Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21 Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona." Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona."
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira