Björn mótmælir öllum frávísunarástæðum Magnús Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:19 Björn Þorvaldsson, saksóknari, sést hér lengst til hægri, í dómsal. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, mótmælir öllum þeim atriðum sem ákærðu í Al-Thani málinu leggja til grundvallar kröfu sinn um að málinu skuli vísað frá. Hann segir að samtals hafi komið fram aðskild tíu atriði sem ákærðu telja að eigi að leiða til frávísunar. „Það hlýtur að vera met," sagði Björn áður en hann hóf að flytja mál sitt, þar sem frávísunarkröfu ákærðu er mótmælt. Ákærðir í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, fv. eigandi um 10 prósent hlutafjár í Kaupþingi. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í tengslum við kaup Sjeik Al-Thani frá Katar á ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Björn sagði meðal annars í ræðu sinni, að fráleitt væri að vísa málinu frá á þeim grundvelli að ranglega hefði verið stofnað til embættis sérstaks saksóknara. Þá sagði hann enn fremur að ekki væri hægt að vísa málinu frá á grundvelli mikillar og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, eins og gerð væri krafa um. Björn vísaði meðal annars til þess að Hæstiréttur hefði þegar hafnað slíkri ástæðu í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Þá sagði Björn að eftirlýsing Sigurðar Einarssonar, á vefsíðu Interpol, er málið var á rannsóknarstigi, hefði byggt á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefði ekki viljað koma til skýrslutöku nema að uppfylltum skilyrðum, sem ekki hefði verið hægt að fallast á. Þá mótmælti Björn þeim skilningi lögmanns Sigurðar, Gests Jónssonar, að ákæra þyrfti að vera fyrir hendi þegar lýst væri eftir mönnum á vef Interpol. Ef svo væri, og dómur myndi fallast á það, þá ætti það ekki að vera frávísunarástæða, enda léttvægt í málinu heilt á litið, og málið ætti að fá efnislega meðferð. Lögmenn ákærðu, Hörður F. Harðarson hrl., Gestur Jónsson hrl., Ragnar H. Hall hrl., og Karl Axelsson hrl., fluttu mál sitt í morgun, þar sem þeir gerðu grein fyrir þeirri kröfu að málinu skuli vísað frá, en gert er ráð fyrir, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur, að munnlegum málflutningi vegna frávísunarkröfu ákærðu, ljúki í dag. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, mótmælir öllum þeim atriðum sem ákærðu í Al-Thani málinu leggja til grundvallar kröfu sinn um að málinu skuli vísað frá. Hann segir að samtals hafi komið fram aðskild tíu atriði sem ákærðu telja að eigi að leiða til frávísunar. „Það hlýtur að vera met," sagði Björn áður en hann hóf að flytja mál sitt, þar sem frávísunarkröfu ákærðu er mótmælt. Ákærðir í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, fv. eigandi um 10 prósent hlutafjár í Kaupþingi. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í tengslum við kaup Sjeik Al-Thani frá Katar á ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008. Björn sagði meðal annars í ræðu sinni, að fráleitt væri að vísa málinu frá á þeim grundvelli að ranglega hefði verið stofnað til embættis sérstaks saksóknara. Þá sagði hann enn fremur að ekki væri hægt að vísa málinu frá á grundvelli mikillar og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, eins og gerð væri krafa um. Björn vísaði meðal annars til þess að Hæstiréttur hefði þegar hafnað slíkri ástæðu í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Þá sagði Björn að eftirlýsing Sigurðar Einarssonar, á vefsíðu Interpol, er málið var á rannsóknarstigi, hefði byggt á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefði ekki viljað koma til skýrslutöku nema að uppfylltum skilyrðum, sem ekki hefði verið hægt að fallast á. Þá mótmælti Björn þeim skilningi lögmanns Sigurðar, Gests Jónssonar, að ákæra þyrfti að vera fyrir hendi þegar lýst væri eftir mönnum á vef Interpol. Ef svo væri, og dómur myndi fallast á það, þá ætti það ekki að vera frávísunarástæða, enda léttvægt í málinu heilt á litið, og málið ætti að fá efnislega meðferð. Lögmenn ákærðu, Hörður F. Harðarson hrl., Gestur Jónsson hrl., Ragnar H. Hall hrl., og Karl Axelsson hrl., fluttu mál sitt í morgun, þar sem þeir gerðu grein fyrir þeirri kröfu að málinu skuli vísað frá, en gert er ráð fyrir, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur, að munnlegum málflutningi vegna frávísunarkröfu ákærðu, ljúki í dag.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira