Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2012 18:30 Deilur Róberts Wessman og Björgólfs Thors má í raun rekja til þess þegar Róberti var sagt upp störfum sem forstjóra Actavis í ágúst 2008. Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira