Þorsteinn Már: Afar krefjandi tímar framundan í sjávarútvegi Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 18:45 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendur Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússar og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Þó afkomutölur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, einkum þeirra stærri, hafi sjaldan litið betur út en undanfarin tvö ár, hafa aðstæður á alþjóðamörkuðum farið versnandi undanfarin misseri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Samherja, sem skilaði hagnaði í fyrra upp á tæpa níu milljarða króna, að dótturfélögum meðtöldum, segir blikur vera á lofti á mörkuðum, sem geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. „Við sjáum nú þegar verðlækkanir á mörkuðum, og það þekkja allir hvernig staða efnahagsmála er í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu, en það hafa verið stórir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þar er sölutregða farin að gera vart við sig, enda er þetta dýr gæðavara á mörkuðum," segir Þorsteinn Már. Hann segir að nýlegar ákvarðanir um stórauknar aflaheimildir í Barentshafi, geti haft mikil áhrif á sölu á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum. „Þorskkvóti í Barentshafi var aukinn um 250 þúsund tonn, en til samanburðar þá voru 170 þúsund tonn veidd á Íslandsmiðum í fyrra. Aukningin ein og sér er því 50 prósent meiri en sem nam heildarafla í fyrra við Ísland. Þetta getur haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, þar sem erfiðara verður að selja fiskinn á mörkuðum vegna harðnandi samkeppni, ekki síst frá Noregi og einnig frá Rússlandi." Aðspurður hvort að búast megi við því að birgðir af fiski geti farið að safnast upp, vegna sölutregðu á mörkuðum, segist hann fastlega búast við því að svo verði. „Það er nú þegar komin upp sölutregða og salan er orðin erfiðari og meira krefjandi en áður. Ég hef trú á því að birgðasöfnun komi upp já. Íslenskur sjávarútvegur mun þurfa að einblína á söluna á næstu misserum, og sjávarútvegurinn og stjórnvöld þurfa að vinna saman að því að efla markaðs- og sölustarfið, því það er mikið í húfi, vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir efnahag landsins," segir Þorsteinn Már. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússar og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Þó afkomutölur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, einkum þeirra stærri, hafi sjaldan litið betur út en undanfarin tvö ár, hafa aðstæður á alþjóðamörkuðum farið versnandi undanfarin misseri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Samherja, sem skilaði hagnaði í fyrra upp á tæpa níu milljarða króna, að dótturfélögum meðtöldum, segir blikur vera á lofti á mörkuðum, sem geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. „Við sjáum nú þegar verðlækkanir á mörkuðum, og það þekkja allir hvernig staða efnahagsmála er í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu, en það hafa verið stórir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þar er sölutregða farin að gera vart við sig, enda er þetta dýr gæðavara á mörkuðum," segir Þorsteinn Már. Hann segir að nýlegar ákvarðanir um stórauknar aflaheimildir í Barentshafi, geti haft mikil áhrif á sölu á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum. „Þorskkvóti í Barentshafi var aukinn um 250 þúsund tonn, en til samanburðar þá voru 170 þúsund tonn veidd á Íslandsmiðum í fyrra. Aukningin ein og sér er því 50 prósent meiri en sem nam heildarafla í fyrra við Ísland. Þetta getur haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, þar sem erfiðara verður að selja fiskinn á mörkuðum vegna harðnandi samkeppni, ekki síst frá Noregi og einnig frá Rússlandi." Aðspurður hvort að búast megi við því að birgðir af fiski geti farið að safnast upp, vegna sölutregðu á mörkuðum, segist hann fastlega búast við því að svo verði. „Það er nú þegar komin upp sölutregða og salan er orðin erfiðari og meira krefjandi en áður. Ég hef trú á því að birgðasöfnun komi upp já. Íslenskur sjávarútvegur mun þurfa að einblína á söluna á næstu misserum, og sjávarútvegurinn og stjórnvöld þurfa að vinna saman að því að efla markaðs- og sölustarfið, því það er mikið í húfi, vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir efnahag landsins," segir Þorsteinn Már.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira