Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-26 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. október 2012 19:00 Mynd/Valli Fram er enn taplaust á toppi N1 deildar kvenna eftir þriggja marka sigur á Stjörnunni á útivelli 26-23. Jafnt var í hálfleik 13-13 en Fram náði mest fimm marka forystu eftir hlé og vann nokkuð öruggan sigur. Eftir jafnar upphafsmínútur náði Fram fjögurra marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks 9-5. Með mikilli baráttu og fínum varnarleik náði Stjarnan að komast yfir fyrir hálfleik 13-12 áður en Birna Berg Haraldsdóttir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Líkt og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum í upphafi seinni hálfleiks en um miðbik hálfleiksins skildi aftur á milli og nú náði Fram mest fimm marka forystu 23-18 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Stjarnan náði að minnka muninn og hefði hæglega getað hleypt mun meiri spennu í leikinn ef liðið hefði ekki klúðrað tveimur vítaköstum seint í leiknum auk þess að kasta boltanum frá sér í hraðaupphlaupum. Stjarnan komst ekki nær en þrjú mörk og Fram því enn ósigrað í sex leikjum á meðan Stjarnan er enn með sex stig, nú í sjö leikjum. Fram hefur oft leikið mun betri sóknarleik en Birna Berg Haraldsdóttir gladdi augað með fallegum mörkum þó fjarað hafi undan hennar leik er leið á leikinn enda enn nokkuð í að hún komist í sitt besta form. Stella Sigurðardóttir skilaði sínu þrátt fyrir að vera klippt út lungan úr leiknum og Elísabet Gunnarsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skiluðu sínu. Guðrún Bjartmarz kom inn í mark Fram seint í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik en hún varði meðal annars tvö vítaköst frá leikreyndum leikmönnum Stjörnunnar er heimamenn reyndu að minnka muninn seint í leiknum. Stjarnan getur mun betur og er í raun jákvætt fyrir liðið hve litlu munaði á liðunum þrátt fyrir að lykilmenn hafi ekki leikið eins og best þær geta. Halldór: Náum ekki að slökkva í þeim„Við vorum ekki klárar til að byrja með varnarlega og ekki heldur sóknarlega. Við gerum tíu tekníska feila í fyrri hálfleik og þær komast á bragðið og finna að þetta er möguleiki og þá verður þetta erfitt hjá okkur," sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram í leikslok. „Þær reyna að stjórna leiknum og við vorum ekki klárar í að ganga út í þær og fáum fullt af aula mörkum á okkur. „Ég hafði svo sem ekki áhyggjur af þessu í seinni hálfleik enda fyrst og fremst að einbeita mér að því að stjórna leiknum. Þetta var komið í þægilega stöðu þegar lítið er eftir í seinni hálfleik en alveg eins og í fyrri hálfleik þá gefum við eftir í staðin fyrir að halda áfram og taka sjötta, sjöunda markið sem slekkur í þeim. „Ég er ósáttur við margt í leiknum en þegar við förum fram úr þeim þá spilum við fína vörn og fáum markvörslu. Það er jákvæðast. Sóknarlega erum við langan hluta ekki með. Birna gerir fullt af góðum mörkum en ég hefði viljað fá meira út úr Sibbu (Sigurbjörgu Jóhannsdóttur), hún veit það best sjálf. Við setjum kannski of mikla pressu á okkur sjálfar," sagði Halldór Jóhann. Skúli: Hraðaupphlaupin vantaði„Það vantaði örlítið meira sjálfstraust í okkar lið þegar upp er staðið. Við spilum fínt á köflum og ég er mjög sáttur við margt. Við misstum aðeins haus í sókn á köflum og náðum þar að leiðandi ekki að klára leik sem er jafn mikilvægur og þessi er," sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Vörnin á köflum er alveg ágæt. Við fáum ekkert hraðaupphlaup á fyrsta tempói, við fáum engin ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Við erum ekki með þá markvörslu sem við erum oftast með sem hangir saman með hraðaupphlaupunum. Að öðru leyti erum við með allan efnivið í leikinn. „Þetta var jafn leikur þar sem Fram spilar sinn bolta en við náum ekki að klára okkar 100% á öllum sviðum. Við brennum af mörgum dauðafærum, tökum rangar ákvarðanir. Við klikkum á vítum og það er ekki eitthvað sem maður vill sjá mikið af í leikjum sem þessum. Við höfum ekki efni á því gegn Fram. „Fram fær fimm auðveld mörk úr hraðaupphlaupum en við ekkert, það er erfitt að vinna upp fimm mörk á öðrum sviðum gegn liði eins og Fram," sagði Skúli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Fram er enn taplaust á toppi N1 deildar kvenna eftir þriggja marka sigur á Stjörnunni á útivelli 26-23. Jafnt var í hálfleik 13-13 en Fram náði mest fimm marka forystu eftir hlé og vann nokkuð öruggan sigur. Eftir jafnar upphafsmínútur náði Fram fjögurra marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks 9-5. Með mikilli baráttu og fínum varnarleik náði Stjarnan að komast yfir fyrir hálfleik 13-12 áður en Birna Berg Haraldsdóttir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Líkt og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum í upphafi seinni hálfleiks en um miðbik hálfleiksins skildi aftur á milli og nú náði Fram mest fimm marka forystu 23-18 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Stjarnan náði að minnka muninn og hefði hæglega getað hleypt mun meiri spennu í leikinn ef liðið hefði ekki klúðrað tveimur vítaköstum seint í leiknum auk þess að kasta boltanum frá sér í hraðaupphlaupum. Stjarnan komst ekki nær en þrjú mörk og Fram því enn ósigrað í sex leikjum á meðan Stjarnan er enn með sex stig, nú í sjö leikjum. Fram hefur oft leikið mun betri sóknarleik en Birna Berg Haraldsdóttir gladdi augað með fallegum mörkum þó fjarað hafi undan hennar leik er leið á leikinn enda enn nokkuð í að hún komist í sitt besta form. Stella Sigurðardóttir skilaði sínu þrátt fyrir að vera klippt út lungan úr leiknum og Elísabet Gunnarsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skiluðu sínu. Guðrún Bjartmarz kom inn í mark Fram seint í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik en hún varði meðal annars tvö vítaköst frá leikreyndum leikmönnum Stjörnunnar er heimamenn reyndu að minnka muninn seint í leiknum. Stjarnan getur mun betur og er í raun jákvætt fyrir liðið hve litlu munaði á liðunum þrátt fyrir að lykilmenn hafi ekki leikið eins og best þær geta. Halldór: Náum ekki að slökkva í þeim„Við vorum ekki klárar til að byrja með varnarlega og ekki heldur sóknarlega. Við gerum tíu tekníska feila í fyrri hálfleik og þær komast á bragðið og finna að þetta er möguleiki og þá verður þetta erfitt hjá okkur," sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram í leikslok. „Þær reyna að stjórna leiknum og við vorum ekki klárar í að ganga út í þær og fáum fullt af aula mörkum á okkur. „Ég hafði svo sem ekki áhyggjur af þessu í seinni hálfleik enda fyrst og fremst að einbeita mér að því að stjórna leiknum. Þetta var komið í þægilega stöðu þegar lítið er eftir í seinni hálfleik en alveg eins og í fyrri hálfleik þá gefum við eftir í staðin fyrir að halda áfram og taka sjötta, sjöunda markið sem slekkur í þeim. „Ég er ósáttur við margt í leiknum en þegar við förum fram úr þeim þá spilum við fína vörn og fáum markvörslu. Það er jákvæðast. Sóknarlega erum við langan hluta ekki með. Birna gerir fullt af góðum mörkum en ég hefði viljað fá meira út úr Sibbu (Sigurbjörgu Jóhannsdóttur), hún veit það best sjálf. Við setjum kannski of mikla pressu á okkur sjálfar," sagði Halldór Jóhann. Skúli: Hraðaupphlaupin vantaði„Það vantaði örlítið meira sjálfstraust í okkar lið þegar upp er staðið. Við spilum fínt á köflum og ég er mjög sáttur við margt. Við misstum aðeins haus í sókn á köflum og náðum þar að leiðandi ekki að klára leik sem er jafn mikilvægur og þessi er," sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Vörnin á köflum er alveg ágæt. Við fáum ekkert hraðaupphlaup á fyrsta tempói, við fáum engin ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Við erum ekki með þá markvörslu sem við erum oftast með sem hangir saman með hraðaupphlaupunum. Að öðru leyti erum við með allan efnivið í leikinn. „Þetta var jafn leikur þar sem Fram spilar sinn bolta en við náum ekki að klára okkar 100% á öllum sviðum. Við brennum af mörgum dauðafærum, tökum rangar ákvarðanir. Við klikkum á vítum og það er ekki eitthvað sem maður vill sjá mikið af í leikjum sem þessum. Við höfum ekki efni á því gegn Fram. „Fram fær fimm auðveld mörk úr hraðaupphlaupum en við ekkert, það er erfitt að vinna upp fimm mörk á öðrum sviðum gegn liði eins og Fram," sagði Skúli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira