Útgáfa sem er fyrirhafnarinnar virði Trausti Júlíusson skrifar 19. nóvember 2012 10:03 Stafnbúi Stafnbúi Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson 12 tónar Rímnahefðin er aldagömul. Rímnakveðskapurinn er áhugaverður angi af íslenskri bókmenntasögu og rímnasöngurinn mikilvægur hluti íslenskrar alþýðutónlistar fyrri alda. Gömlum hljóðritunum var safnað saman á Silfurplötur Iðunnar sem komu út árið 2004, en það hafa líka verið gerðar nokkrar tilraunir til þess að tengja rímurnar við nútímann. Innkoma Sveinbjörns Beinteinssonar í Rokk í Reykjavík tengdi pönkkynslóðina á eftirminnilegan hátt við hefðina, Sigur Rós og Steindór Andersen gerðu saman vel heppnaða EP-plötu árið 2001 og á plötunni Rímur og rapp sem kom út ári seinna var stefnt saman hefðbundnum íslenskum rímnakveðskap og rímum íslenskra rappara. Sumt á þeirri plötu var stórskemmtilegt. Nýlega kom út ný rímnaplata sem sver sig að vissu leyti í ætt við þessar fyrri tilraunir. Hún heitir Stafnbúi og hefur að geyma tólf stemmur sem Steindór Andersen valdi og flytur við tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar. Fyrsta og síðasta lag plötunnar eru án undirleiks, en í lögunum tíu þar á milli hljómar tónlist Hilmars Arnar undir rímnasöngnum. Auk þeirra tveggja er úrvalslið tónlistarmanna á plötunni, m.a. Guðmundur Pétursson gítarleikari, Tómas Tómasson bassaleikari, Þórir Baldursson, sem leikur á Hammond, og Örn Magnússon sem spilar á langspil og symfón. Á plötunni er líka strengjasveit og svo spilar Páll á Húsafelli á steinhörpuna frægu sem hljómaði svo eftirminnilega í Hrafnagaldri Óðins. Auk rímnasöngs Steindórs syngur Sigríður Thorlacius í einu lagi og gömul upptaka með Kjartani Ólafssyni hljómar í öðru. Tónlistin er mjög flott. Hún er nokkuð fjölbreytt hvað hljóðheim og yfirbragð snertir, en í öllum tilfellum fellur hún sérstaklega vel að rímnasöngnum. Strengirnir eru ráðandi í nokkrum laganna, t.d. lagi númer tvö, Þegar vetrar þokan grá og fjórða laginu, Haustið nálgast. Í öðrum er það gítar (t.d. Eldhúsdagsræða Odds sterka og Það er vandi) eða symfón (Yfirlit - fundurinn). Í flestum laganna er enginn slagverksleikur, en rímnasöngurinn sjálfur er eins og takturinn í tónlistinni. Undantekningin er ríman Lóa fiðurgisin, en undir henni hljóma háværir raftónar og kraftmikill taktur. Það er mjög gaman að heyra þessar rímur sem flestar eru skrifaðar seint á nítjándu öld eða á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Höfundar þeirra eru kynntir stuttlega í meðfylgjandi texta, en sumir þeirra eru meðal þekktustu rímnaskáldanna. Á plötunni eru t.d. tvær af Númarímum Sigurðar Breiðfjörð. Stafnbúi er ekki bara plata. Þetta er 80 bls. harðspjaldabók, diskurinn situr í vasa innan á kápunni aftast. Í bókinni eru rímurnar sjálfar, kynning á textahöfundum og upplýsingar um plötuna, en að auki kynningartexti um þá Steindór og Hilmar Örn og nokkurra síðna ágrip úr sögu rímnanna eftir þann síðarnefnda. Kynningartextarnir eru á íslensku, ensku og þýsku og er útgáfan greinilega hugsuð fyrir stærri markað heldur en þann íslenska. Bókin er líka myndskreytt með ljósmyndum eftir Baldur Kristjáns, en myndefnið, íslensk náttúra, fellur sérstaklega vel að efni disksins. Stafnbúi hefur verið lengi í vinnslu, en útkoman er fyrirhafnarinnar virði. Stórglæsileg. Tónlistin, sem er auðvitað aðalatriðið, er frábær, en að auki fylgir falleg og fræðandi bók. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Stafnbúi Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson 12 tónar Rímnahefðin er aldagömul. Rímnakveðskapurinn er áhugaverður angi af íslenskri bókmenntasögu og rímnasöngurinn mikilvægur hluti íslenskrar alþýðutónlistar fyrri alda. Gömlum hljóðritunum var safnað saman á Silfurplötur Iðunnar sem komu út árið 2004, en það hafa líka verið gerðar nokkrar tilraunir til þess að tengja rímurnar við nútímann. Innkoma Sveinbjörns Beinteinssonar í Rokk í Reykjavík tengdi pönkkynslóðina á eftirminnilegan hátt við hefðina, Sigur Rós og Steindór Andersen gerðu saman vel heppnaða EP-plötu árið 2001 og á plötunni Rímur og rapp sem kom út ári seinna var stefnt saman hefðbundnum íslenskum rímnakveðskap og rímum íslenskra rappara. Sumt á þeirri plötu var stórskemmtilegt. Nýlega kom út ný rímnaplata sem sver sig að vissu leyti í ætt við þessar fyrri tilraunir. Hún heitir Stafnbúi og hefur að geyma tólf stemmur sem Steindór Andersen valdi og flytur við tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar. Fyrsta og síðasta lag plötunnar eru án undirleiks, en í lögunum tíu þar á milli hljómar tónlist Hilmars Arnar undir rímnasöngnum. Auk þeirra tveggja er úrvalslið tónlistarmanna á plötunni, m.a. Guðmundur Pétursson gítarleikari, Tómas Tómasson bassaleikari, Þórir Baldursson, sem leikur á Hammond, og Örn Magnússon sem spilar á langspil og symfón. Á plötunni er líka strengjasveit og svo spilar Páll á Húsafelli á steinhörpuna frægu sem hljómaði svo eftirminnilega í Hrafnagaldri Óðins. Auk rímnasöngs Steindórs syngur Sigríður Thorlacius í einu lagi og gömul upptaka með Kjartani Ólafssyni hljómar í öðru. Tónlistin er mjög flott. Hún er nokkuð fjölbreytt hvað hljóðheim og yfirbragð snertir, en í öllum tilfellum fellur hún sérstaklega vel að rímnasöngnum. Strengirnir eru ráðandi í nokkrum laganna, t.d. lagi númer tvö, Þegar vetrar þokan grá og fjórða laginu, Haustið nálgast. Í öðrum er það gítar (t.d. Eldhúsdagsræða Odds sterka og Það er vandi) eða symfón (Yfirlit - fundurinn). Í flestum laganna er enginn slagverksleikur, en rímnasöngurinn sjálfur er eins og takturinn í tónlistinni. Undantekningin er ríman Lóa fiðurgisin, en undir henni hljóma háværir raftónar og kraftmikill taktur. Það er mjög gaman að heyra þessar rímur sem flestar eru skrifaðar seint á nítjándu öld eða á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Höfundar þeirra eru kynntir stuttlega í meðfylgjandi texta, en sumir þeirra eru meðal þekktustu rímnaskáldanna. Á plötunni eru t.d. tvær af Númarímum Sigurðar Breiðfjörð. Stafnbúi er ekki bara plata. Þetta er 80 bls. harðspjaldabók, diskurinn situr í vasa innan á kápunni aftast. Í bókinni eru rímurnar sjálfar, kynning á textahöfundum og upplýsingar um plötuna, en að auki kynningartexti um þá Steindór og Hilmar Örn og nokkurra síðna ágrip úr sögu rímnanna eftir þann síðarnefnda. Kynningartextarnir eru á íslensku, ensku og þýsku og er útgáfan greinilega hugsuð fyrir stærri markað heldur en þann íslenska. Bókin er líka myndskreytt með ljósmyndum eftir Baldur Kristjáns, en myndefnið, íslensk náttúra, fellur sérstaklega vel að efni disksins. Stafnbúi hefur verið lengi í vinnslu, en útkoman er fyrirhafnarinnar virði. Stórglæsileg. Tónlistin, sem er auðvitað aðalatriðið, er frábær, en að auki fylgir falleg og fræðandi bók.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira