Hagnaður Landsbankans lækkar um helming milli ára 16. nóvember 2012 10:44 Afkoma Landsbankans eftir skatt var jákvæð um 13,5 milljarða króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2012. Hefur hagnaðurinn lækkað um helming miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður þriðja ársfjórðungs er tæpur 1,7 milljarður króna, mun minni en á fyrri helmingi ársins og skýrist það fyrst og fremst af virðisrýrnun lánasafns og auknum rekstrarkostnaði en hann má rekja að hluta til gjaldfærslu vegna starfsloka í tengslum við hagræðingaraðgerðir. Fjallað er um uppgjörið á vefsíðu bankans. Þar segir að hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins hefur lækkað um helming frá sama tíma á síðasta ári en þá var hagnaðurinn um 27 milljarðar króna. Afkoma bankans var hins vegar mjög sveiflukennd á árinu 2011 og er því samanburður erfiður. Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 var 8,6% en mældist 17,9% á sama tíma fyrir ári. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er nú 24,1% en var 21,4% í lok árs 2011. Fjárhagsstaða Landsbankans er traust en arðsemi af rekstri endurspeglar sem fyrr fremur lítil umsvif í íslensku efnahagslífi. „Á undanförnum árum hefur staðið yfir mikið uppbyggingastarf innan bankans og flest markmið í því starfi hafa gengið eftir. Áhersla hefur verið á að styrkja fjárhagsstöðu og innviði bankans um leið og unnið hefur verið að úrlausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Mikill árangur hefur náðst á þessu sviði eins og þróun vanskila sýnir með glöggum hætti," segir Steindór Pálsson bankastjóri á vefsíðunni. „Afkoma bankans fyrstu níu mánuði ársins einkennist af neikvæðri þróun á virðisbreytingum útlána en að öðru leyti er rekstur bankans á áætlun. Í haust skerpti Landsbankinn á stefnuáherslum sínum og breytti skipulagi til að takast á við þau verkefni sem nú blasa við og tryggja samkeppnisfærni til framtíðar. Dómar sem fallið hafa á árinu um ólögmæt gengistryggð lán sýna að enn verður bið á endanlegri niðurstöðu í því máli. Mikilvægt er að það skýrist sem fyrst þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir alla aðila." Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Afkoma Landsbankans eftir skatt var jákvæð um 13,5 milljarða króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2012. Hefur hagnaðurinn lækkað um helming miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður þriðja ársfjórðungs er tæpur 1,7 milljarður króna, mun minni en á fyrri helmingi ársins og skýrist það fyrst og fremst af virðisrýrnun lánasafns og auknum rekstrarkostnaði en hann má rekja að hluta til gjaldfærslu vegna starfsloka í tengslum við hagræðingaraðgerðir. Fjallað er um uppgjörið á vefsíðu bankans. Þar segir að hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins hefur lækkað um helming frá sama tíma á síðasta ári en þá var hagnaðurinn um 27 milljarðar króna. Afkoma bankans var hins vegar mjög sveiflukennd á árinu 2011 og er því samanburður erfiður. Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 var 8,6% en mældist 17,9% á sama tíma fyrir ári. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er nú 24,1% en var 21,4% í lok árs 2011. Fjárhagsstaða Landsbankans er traust en arðsemi af rekstri endurspeglar sem fyrr fremur lítil umsvif í íslensku efnahagslífi. „Á undanförnum árum hefur staðið yfir mikið uppbyggingastarf innan bankans og flest markmið í því starfi hafa gengið eftir. Áhersla hefur verið á að styrkja fjárhagsstöðu og innviði bankans um leið og unnið hefur verið að úrlausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Mikill árangur hefur náðst á þessu sviði eins og þróun vanskila sýnir með glöggum hætti," segir Steindór Pálsson bankastjóri á vefsíðunni. „Afkoma bankans fyrstu níu mánuði ársins einkennist af neikvæðri þróun á virðisbreytingum útlána en að öðru leyti er rekstur bankans á áætlun. Í haust skerpti Landsbankinn á stefnuáherslum sínum og breytti skipulagi til að takast á við þau verkefni sem nú blasa við og tryggja samkeppnisfærni til framtíðar. Dómar sem fallið hafa á árinu um ólögmæt gengistryggð lán sýna að enn verður bið á endanlegri niðurstöðu í því máli. Mikilvægt er að það skýrist sem fyrst þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir alla aðila."
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira