FME lækkar mat á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða 22. október 2012 07:30 Sökum hins nýja gengislánadóms Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) lækkað fyrra mat sitt á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða króna. Áður mat eftirlitið að áhrifin af gengislánadómum gætu orðið að hámarki 165 milljarða kr. tap hjá fjármálafyrirtækjum en hefur nú lækkað það hámark niður í 125 milljarða kr. Það er mat eftirlitsins að dómurinn sem féll fyrir helgina minnki enn frekar þá réttaróvissu sem upp kom í kjölfar fyrri dóms réttarins svo sem hvaða viðmiðunardag skal nota, í hvaða tilvikum getur talist vera um aðstöðumun að ræða og hvort horfa beri á einstakar greiðslur eða heildargreiðslu við endurreikning. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir: „Niðurstaða dómsins varðandi þessi álitaefni er í samræmi við aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við mat á hugsanlegum áhrifum dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 miðað við þær kröfur sem hafðar voru uppi í málinu. Dómurinn hefur ekki áhrif til hækkunar á mati Fjármálaeftirlitsins en mögulega til lækkunar verði endanleg aðferðafræði við endurreikning í samræmi við niðurstöðu hans. Í fyrra mati Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli ... kom fram að fjármálafyrirtæki hefðu þegar lagt til hliðar í ársreikningum fyrir árið 2011 rúma 70 milljarða vegna dómsins. Því til viðbótar voru möguleg áhrif af því að önnur lán fjármálafyrirtækja yrðu dæmd ólögmæt að hámarki talin geta orðið 95 milljarðar. Mat Fjármálaeftirlitsins var því að heildaráhrifin gætu að hámarki orðið 165 milljarðar. Síðastliðið sumar féllu þrír dómar Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að um lögmæta erlenda lánasamninga væri að ræða, nánar tiltekið .... Fjármálaeftirlitið telur að fordæmisgildi þeirra kunni að vera töluvert og er það því mat eftirlitsins að möguleg viðbótaráhrif lækki úr 95 milljörðum kr. í 55 milljarða kr. Heildaráhrifin gætu því að hámarki orðið 125 milljarðar kr. í stað 165 milljarða kr. áður." Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Sökum hins nýja gengislánadóms Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) lækkað fyrra mat sitt á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða króna. Áður mat eftirlitið að áhrifin af gengislánadómum gætu orðið að hámarki 165 milljarða kr. tap hjá fjármálafyrirtækjum en hefur nú lækkað það hámark niður í 125 milljarða kr. Það er mat eftirlitsins að dómurinn sem féll fyrir helgina minnki enn frekar þá réttaróvissu sem upp kom í kjölfar fyrri dóms réttarins svo sem hvaða viðmiðunardag skal nota, í hvaða tilvikum getur talist vera um aðstöðumun að ræða og hvort horfa beri á einstakar greiðslur eða heildargreiðslu við endurreikning. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir: „Niðurstaða dómsins varðandi þessi álitaefni er í samræmi við aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við mat á hugsanlegum áhrifum dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 miðað við þær kröfur sem hafðar voru uppi í málinu. Dómurinn hefur ekki áhrif til hækkunar á mati Fjármálaeftirlitsins en mögulega til lækkunar verði endanleg aðferðafræði við endurreikning í samræmi við niðurstöðu hans. Í fyrra mati Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli ... kom fram að fjármálafyrirtæki hefðu þegar lagt til hliðar í ársreikningum fyrir árið 2011 rúma 70 milljarða vegna dómsins. Því til viðbótar voru möguleg áhrif af því að önnur lán fjármálafyrirtækja yrðu dæmd ólögmæt að hámarki talin geta orðið 95 milljarðar. Mat Fjármálaeftirlitsins var því að heildaráhrifin gætu að hámarki orðið 165 milljarðar. Síðastliðið sumar féllu þrír dómar Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að um lögmæta erlenda lánasamninga væri að ræða, nánar tiltekið .... Fjármálaeftirlitið telur að fordæmisgildi þeirra kunni að vera töluvert og er það því mat eftirlitsins að möguleg viðbótaráhrif lækki úr 95 milljörðum kr. í 55 milljarða kr. Heildaráhrifin gætu því að hámarki orðið 125 milljarðar kr. í stað 165 milljarða kr. áður."
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira