum og dreift til annarra. Nefnir hann meðal annars peningagreiðslur, tölvupósta og niðurstöður lyfjarannsókna sem styðji fyllilega við það. „Hin sorglegi sannleikur um blekkingarleik íþróttamannanna er að USPS-liðið fjármagnaði starfssemi sína með tugmilljónum dollara frá bandarískum skattborgurum." USADA setti Armstrong í lífstíðarbann í ágúst eftir að hann tilkynnti að hann myndi ekki svara fyrir kærur sem honum hafði verið birtar. Armstrong hefur ávallt neitað sök og þrætt fyrir hvers konar lyfjamisnotkun af sinni hálfu.
Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira