Hughrif Hörpu 31. október 2012 10:44 Gjafapakkinn, sem er fyrir tvo, inniheldur miða í íslensku óperuna eða á sinfóníutónleika, nótt á icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á kolabrautinni í Hörpu og skoðunarferð um húsið. Í vetur kynnir Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýjung sem nefnist "Hughrif Hörpu". "Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo sem inniheldur miða í annaðhvort Íslensku óperuna eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu, skoðunarferð um húsið og að sjálfsögðu stæði í bílakjallara Hörpu," útskýrir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. Anna bætir við að þau vonist til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þetta frábæra tilboð. "Vestanhafs er mjög vinsælt að pör fari í svokallað "staycation" en það er frí án þess að langt sé farið. Þetta er auðvitað stórskemmtileg gjöf fyrir fólk sem vill rómantíska upplifun og komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum." Einnig býður Harpa upp á hefðbundin gjafakort sem gilda sem inneign á hvaða tónleika sem er í húsinu. Anna segist líka búast við því að fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér gjafapakkann til að gefa einstaka upplifun í Hörpu og njóta alls þess sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. "Við höfnina hefur sprottið upp fjöldi skemmtilegra verslana, kaffihúsa og veitingastaða sem er gaman að skoða. Með þessum gjafapakka getur þú komið þér vel fyrir í hjarta miðborgarinnar og nýtt daginn vel í miðbænum á meðan bíllinn getur beðið í hlýjunni í Hörpu. Svo bíður þín dýrindis málsverður á Kolabrautinni á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir borgina, tónleikar í Eldborg og loks uppábúið rúm á glæsilegu hóteli." Nánari upplýsingar um "Hughrif Hörpu" er að finna á www.harpa.is eða í miðasölu Hörpu 528 5050. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Í vetur kynnir Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýjung sem nefnist "Hughrif Hörpu". "Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo sem inniheldur miða í annaðhvort Íslensku óperuna eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu, skoðunarferð um húsið og að sjálfsögðu stæði í bílakjallara Hörpu," útskýrir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. Anna bætir við að þau vonist til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þetta frábæra tilboð. "Vestanhafs er mjög vinsælt að pör fari í svokallað "staycation" en það er frí án þess að langt sé farið. Þetta er auðvitað stórskemmtileg gjöf fyrir fólk sem vill rómantíska upplifun og komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum." Einnig býður Harpa upp á hefðbundin gjafakort sem gilda sem inneign á hvaða tónleika sem er í húsinu. Anna segist líka búast við því að fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér gjafapakkann til að gefa einstaka upplifun í Hörpu og njóta alls þess sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. "Við höfnina hefur sprottið upp fjöldi skemmtilegra verslana, kaffihúsa og veitingastaða sem er gaman að skoða. Með þessum gjafapakka getur þú komið þér vel fyrir í hjarta miðborgarinnar og nýtt daginn vel í miðbænum á meðan bíllinn getur beðið í hlýjunni í Hörpu. Svo bíður þín dýrindis málsverður á Kolabrautinni á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir borgina, tónleikar í Eldborg og loks uppábúið rúm á glæsilegu hóteli." Nánari upplýsingar um "Hughrif Hörpu" er að finna á www.harpa.is eða í miðasölu Hörpu 528 5050.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira