Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 14:47 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenningunni í dag fyrir hönd kvennalandsliðsins. Þá hélt Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, ávarp við athöfnina.Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: "Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og útskýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjölbreytileikanum". Það hafa komið margar spurningar um hvaðan hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir afhverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: "Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(" Það er sama hvaða stöðu manneskjan gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð—ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri samfélagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögnum fjölbreytileikanum alltaf." Fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Katrín Ómarsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenningunni í dag fyrir hönd kvennalandsliðsins. Þá hélt Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, ávarp við athöfnina.Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: "Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og útskýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjölbreytileikanum". Það hafa komið margar spurningar um hvaðan hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir afhverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: "Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(" Það er sama hvaða stöðu manneskjan gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð—ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri samfélagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögnum fjölbreytileikanum alltaf." Fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Katrín Ómarsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira