Einstakar vörur fyrir sælkera 31. október 2012 10:53 Rúnar Gíslason yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum segir gjafakörfu frá fyrirtækinu vera góða og girnilega gjöf. mynd/anton Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is. Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is.
Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira