Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 14:47 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenningunni í dag fyrir hönd kvennalandsliðsins. Þá hélt Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, ávarp við athöfnina.Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: "Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og útskýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjölbreytileikanum". Það hafa komið margar spurningar um hvaðan hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir afhverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: "Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(" Það er sama hvaða stöðu manneskjan gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð—ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri samfélagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögnum fjölbreytileikanum alltaf." Fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Katrín Ómarsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenningunni í dag fyrir hönd kvennalandsliðsins. Þá hélt Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, ávarp við athöfnina.Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: "Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og útskýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjölbreytileikanum". Það hafa komið margar spurningar um hvaðan hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir afhverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: "Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(" Það er sama hvaða stöðu manneskjan gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð—ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri samfélagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögnum fjölbreytileikanum alltaf." Fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Katrín Ómarsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira