Einstakar vörur fyrir sælkera 31. október 2012 10:53 Rúnar Gíslason yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum segir gjafakörfu frá fyrirtækinu vera góða og girnilega gjöf. mynd/anton Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is. Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is.
Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira