Alki í afneitun Elísabet Brekkan skrifar 29. október 2012 11:40 Höfundur verksins Blakkát er Björk Jakobsdóttir og leikur hún einnig aðalhlutverkið. Fréttablaðið/stefán Blakkát Höfundu r: Björk Jakobsdóttur.Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónssond og Magnús Guðmundsson.Leikstjóri: Edda BjörgvinsdóttirGaflaraleikhúsið Björk Jakobsdóttir bregður sér í gervi dagdrykkjukonu í leikriti sínu Blakkát sem frumsýnt var nýlega í Hafnarfirði. Áhorfendur fögnuðu og var ærin ástæða til. Andskotinn hvar í fjandanum er ég og hvar var ég í gær, líklega á árshátíð, vá maður ég er á hótel Örk? Eitthvað á þessa leið hugsar eða tuldrar hin sídrukkna Bogga þegar hún vaknar á hótelherbergi sem hún kannast ekki við, en útsýnið leiðbeinir henni. Í bólinu liggur ókunnur maður og ekki nóg með að hann sé ókunnur heldur er hann einnig steindauður. Björk fléttar saman þeim þáttum og einkennum sem upp koma þegar manneskja verður fyrir óminnishegranum. Borghildur Sveinsdóttir er í ágætu starfi hjá Stjórnarráðinu, þar sem hún hefur unnið í 30 ár. Það kemur fram þegar á leikinn líður að yfirmenn og samstarfsfólk hafa verið umburðarlynd þó svo að hún vilji ekki kannast við það. Björk hefur engu gleymt af því sem einkennir lyginn alka, og eins tekst henni að vefja inn á skemmtilegan hátt mörgum atriðum sem einkenna góðan farsa þannig að útkoman er skemmtileg. Að vísu hefði hún mátt draga aðeins úr masi sínu við salinn, en það er einhver lenska núna að hálfstökkva úr hlutverkum sínum eða hljóta allt í einu meðvitund um hið leikhúslega í samhenginu. Annars var ferðin fumlaus. Leikmyndin er skondin, það sést yfir í nágrenni Hveragerðis og myndbandanotkun er smellin, þar sem hin nútímalega Bogga hafði notað símann sinn til myndatöku og myndbandagerðar og var myndum úr símanum varpað upp á vegg að baki hennar. Þetta var náttúrulega til þess að mórallinn yfir framferðinu kvöldið áður varð verri og hún pantaði sér fleiri og fleiri drykki. Samvinna þeirra Bjarkar og Eddu skilar sér í hröðum leik og endurlit persónunar Borghildar var vægast sagt nokkuð sorgleg saga en eins og alkóhólista í afneitun er siður greip hún til einhverrar lygar til að réttlæta hegðun sína. Af hverju er ungi maðurinn uppi í rúmi hjá henni? Spurningunni veltur hún fyrir sér og ímyndar sér að hún hafi átt dásamlega nótt með dansi og bólferð og er það sýnt með leikrænni tjáningu þeirra. Magnús Guðmundsson leikur þennan unga mann fimlega. Hjörtur Jóhann Jónsson leikur þjóninn á hótelinu, sem á stundum í erfiðleikum með að ná sambandi við Boggu. Einnig leikur hann soninn unga sem er orðinn þreyttur og hvekktur á hinni sídrukknu móður. Uppbygging verksins er góð og tónlistar- og dansatriðin sem spretta upp eru fjörug og skemmtileg. Burtséð frá allri skemmtuninni er grafalvarlegur undirtónn en aldrei nein predikun nema sú sem hver og einn finnur hjá sjálfum sér. Niðurstaða: Góð kvöldskemmtun í Galfaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Blakkát Höfundu r: Björk Jakobsdóttur.Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónssond og Magnús Guðmundsson.Leikstjóri: Edda BjörgvinsdóttirGaflaraleikhúsið Björk Jakobsdóttir bregður sér í gervi dagdrykkjukonu í leikriti sínu Blakkát sem frumsýnt var nýlega í Hafnarfirði. Áhorfendur fögnuðu og var ærin ástæða til. Andskotinn hvar í fjandanum er ég og hvar var ég í gær, líklega á árshátíð, vá maður ég er á hótel Örk? Eitthvað á þessa leið hugsar eða tuldrar hin sídrukkna Bogga þegar hún vaknar á hótelherbergi sem hún kannast ekki við, en útsýnið leiðbeinir henni. Í bólinu liggur ókunnur maður og ekki nóg með að hann sé ókunnur heldur er hann einnig steindauður. Björk fléttar saman þeim þáttum og einkennum sem upp koma þegar manneskja verður fyrir óminnishegranum. Borghildur Sveinsdóttir er í ágætu starfi hjá Stjórnarráðinu, þar sem hún hefur unnið í 30 ár. Það kemur fram þegar á leikinn líður að yfirmenn og samstarfsfólk hafa verið umburðarlynd þó svo að hún vilji ekki kannast við það. Björk hefur engu gleymt af því sem einkennir lyginn alka, og eins tekst henni að vefja inn á skemmtilegan hátt mörgum atriðum sem einkenna góðan farsa þannig að útkoman er skemmtileg. Að vísu hefði hún mátt draga aðeins úr masi sínu við salinn, en það er einhver lenska núna að hálfstökkva úr hlutverkum sínum eða hljóta allt í einu meðvitund um hið leikhúslega í samhenginu. Annars var ferðin fumlaus. Leikmyndin er skondin, það sést yfir í nágrenni Hveragerðis og myndbandanotkun er smellin, þar sem hin nútímalega Bogga hafði notað símann sinn til myndatöku og myndbandagerðar og var myndum úr símanum varpað upp á vegg að baki hennar. Þetta var náttúrulega til þess að mórallinn yfir framferðinu kvöldið áður varð verri og hún pantaði sér fleiri og fleiri drykki. Samvinna þeirra Bjarkar og Eddu skilar sér í hröðum leik og endurlit persónunar Borghildar var vægast sagt nokkuð sorgleg saga en eins og alkóhólista í afneitun er siður greip hún til einhverrar lygar til að réttlæta hegðun sína. Af hverju er ungi maðurinn uppi í rúmi hjá henni? Spurningunni veltur hún fyrir sér og ímyndar sér að hún hafi átt dásamlega nótt með dansi og bólferð og er það sýnt með leikrænni tjáningu þeirra. Magnús Guðmundsson leikur þennan unga mann fimlega. Hjörtur Jóhann Jónsson leikur þjóninn á hótelinu, sem á stundum í erfiðleikum með að ná sambandi við Boggu. Einnig leikur hann soninn unga sem er orðinn þreyttur og hvekktur á hinni sídrukknu móður. Uppbygging verksins er góð og tónlistar- og dansatriðin sem spretta upp eru fjörug og skemmtileg. Burtséð frá allri skemmtuninni er grafalvarlegur undirtónn en aldrei nein predikun nema sú sem hver og einn finnur hjá sjálfum sér. Niðurstaða: Góð kvöldskemmtun í Galfaraleikhúsinu í Hafnarfirði.
Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira