Tal ráðherra um ónýta krónu hefur engin áhrif á gengi hennar 22. október 2012 10:10 Þótt ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafi farið niðrandi orðum um íslensku krónuna undanfarin þrjú ár hafa slík ummæli aldrei haft nein áhrif á gengi hennar til skamms tíma. Þessir ráðherrar hafa iðulega orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir að tala krónuna niður eins og það er orðað. Í úttekt sem greining Arion banka hefur gert og birt er í Markaðspunktum greiningarinnar kemur fram að að ekkert bendi eindregið til þess að ummæli ráðherra um ókosti krónunnar hafi nokkur einhlít áhrif á gengi hennar til skamms tíma. Greiningin kannaði áhrif ummæla í sex skipti frá árslokum 2010 fram til þessa mánaðar. Í fjórum tilvika birti Bloomberg fréttaveitan ummælin. Tölfræðileg greining leiðir í ljós að birting ummæla af þessum toga í erlendum fjölmiðlum hefur engin marktæk áhrif á gengisbreytingar krónunnar, það er þegar búið er að leiðrétta fyrir sveiflum sem viðbúið var að yrðu áður en ummælin birtust. Greiningin segir að þetta eigi ekki að koma á óvart. Í haftaumhverfi ræðst gengi krónunnar að verulegu leyti af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri vegna milliríkjaviðskipta og afborgana af lánum eða fjárfestinga til lengri tíma. Spákaupmenn hafa hins vegar verið svo gott sem klipptir út af markaðnum og geta því ekki átt viðskipti til skamms tíma fyrir verulegar fjárhæðir á grundvelli yfirlýsinga ráðamanna einna saman. Síðan segir í Markaðspunktunum að þótt ekkert bendi til að yfirlýsingar ráðherranna hafi áhrif til skemmri tíma, er ekki þar með hægt að útiloka að þær grafi undan fjárfestingum í gjaldmiðlinum til lengri tíma. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Þótt ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafi farið niðrandi orðum um íslensku krónuna undanfarin þrjú ár hafa slík ummæli aldrei haft nein áhrif á gengi hennar til skamms tíma. Þessir ráðherrar hafa iðulega orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir að tala krónuna niður eins og það er orðað. Í úttekt sem greining Arion banka hefur gert og birt er í Markaðspunktum greiningarinnar kemur fram að að ekkert bendi eindregið til þess að ummæli ráðherra um ókosti krónunnar hafi nokkur einhlít áhrif á gengi hennar til skamms tíma. Greiningin kannaði áhrif ummæla í sex skipti frá árslokum 2010 fram til þessa mánaðar. Í fjórum tilvika birti Bloomberg fréttaveitan ummælin. Tölfræðileg greining leiðir í ljós að birting ummæla af þessum toga í erlendum fjölmiðlum hefur engin marktæk áhrif á gengisbreytingar krónunnar, það er þegar búið er að leiðrétta fyrir sveiflum sem viðbúið var að yrðu áður en ummælin birtust. Greiningin segir að þetta eigi ekki að koma á óvart. Í haftaumhverfi ræðst gengi krónunnar að verulegu leyti af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri vegna milliríkjaviðskipta og afborgana af lánum eða fjárfestinga til lengri tíma. Spákaupmenn hafa hins vegar verið svo gott sem klipptir út af markaðnum og geta því ekki átt viðskipti til skamms tíma fyrir verulegar fjárhæðir á grundvelli yfirlýsinga ráðamanna einna saman. Síðan segir í Markaðspunktunum að þótt ekkert bendi til að yfirlýsingar ráðherranna hafi áhrif til skemmri tíma, er ekki þar með hægt að útiloka að þær grafi undan fjárfestingum í gjaldmiðlinum til lengri tíma.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira