Bjartsýnn fyrir Íslands hönd Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 18:57 Svein Harald Øygard. Mynd/Anton Brink Norski hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard segist bjartsýnn fyrir hönd Íslands og segir mikil tækifæri vera fyrir hendi þegar kemur að því að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið. Svein Harald var starfandi seðlabankastjóri hér á landi árið 2009, frá síðari hluta febrúar mánaðar og fram á haustmánuði sama ár. Svein Harald var einn þeirra sem vann að skýrslunni um Ísland hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsay en hann hefur starfað þar sem ráðgjafi um árabil, en um tíma starfaði hann einnig sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Noregs. Svein segir Ísland um margt standa á tímamótum og nauðsynlegt sé fyrir fólkið í landinu að ákveða hvert skuli stefnt inn í framtíðina, í efnhagslegu tilliti. „Ég held að margt hafi verið fært til betri vegar á Íslandi. Við hefðum öll viljað að það hefði gengið hraðar fyrir sig. Nú held ég að aðalþrautin sé að einbeita sér að því hvað verði hægt að gera næst, hvernig hægt sé að skapa nýjan hagvöxt á Íslandi á sjálfbæran hátt. Ég held að þetta sé svarið við spurningunni til langs tíma en það myndi einnig hjálpa okkur að leysa mörg skammtímaverkefni," segir Svein. Svein Harald segir að huga þurfi sérstaklega að því hvernig megi efla fjárfestingu í hagkerfinu. „Ef við berum Ísland saman við önnur lönd eftir kreppuna er aðalmunurinn hve lítil fjárfesting á sér nú stað á Íslandi," segir Svein. Svein Harald segist ennfremur bjartsýnn á efnahagslega framtíð Íslands, hér séu margvísleg tækifæri til þess að gera enn betur. „Ég held að Ísland hafi það sem til þarf. Íbúarnir eru vinnufúsir, mjög hæfir og áhugasamir og þeir hafa viljann til að gera það sem þarf til að halda fram á við. Svo ég er vongóður. Við vonum öll að það muni ganga hraðar og breytingarnar verði skjótari fyrir Íslendinga," segir Svein.Leiðrétting: Mishermt var í upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Svein Harald hefði verið að störfum í Seðlabanka Íslands í um tvo mánuði. Það er ekki rétt. Hið rétta er að hann starfaði fyrir Seðlabankann í tæpt ár. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Norski hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard segist bjartsýnn fyrir hönd Íslands og segir mikil tækifæri vera fyrir hendi þegar kemur að því að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið. Svein Harald var starfandi seðlabankastjóri hér á landi árið 2009, frá síðari hluta febrúar mánaðar og fram á haustmánuði sama ár. Svein Harald var einn þeirra sem vann að skýrslunni um Ísland hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsay en hann hefur starfað þar sem ráðgjafi um árabil, en um tíma starfaði hann einnig sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Noregs. Svein segir Ísland um margt standa á tímamótum og nauðsynlegt sé fyrir fólkið í landinu að ákveða hvert skuli stefnt inn í framtíðina, í efnhagslegu tilliti. „Ég held að margt hafi verið fært til betri vegar á Íslandi. Við hefðum öll viljað að það hefði gengið hraðar fyrir sig. Nú held ég að aðalþrautin sé að einbeita sér að því hvað verði hægt að gera næst, hvernig hægt sé að skapa nýjan hagvöxt á Íslandi á sjálfbæran hátt. Ég held að þetta sé svarið við spurningunni til langs tíma en það myndi einnig hjálpa okkur að leysa mörg skammtímaverkefni," segir Svein. Svein Harald segir að huga þurfi sérstaklega að því hvernig megi efla fjárfestingu í hagkerfinu. „Ef við berum Ísland saman við önnur lönd eftir kreppuna er aðalmunurinn hve lítil fjárfesting á sér nú stað á Íslandi," segir Svein. Svein Harald segist ennfremur bjartsýnn á efnahagslega framtíð Íslands, hér séu margvísleg tækifæri til þess að gera enn betur. „Ég held að Ísland hafi það sem til þarf. Íbúarnir eru vinnufúsir, mjög hæfir og áhugasamir og þeir hafa viljann til að gera það sem þarf til að halda fram á við. Svo ég er vongóður. Við vonum öll að það muni ganga hraðar og breytingarnar verði skjótari fyrir Íslendinga," segir Svein.Leiðrétting: Mishermt var í upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Svein Harald hefði verið að störfum í Seðlabanka Íslands í um tvo mánuði. Það er ekki rétt. Hið rétta er að hann starfaði fyrir Seðlabankann í tæpt ár.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira