Fimm fræknir í jólaskapi 15. nóvember 2012 14:04 Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10 Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas.Rod Stewart - Merry Christmas, BabyGamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli.Cee-Lo Green - Magic momentÞetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög.Lady Antbellum - On This Winter's NightÞetta er fyrsta jólaplata Lady Antbellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antbellum nýtur mikillra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans.Olivia Newton-John og John Travolta - This ChristmasOlivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólaplötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af, You're the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarmála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas.Rod Stewart - Merry Christmas, BabyGamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli.Cee-Lo Green - Magic momentÞetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög.Lady Antbellum - On This Winter's NightÞetta er fyrsta jólaplata Lady Antbellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antbellum nýtur mikillra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans.Olivia Newton-John og John Travolta - This ChristmasOlivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólaplötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af, You're the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarmála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira